Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Síða 16
Helgarblað 14.–17. ágúst 201516 Fréttir Erlent
Dalshrauni 13
220 Hafnarfirði
Sími 565 2292
Settu fókusinn á
Þýsk gæði í gegn
Sumarútsalan
hafin í Hjólaspretti
20 - 50% afsláttur af völdum hjólum
Rugla fólk í ríminu með
vafasömum fullyrðingum
n Coca Cola kostar vafasöm þrýstisamtök n Senda villandi skilaboð um ástæðu offitufaraldursins
Þ
rýstisamtök, sem þiggja veg-
lega styrki frá gosdrykkja-
framleiðandanum Coca
Cola, fullyrða að hreyfingar-
leysi, en ekki neysla á sykruð-
um gosdrykkjum og ruslfæði, sé
ástæða þess offitufaraldurs sem nú
ríður yfir á Vesturlöndum. Meðlimir
samtakanna, Global Energy Balance
Network, samanstanda meðal annars
af vísindamönnum sem starfa við
virta háskóla í Bandaríkjunum. Óháð-
ir sérfræðingar eru uggandi vegna
samtakanna og þeirra skilaboða sem
þau senda. New York Times og Guar-
dian fjölluðu um samtökin í vikunni.
Villandi skilaboð
„Fókusinn í fjölmiðlum og meðal vís-
indamanna er þessi: „Æ, fólk borð-
ar of mikið, borðar allt of mikið –
skyndibita og sykruðum drykkjum er
kennt um,“ sagði varaforseti samtak-
anna, Steven N. Blair, í myndbandi
fyrr á árinu þar sem hann kynnti
starfsemi Global Energy Balance
Network. Vísaði hann í þá staðreynd
að heimsbyggðin, sérstaklega íbú-
ar Vesturlanda, væru að fitna úr hófi
fram. Telja samtökin að Bandaríkja-
menn – sérstaklega þeir sem vilja
halda þyngdinni í skefjum - leggi of
mikla áherslu á að sniðganga skyndi-
bita og sykraða drykki og of litla
áherslu á hreyfingu. Raunar sé hreyf-
ingarleysi helsta orsök þess að fólk
fitnar, en ekki sykurneysla og neysla á
hitaeiningaríkum mat. Sérfræðingar
sem New York Times ræddi við segja
að skilaboð samtakanna séu villandi
og liður í þeirri viðleitni Coca Cola,
eins stærsta drykkjarvöruframleið-
anda heims, til að beina sjónum fólks
að öðru en vörum fyrirtækisins þegar
umræða um offitu og lífsstílstengda
sjúkdóma ber á góma. Það sé villandi
að halda því fram að fólk geti haldið
þyngd í skefjum með hreyfingu á
sama tíma og það neytir skyndibita
og sykraðra gosdrykkja í stórum stíl.
Mataræði sé stærri orsakavaldur en
hreyfing þegar offita er annars vegar.
„Þetta er þeirra svar“
„Sala á vörum Coca Cola fer minnk-
andi og það er mikil pressa, bæði frá
stjórnmálamönnum og almenningi,
að stemma stigu við þessari óheilla-
þróun sem offitufaraldurinn er,“ seg-
ir Michele Simone, lögfræðingur og
sérfræðingur í heilsurétti, í viðtali við
New York Times. Sem dæmi um þetta
má nefna að á síðustu tuttugu árum
hefur neysla á sykruðum gosdrykkj-
um minnkað um 25 prósent í Banda-
ríkjunum. „Þetta er þeirra svar,“ seg-
ir Simone og vísar í samtökin sem að
stórum hluta eru rekin með beinu
fjárframlagi frá Coca Cola. „Þeir eru
örvæntingarfullir og vilja stöðva
blæðinguna,“ bætir hún við.
Marion Nestle, prófessor í nær-
ingarfræðum og höfundur bókarinn-
ar Soda Politics, sem kemur í verslan-
ir síðar á árinu, segir að samtökin séu
ekkert annað en „frontur“ fyrir Coca
Cola. „Markmið þeirra er skýrt: Fáum
þessa sérfræðinga til að rugla fólk
í ríminu og draga athyglina að ein-
hverju öðru.“ Þá segir Barry M. Pop-
kin, prófessor í næringarfræði við
Norður-Karólínuháskóla, að stuðn-
ingur Coca Cola við samtökin minni
á þá aðferð sem tóbaksfyrirtækin not-
uðu í stórum stíl þegar ýmsir sér-
fræðingar voru fengnir til að efast um
skaðsemi reykinga þegar sannleik-
urinn var annar.
200 milljónir króna
New York Times greinir frá því að
Coca Cola hafi reitt fram eina og hálfa
milljón Bandaríkjadala, jafnvirði
200 milljóna íslenskra króna, á síð-
asta ári þegar samtökin voru stofnuð.
Frá árinu 2008 hefur Coca Cola var-
ið um fjórum milljónum Bandaríkja-
dala, rúmum hálfum milljarði króna,
í styrki til tveggja stofnenda Global
Energy Balance Network. Þar á meðal
er dr. Steven N. Blair sem er prófess-
or við háskólann í Suður-Karólínu.
Athygli vekur að heimasíða sam-
takanna, gebn.org, er skráð á sama
heimilisfang og höfuðstöðvar Coca
Cola í Atlanta. Forseti samtakanna,
James O. Hill, sem jafnframt er pró-
fessor við Colorado School of Med-
icine, segir að ástæðan sé einfaldlega
sú að menn þar á bæ hafi ekki kunnað
að skrá heimasíðu. „We are running
the show,“ sagði hann við blaðamann
um efnistök síðunnar sem hann segir
að Coca Cola komi ekki nálægt.
Fátt um svör
„Skilaboð þeirra eru þau að offita
snúist ekki um matinn sem þú borð-
ar eða drykkina sem þú drekkur. Hún
snúist um að jafnvægið milli þjálf-
unar og mataræðis sé ekki rétt,“ seg-
ir dr. Yoni Freedhoff, sérfræðing-
ur í offitu við háskólann í Ottawa. Ef
ekki væri fyrir dr. Freedhoff er ekki
víst að tengsl Global Energy Balance
Network við Coca Cola hefðu komið
upp á yfirborðið. Það var hann sem
sendi opna fyrirspurn til forsvars-
manna samtakanna um hvernig sam-
tökin eru fjármögnuð. Ekkert kom
fram á heimasíðu samtakanna að
Coca Cola væri stór bakhjarl. Því var
þó kippt í liðinn þegar fyrirspurnin
leit dagsins ljós. Forsvarsmenn Coca
Cola vildu ekki tjá sig um tengslin við
samtökin við New York Times þegar
eftir því var leitað. n
Coca Cola Stórfyrirtækið hefur átt
undir högg að sækja vegna minnk-
andi neyslu og aukinnar gagnrýni á
þátt þess í offitufaraldrinum.
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Frontur fyrir Coca Cola Marion Nestle er virtur háskólaprófessor. Hún segir að samtökin
séu ekkert annað en „frontur“ fyrir Coca Cola.
„Æ, fólk borðar
of mikið, borðar
allt of mikið – skyndibita
og sykruðum drykkjum
er kennt um.