Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Side 76
K a t r í n J a k o b s d ó t t i r
76 TMM 2006 · 2
lögregluvaldi eða frelsi þegnanna. Voldemort byggði veldi sitt á ótta og
ógnunum og sumir galdramenn virðast trúa á það, t.d. galdramálaráð-
herrann fyrrverandi, Cornelius Fudge, sem hefur sett traust sitt á lög-
reglu- og hervald (vitsugurnar) sem reynast alvarleg mistök í þessari bók
(um samfélagsrýni bókanna má lesa í Re-Reading Harry Potter eftir
Suman Gupta, 2003).
Þessi fimmta bók um Harry Potter og félaga veldur aðdáendum sagn-
anna engum vonbrigðum, Voldemort virðist eflast og áhangendur hans
eru farnir að valda verulegum skaða í muggaheiminum. Mjög dimmt er
yfir bókinni og hin illu öfl virðast jafnvel komin með yfirhöndina í lok
hennar; öfl frjálslyndis og lýðræðis virðast komin á undanhald undan
lögregluríkinu og ofbeldismönnunum.
Bókaflokknum um Ljónadrenginn eftir Zizou Corder lauk í ár með
mikilli flugeldasýningu en þessi síðasta bók heitir Sannleikurinn og er
þýdd af Hermanni Stefánssyni. Bókinni lýkur á eins konar „grand
finale“ þar sem allar helstu persónur koma saman; ljónin öll, Charlie og
foreldrar hans, Maccomo, Rafi, Boris Búlgaríukonungur og fleiri. Hins
vegar gleymist hin svarta heimsmynd sem var svo áberandi í fyrri bók-
unum tveimur, nú fá vondu kallarnir makleg málagjöld og öll meng-
unin, depurðin og endalaust sorpið gleymist í gleðinni yfir því að fjöl-
skyldur ná saman. En kannski er erfitt að láta barnabókaseríu enda
öðruvísi en vel. Við fengum bók númer tvö í Stravaganza-flokknum
eftir Mary Hoffman, Stjörnuborgina sem er þýdd af Höllu Sverrisdóttur.
Þar er haldið áfram á sömu braut, ung stúlka er að þessu sinni í aðal-
hlutverki en hún er stravaganti og kemst óvænt til Talíu. Ekki kom hins
vegar framhaldið af Abarat eftir Clive Barker, en sú bók var meðal
athyglisverðustu þýðinga á árinu 2004.
Nokkrar seríur héldu innreið sína á íslenskan markað. Fyrsta má
nefna hina afbragðsgóðu Eragon eftir Christopher Paolini í þýðingu
Guðna Kolbeinssonar. Sú er hnausþykkur doðrantur og segir sögu sem
ber bæði svip af Hringadróttinssögu og Stjörnustríði. Eragon er ungur
piltur sem býr á bóndabæ í öðrum heimi og finnur fagran stein sem
reynist vera drekaegg. Þetta er þó engin tilviljun þar sem Eragon reynist
búa yfir krafti drekariddaranna svokölluðu sem áður héldu uppi lögum
og reglu (ekki ósvipað Jedi-riddurunum í Stjörnustríði).
Christopher Paolini hefur vakið sérstaka athygli fyrir ungan aldur sinn
en hann hóf að skrifa Eragon aðeins 15 ára gamall. Eragon er epísk saga
um manndómsraunir unglings sem eignast sinn lærimeistara í sagnaþul-
inum Brom, hjálparhellu sem er drekinn Safíra og keppinaut sem er ferða-
félagi hans Murtagh. Auðvitað er ástin líka á næsta leiti eins og vera ber í