Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Qupperneq 124
124 TMM 2006 · 2
B ók m e n n t i r
Böðvar Guðmundsson
Skógar og draumsýnir
Gyrðir Elíasson: Upplitað myrkur. Mál og menning 2005.
Á þeim 23 árum sem liðin eru síðan Gyrðir Elíasson gerði lýðum ljósa lífsköll-
un sína, skáldskapinn, með bókinni Svarthvít axlabönd (1983) hafa komið út
eftir hann að því er mér telst til alls 26 frumsamdar bækur auk þýðinga. Á
hefðbundinn hátt greinast þessar bækur í ljóð, smásögur, skáldsögur og grein-
ar, en einhvern veginn finnst mér alltaf að það sé sérkenni Gyrðis hversu
skammt er á milli ljóða hans og sagna. Sögur hans eru fullar af ljóðum, stund-
um hefur mér fundist að það sé meira um ljóð í smásögum hans en í sumum
ljóðabókunum, og segi ég það ekki til að varpa rýrð á þær, enda hafa þær hlot-
ið verðskuldaða eftirtekt og viðurkenningu.
Á árinu sem leið komu tvær bækur úr smiðju Gyrðis, smásagnasafnið
Steintré og ljóðabókin Upplitað myrkur, og verður hér fjallað um þá síðar-
nefndu. Líkt og fyrr er lífið í sínum forgengileik áleitið viðfangsefni, undir-
straumar sálarinnar og angist dauðans, sem jafnan er fylginautur þess sem
lífinu ann. Og sem fyrr færir Gyrðir ekki ljóð sín í neinn viðhafnarbúning, ljóð
hans eru á sama tungumáli og sögur hans, hvergi gerð tilraun til að beita ljóð-
rænum áhrifaþáttum, svo sem rími og stuðlum, hrynjandi eða myndhverfing-
um. En mörg ljóða hans eru myndrænar lýsingar á sýn eða sýnum sem fyrir
augað ber í vöku eða draumi – eru jafnskyld myndlist og Gyrðir á myndlistar-
mann fyrir föður og skáld og myndlistarmann að bróður.
En í þessum súrreal-natúralistísku ljóðum eru magnaðir undirstraumar og
minna á það sem meistari Þórbergur kallaði „vatnaniðinn bakvið fjallið“ (og
hefur verið til umræðu í ágætum orðaskiptum þeirra Kristjáns Jóhanns Jóns-
sonar og Þorleifs Haukssonar í síðustu heftum TMM).
Eitt þeirra myndefna sem Gyrði er tamast er skógur, og undir eins í fyrsta
ljóðinu kemur fram til hvers hann er nytsamlegur ljóðsegjanda; það heitir
„Sálræn meðferð í skóglendi“. Gróður og laufblöð verða tákn forgengileikans í
kvæðinu „Á Barðaströnd“ þar sem kjarnafjölskylda með rofinn kjarna áir í
morgunsólinni (6):