Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Síða 8
Helgarblað 14.–17. ágúst 20158 Fréttir
Þ
rír af æðstu stjórnendum
heilbrigðistæknifyrirtækisins
Össurar hf. hafa á undanförn-
um dögum nýtt sér kauprétt-
arsamninga sem þeir gerðu
við fyrirtækið árið 2012 og hagnast
gríðarlega. Samanlagður hagnað-
ur þremenninganna af viðskiptunum
með hluti í Össur nemur ríflega hálf-
um milljarði króna.
Það var forstjórinn, Jón Sigurðsson,
sem reið á vaðið í síðustu viku þegar
hann keypti 1,25 milljónir bréfa af fyr-
irtækinu og seldi þau strax á markað.
Samkvæmt tilkynningu í Kauphöll-
inni greiddi Jón 8,55 danskar krónur á
hvern hlut klukkan 12:04 þann 4. ágúst
síðastliðinn en einungis sex mínútum
síðar seldi hann þessa sömu hluti á
23,5 krónur danskar. Hann keypti því
hvern hlut á sem nemur 168 krónur ís-
lenskar en seldi á sem nemur 461,7 ís-
lenskar krónur. Heildarhagnaður Jóns
af viðskiptunum, sem voru hluti af
kaupréttarsamningi milli hans og Öss-
urar frá apríl 2012, nam því rúmlega
367 milljónum króna.
Jón lét hafa það eftir sér í sam-
tali við visir.is í síðustu viku að hon-
um þætti villandi að tala um að hann
hafi keypt og selt bréf í Össuri með að-
eins örfáa mínútna millibili. „Svona
eru kaupréttarsamningar. Árið 2012 er
gert samkomulag um að ég geti keypt
á genginu 8,55. Ég er ekki að selja eftir
örfáar mínútur. Ég er að selja eftir tæp-
lega 4 ár.“
Launahæsti forstjórinn drýgir
tekjur
Össur hf. er skráð í Kauphöll Íslands
þannig að öll viðskipti sem þessi eru
tilkynnt þangað og birt opinberlega. Í
úttekt, sem DV vann í apríl síðastliðn-
um á launum stjórna og stjórnenda
fyrirtækja innan Kauphallarinnar,
kemur fram að Jón er langlaunahæsti
forstjóri þeirra fjórtán fyrirtækja sem
þar eru skráð. Árið 2014 var Jón með
1,7 milljónir dala í árslaun, eða um
tæplega 239 milljónir íslenskar mið-
að við gengi bandaríkjadals þá. Það
gera rétt tæplega 20 milljónir króna á
mánuði. Hagnaðurinn sem Jón inn-
leysti vegna kaupréttarsamningsins
nú á dögunum nemur því vel ríflega
árslaunum hans hjá fyrirtækinu og er
heldur betur rausnarleg búbót.
Í framkvæmdastjórn Össurar sitja
auk forstjórans sex manns. Tveir
þeirra, líkt og Jón, nýttu sér í vikunni
kaupréttarsamninga við fyrirtækið frá
árinu 2012. Það eru þeir Ólafur Gylfa-
son, sölu- og markaðsstjóri Össurar,
og Þorvaldur Ingvarsson, forstöðu-
maður rannsókna og þróunar.
Sex framkvæmdastjórar með 370
milljónir í laun
Ólafur keypti á fimmtudag 150 þús-
und hluti á 8,55 danskar klukkan 14:35
en seldi síðan fjórum mínútum síð-
ar ríflega 147 þúsund hluti á genginu
23,5 danskar. Það gerir hagnað upp
á 2.172.000 danskar eða tæplega 43
milljónir króna.
Á miðvikudag keypti Þorvaldur
350 þúsund hluti á 8,59 danskar, eða
168 krónur íslenskar, klukkan 11:46
en seldi síðan mínútu síðar ríflega 343
þúsund hluti á 480 krónur íslenskar.
Hagnaður Þorvaldar af viðskiptun-
um nemur um 105 milljónum króna
og bætist við rúmar 70 milljónir sem
hann hagnaðist um í lok maí í samb-
ærilegum viðskiptum með bréf í fyrir-
tækinu.
Laun sexmenninganna, að for-
stjóranum undanskildum, eru ekki
sundurliðuð í ársreikningi Össur-
ar fyrir árið 2014 en þar kemur fram
að heildarlaun og fríðindi fram-
kvæmdastjórnarinnar hafi numið
tæpum 2,8 milljónum dala á árinu,
jafnvirði 369,6 milljónir króna. Sé
þeim deilt bróðurlega á milli stjórn-
endanna sex gera það 61,6 milljónir
króna í árslaun á hvern og einn eða ríf-
lega 5 milljónir króna á mánuði. Með
kaupréttarsamningunum er ljóst að
Þorvaldur og Ólafur voru að drýgja
tekjur sínar verulega.
Þess ber að geta að að Össur hagn-
aðist um 7 milljarða króna árið 2014
og stefnir í annað eins í ár miðað við
uppgjör fyrirtækisins á fyrstu tveimur
ársfjórðungum. Þá ber að athuga að
kaupréttarsamningar eru algengt fyr-
irkomulag í fyrirtækjum. n
VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS
O-GRILL
O-Grill 3500 kr. 32.950
O-Grill 1000 kr. 27.950
Borðstandur kr. 9.595
Taska kr. 2.995
Í ferðalagið
Á svalirnar
Í garðinn
Á pallinn
Allt árið
Fjölgunin
skilar sér illa
Alls 517 þúsund ferðamenn komu
til landsins á fyrstu sex mánuðum
ársins samanborið við 401 þús-
und á sama tímabili í fyrra. Þessi
aukning hefur leitt til nokkuð
betri herbergjanýtingar hjá hótel-
um í landinu en var í fyrra. Hagsjá
Landsbankans fjallar um þetta á
vef sínum.
Þar segir að nýting gistirýma á
Suðurnesjum, Suðurlandi, Vest-
urlandi og Vestfjörðum hafi aukist
alla sex fyrstu mánuði ársins sam-
anborið við sömu mánuði í fyrra.
Nýting á höfuðborgarsvæðinu var
betri alla mánuðina nema í apríl
og júní þar sem hún var lítils hátt-
ar lægri. Nýtingin í apríl og júní
var þó mjög góð miðað við aðra
landshluta.
Í Hagsjá segir að Austurland
og Norðurland skeri sig nokkuð
úr í þessum samanburði þar sem
fjölgun erlendra ferðamanna virð-
ist ekki hafa skilað sér með sama
hætti í betri nýtingu gistirýma og á
öðrum svæðum. Þannig var Aust-
urland með verri nýtingu fyrstu
þrjá mánuði ársins. Á Norðurlandi
jókst nýtingin einungis í janúar og
júní. Aukningin í nýtingunni í jan-
úar var þó lítil.
Þurftu að
nauðlenda
Tveir menn voru um borð í lítilli
flugvél sem nauðlenti í Súðavíkur-
hlíð um klukkan tólf á fimmtudag.
Flugvélin hafði lagt af stað frá Ísa-
firði aðeins nokkru áður en lenti í
vandræðum sem leiddu til þess að
nauðlenda þurfti vélinni.
Hjálpa Paul og Rosmary
Halda styrktarkvöld fyrir skóla í Kenía
H
efur þú einhvern tímann
látið hugann reika til Afríku?
Þessari spurningu veltir hóp-
ur ungra kvenna fyrir sér, en
þær ætla ásamt þeim Paul Ramses
Oduor og Rosmary Atieno að standa
fyrir söfnun til að leggja lokahönd á
byggingu og rekstur grunnskólans
Versló í þorpinu Got Agulu, Kenía.
Skólinn mun veita 320 börnum
menntun og verður vígður þann 12.
september 2015. Nú þegar eru sam-
tökin að reka leikskólann litla Versló
sem var vígður árið 2012 og styður 150
börn. Tears Children stendur einnig
fyrir bæði fótboltakennslu fyrir ung-
menni í Got Agulu en styður einnig
um 70 ekkjur í Mathare-fátækrahverf-
inu í höfuðborginni Næróbí. Þetta
verkefni er að sönnu samvinnuverk-
efni því ekkjurnar halda úti vinnu-
stofu þar sem unnir eru skartgrip-
ir og fylgihlutir úr náttúrulegu og
endurunnu efni, t.d. handtöskur sem
ofnar eru úr plasti. Þetta skart er síð-
an selt á Íslandi og andvirðið notað í
hjálparstarf Tears Children. Líkt og
DV greindi frá á dögunum söfnuðu
Paul Ramses og eiginkona hans, Ros-
mary Atieno Odhiambo, einni millj-
ón á sex mánuðum með því að safna
flöskum um helgar í miðbæ Reykja-
víkur. Þau nýttu peninginn til þess að
stofna skólann í Kenía. Í dag, föstu-
dag, verður haldið styrktarkvöld Tears
Children og Youth Aid á Hótel Sögu.
Þar verður starf þeirra kynnt og í boði
verður kvöldverður í takt við afríska
menningu. Aðgangseyrir er 3.000
krónur. n
Hópurinn
allur: Rosemary
Atieno, Paul
Ramses Oduor,
Hildur Erla Gísla-
dóttir, Ingibjörg
Elín Gísladóttir,
Tinna Eyberg
Örlygsdóttir,
Dagbjört Kristín
Helgadóttir,
Sóley Sara Ei-
ríksdóttir, Sigrún
Líf Gunnars-
dóttir, Guðbjörg
Thoroddsen.
Toppar hagnast
um hálfan milljarð
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, nýtti
kauprétt sinn samkvæmt samkomu-
lagi við fyrirtækið á dögunum. Þessi
launahæsti forstjóri landsins hagnaðist
hraustlega á viðskiptunum. Mynd öSSur
43 milljónir Ólafur Gylfason, sölu- og
markaðsstjóri Össurar. Mynd öSSur
105 milljónir Þorvaldur Ingvarsson,
forstöðumaður rannsókna og þróunar.
Það sem af er ári hefur hann hagnast um
175 milljónir með því að nýta sér kauprétt
sinn í Össuri. Mynd öSSur
367 milljónir
43 milljónir
105 milljónir
Þrír úr framkvæmdastjórn Össurar nýta sér kaupréttarsamninga sem þeir gerðu 2012