Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Síða 18
Helgarblað 14.–17. ágúst 201518 Fréttir Erlent
Þegar þú teflir í klukkutíma notarðu
jafn mikla orku og skákklukka þarf
til að ganga í næstum 100 ár
Opið 10-17 alla daga.
Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir
Það er kraftur í þér. Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar
við Ljósafoss varpar ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum.
Ljósafossstöð er í um 45 mínútna akstursfjarlægð
frá Reykjavík. Verið velkomin.
Rústir einar
Sjö hundruð eru sárir og 44 látnir eftir ótrúlega öflugar sprengingar í Tianjin
F
jörutíu og fjórir létust í tveim-
ur öflugum sprengingum
í hafnarborginni Tianjin á
miðvikudag. Rúmlega sjö
hundruð sátu eftir slasað-
ir og sárir, en líkur eru á að eftir eigi
að finna mun fleiri fórnarlömb. Tólf
hinna látnu eru slökkviliðsmenn
sem reyndu að sinna björgunar-
starfi. Sextíu og sex eru alvarlega
slasaðir, sumir lífshættulega. Alls 36
slökkviliðsmanna er enn saknað.
Sprengingin varð eftir að eld-
ur kviknaði í vörugeymslu við höfn-
ina um klukkan hálf tólf að kvöldi
miðvikudags í Kína. Fyrst varð ein
sprenging og nokkrum andartökum
síðar varð önnur, mun öflugri. Högg-
krafturinn var svo mikill að rúður
sprungu í húsum og bílum þrem-
ur kílómetrum frá vöruskemmunni.
Sprengingin sást úr geimnum að
sögn BBC fréttastofunnar.
Í vörugeymslunni voru geymd
eiturefni og gas og ætlar umhverfis-
stofnun í Tianjin að hættulegt geti
verið að anda að sér eiturgufun-
um eftir sprenginguna. Þeir segja
þó að enn sem komið er séu þau
ekki yfir hættumörkum. Talið er að
fyrri sprengingin hafi verið ígildi
þess að sprengja upp þrjú tonn af
TNT sprengiefni og sú seinni þess
að sprengja í loft upp tuttugu og eitt
tonn af TNT.
„Ég sá eldinn og svo heyrði ég:
BÚMM. Það varð sprenging. Mín
fyrsta hugsun var sú að hlaupa eins
hratt og ég gat og koma mér svo í
skjól,“ segir Wu Dejun hársnyrtir.
„Þegar ég komst í skjól sá ég að ég var
öll útötuð í blóði.“ Kínversk yfirvöld
segjast ætla að komast að því hvað
nákvæmlega gerðist í Tianjin og
finna þann sem ber ábyrgðina. Ljóst
er að fyrir höndum eru margar vikur
af hreinsunarstarfi og án efa erfið og
langdregin uppbygging. n
Slösuð Kona sem varð fórnarlamb sprengingunnar fær aðhlynningu á sjúkrahúsi. Staðfest
hefur verið að 44 eru látnir, en líkur eru á að sú tala muni hækka umtalsvert. Fjölmargir
slösuðust, líkt og konan, og höfðu læknar og hjúkrunarfræðingar varla undan.
Eyðilegging Enn stígur reykur upp
úr gámum sem krömdust og sprungu í
tætlur í sprengingunni. Mynd REutERS
teygðu sig langt Slökkviliðsmenn voru
lengi að störfum og reyndu að komast að
eldhafinu frá ólíkum áttum. Eldtungurnar
teygðu sig langt. Mynd REutERS
Í ljósum logum Hér sést hvernig
bifreiðarnar brunnu stuttu eftir sprenginguna
í Tianjin. Íbúar í nokkurra kílómetra fjarlægð
fundu fyrir titringi sprengjunnar. Mynd REutERS
Að störfum Slökkviliðsmenn sinna slökkvistörfum á svæðinu þar sem sprengingin varð í Tianjin. Raunar voru sprengingarnar tvær og
eyðileggingin eftir þær á iðnaðarsvæðinu er mikil eins og sést á þessari mynd. Eitruð efni og gas voru geymd á svæðinu sem gerði ástandið
því mun alvarlegra. Mynd REutERS Óyfirstíganlegt verkefni
Brakið úr byggingum, bílum
og öðru er á víð og dreif. Hér
reynir maður á gröfu að hefja
tiltektina. Mynd REutERS
Margir slasaðir Maðurinn slasaðist alvarlega á fótum í
sprengingunni. Hér sinna læknar og hjúkrunarfræðingar honum á
sjúkrahúsi. Um 700 slösuðust.