Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 22.04.2016, Síða 4

Fréttatíminn - 22.04.2016, Síða 4
Starfsmannaskortur veldur því að ekki er hægt að veita börnum þjónustu. Samt er ekki auglýst eftir fólki Valgerður Halldórsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Á vef Reykjavíkurborgar er ekki að finna eina auglýsingu eftir starfs- fólki í liðveislu eða eftir stuðnings- fjölskyldum á meðan fagfólk bend- ir á að starfsmannaskortur sé ein helsta ástæða þess að ekki sé hægt að veita lögboðna þjónustu. „Dæmi er um að mæður hafi verið 2-3 ár á biðlista eftir þjónustu fyrir börn sín sem glíma við ýmis- konar raskanir,“ segir Ingibjörg Flygenring, félagsráðgjafi á geðsv- iði Reykjalundar. „Í sumum tilvikum dettur fólk út af vinnumarkaðnum vegna slíks álags,“ segir Þuríður Maggý Magnúsdóttir, yfirfélagsráðgjafi á Reykjalundi. „Kerfið tekur við og samþykkir umsóknir frá foreldrum en það vantar fólk til að sinna þjón- ustunni,“ segir Þuríður Maggý. Margir foreldrar nenna ekki „að bíða og sjá“ og hafa aðstöðu til að útvega sjálfir starfsfólk fyrir borgina til að sjá um börn þeirra á meðan margir útlendingar og aðr- ir foreldrar sem hafa lítið eða ekk- ert stuðningsnet þurfa að treysta á skilvirkni kerfisins. Erla Björk Sveinbjörnsdóttir, iðjuþjálfi og sér- kennsluráðgjafi á þjónustumiðstöð Vesturbæjar, segir að bið eftir þjón- ustu sé mismunandi eftir hverfum borgarinnar. Sum hverfi séu ein- faldlega þyngri en önnur. Ekki fengust svör við ástæðu þess, en þjónusta sem þessi flokkað- ist ekki sem grunnþjónusta, nema að mjög litlu leyti. Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs, segir að velferðar- sviði hafi verið falið að gera mynd- bönd til að hvetja fólk til að gerast stuðningsfjölskyldur og til þess að veita liðveislu. Ekki sé um hefð- bundnar ráðningar að ræða heldur eigi þjónustumiðstöðvarnar að sjá um að útvega fólk. „Það hefur verið erfitt að fá fólk til starfa og þess vegna voru greiðslur hækkaðar á síðasta ári. Þetta fer ekki inn í hefðbundið ráðningarferli og mér skilst að það sé ástæðan fyrir því þessi störf séu ekki á vefnum,“ segir hún. Sigurbjörg Fjölnisdóttir á vel- ferðarsviði sagði við Fréttatímann að það væri mikil vinna að auglýsa eftir fólki og lítið um viðbrögð. Og tölvukerfið sem sér um ráðningar- kerfið hjá Reykjavíkurborg gæti ekki haldið utan um ráðningar á stuðningsfjölskyldum vegna þess að þær væru verktakar. Það hefur verið erfitt að fá fólk til starfa og þess vegna voru greiðslur hækkaðar á síðasta ári. Þetta fer ekki inn í hefðbundið ráðningarferli og mér skilst að það sé ástæðan fyrir því þessi störf séu ekki á vefnum. Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs. Fjórir menn leituðu sér hjálpar á slysadeild Landspítalans eftir að hafa verið misþyrmt í herbergjum við Hamraborg í Kópavogi fyrir rúmum hálfum mánuði. Mennirnir vildu engin lögregluafskipti og fóru úr landi strax eftir árásina. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Af frásögnum mannanna telur lögregla líklegt að samlandar þeirra hafi staðið að baki árásinni. Mennirnir eru allir á miðjum aldri og störfuðu í byggingariðnaði hér á landi. Grunsemdir vöknuðu hjá heilbrigðis- starfsfólki á slysadeildinni þegar mennirnir leituðu þangað fyrir rúmum hálfum mán- uði. Mennirnir gátu illa gert grein fyrir þeim áverkum sem þeim höfðu verið veittir en þeir höfðu meðal annars hlotið beinbrot og opin sár á höfði. Sögðust þeir ekki vilja lög- regluaðstoð en vegna alvarleika málsins var lögregla engu að síður kölluð til. Mennirnir veittu lögreglu takmarkaðar upplýsingar en greindu þó frá því að árásin hefði átt sér stað í atvinnu- og verslunarhús- næði við Hamraborg í Kópavogi, þar sem sjö lítil herbergi eru til útleigu. Þegar lögregla kom á vettvang voru þar brotnir innanstokksmunir og herbergis- hurð sem hafði verið sparkað upp. Blóð var á veggjum og í rúmi og á gólfinu lá brotin hafnarboltakylfa. Aðrir íbúar hússins vildu engar upplýsingar veita um málið. Aðeins sólarhring eftir spítalaheimsókn- ina voru mennirnir farnir úr landi. Lög- reglan hefur engar vísbendingar um tildrög misþyrminganna né hver hafi verið að verki. Þar sem brotaþolar eru horfnir úr landi er talið ólíklegt að málið verði upplýst. Velferð Börn með sérþarfir bíða lengi eftir þjónustu Vantar fólk en auglýsa ekki Ráðgáta Lögreglan stendur á gati eftir árás í Hamraborg Fjórum Litháum misþyrmt Talið er að árásin hafi átt sér stað á efstu hæð í þessu húsi við Hamraborg í Kópavogi. Mynd/Hari Dæmi er um að mæður hafi verið 2-3 ár á biðlista. Mynd | Rut Er það ekki bara tvöfalt siðgæði? Haraldur Dungal, framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar við Lágmúla, sem er einkarekin, spyr af hverju það sé bara heilsugæslan sem megi ekki greiða sér arð. „Arður hefur ekki skipt okkur mestu máli, heldur hitt að geta ráðið okkur sjálf,“ segir Haraldur Dungal, framkvæmdastjóri Heilsu- gæslunnar við Lágmúla, sem hefur verið einkarekin samkvæmt sér- stökum samningi við ríkið í 30 ár. Heilsugæslustöðvar mega ekki greiða arð af rekstri þriggja heilsu- gæslustöðva sem heilbrigðisráð- herra ætlar að bjóða út. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, benti á það á Alþingi að tvær einkarekn- ar heilsugæslustöðvar starfi nú þegar á höfuðborgarsvæðinu þar sem greiddur hafi verið arður út úr rekstrinum. Hún spurði Krist- ján Júlíusson heil- brigðisráðherra á Alþingi hvort sömu kröfur yrðu gerðar til allra heilsu- gæslustöðva og þeim bannað að greiða arð framveg- is. Ráðherrann svaraði því til að það yrði gert. Har- aldur segir að eig- endur stöðv- arinnar hafi fengið um 200 þús- und á mánuði í arð, að meðal- tali, stundum meira og stundum minna. „Við höfum aldrei fylgt harðri launastefnu og ég held að það skipti ekki sköpum í starfsánægju fólks. Það má þó velta upp þeirri spurningu, af hverju heilsugæslu- stöðvar eru teknar þarna út fyrir sviga. Sérfræðistofur geta áfram tekið allan þann hagnað sem þær vilja. Er það ekki bara tvöfalt sið- gæði?“ | þká Haraldur Dungal, framkvæmda- stjóri Heilsu- gæslunnar við Lágmúla. Heilbrigðismál Ráðherra segir heilsugæslustöðvar ekki mega greiða arð Oddný skákar körlunum Góð sumargjöf segir þingmað- urinn „Ég er glöð að fá þennan stuðning og það er ánægjulegt að fá þessa frétt á sumardaginn fyrsta,“ segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem nýtur mests fylgis til að verða formaður Samfylkingarinnar, samkvæmt nýrri könnun Gallup sem gerð var fyrir stuðningsmenn Helga Hjörvar. Könnunin var gerð meðal almenn- ings en ekki einungis flokksmanna í Samfylkingunni. Oddný segir þetta engu að síður hvatningu til að halda ótrauð áfram í baráttunni. Oddný mælist með 32,4 prósenta fylgi en þar á eftir kemur Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar- innar, með 29,9 prósent. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar- innar, með 20 prósenta fylgi, Magn- ús Orri Schram með 12,3 prósenta fylgi og Guðmundur Ari Sigurjóns- son með 5,5 prósent. Þeir sem eru í Samfylkingunni á hádegi 7. maí mega kjósa í rafrænni kosningu um formannsembættið. Hún hefst 27. maí og henni lýkur þann 3. júní. Landsfundur Samfylkingarinnar verður 4. júní. | þká Oddný Harðardóttir nýtur mests fylgis til að verða for- maður Samfylkingarinnar. Myndir | Hari 4 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 22.APRÍL–24. APRÍL 2016 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is UP! MEÐ ÖRYGGIÐ VW Up! frá aðeins: 1.790.000 kr.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.