Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 22.04.2016, Síða 16

Fréttatíminn - 22.04.2016, Síða 16
Í Fréttatímanum í dag er fjallað um mansal og illan aðbúnað erlendra verkamanna sem fluttir hafa verið til landsins. Þetta eru ömurleg tíðindi; að með­ al okkar sé fólk haldið í þrælavist, selt til vinnu án þess að fá fyrir það eðlileg laun og svipt flestum réttindum. Sjálfsagt reyna þeir sem stunda þrælahaldið að rétt­ læta það með einhverjum hætti en skömm þeirra er því meiri. Samkvæmt áætlunum hafa tugir og hundruð erlendra verkamanna verið fluttir til landsins í þeim til­ gangi að hlunnfara þá um laun, halda þeim einangruðum svo þeir kynnist ekki rétti sínum og taka þá litlu peninga sem þeir afla upp í leigu fyrir húsnæði sem er óíbúðarhæft. Það hafa ekki verið fleiri þrælar á Íslandi síðan á landnámsöld. Íslendingar eru ein fárra þjóða sem ekki getur bent á hvenær þrælahald var bannað eða lagt niður. Við eigum okkur ekki sögu um baráttu gegn þrælahaldi – ekki fyrr en á síðustu misserum. Þrælahald á Íslandi var ekki lagt niður heldur rann það inn í ánauðarlíf vinnuhjúa. Vinnufólk var svipt frjálsri búsetu og þurfti að gefa sig fram til vinnumennsku á stórbýlum þar sem það vann fyrir naumt skömmtuðum mat og húsnæði sem var hálft fleti á bað­ stofulofti. Vinnuhjúum var óheim­ ilt að eigast og bannað að eignast börn. Það var dæmt til ófrjósemi og ófrelsis og var í raun réttminna en þrælarnir höfðu verið. Bændur báru meiri ábyrgð á þrælum en vinnuhjúunum sem þeir gátu hrakið frá sér. Ef vinnuhjúin áttu ættir að rekja í aðra sveit gátu bændurnir flutt þau yfir sýslumörk þegar fólkið var orðið gamalt og slitið. Líf vinnufólks var svo óbærilegt að það flúði upp á heiðar og freist­ aði þess að draga fram lífið á kot­ býlum. Það gat gengið í ár eða tvö, en á endanum kom kalt vor sem felldi bústofninn og mannfólkið þar á eftir. Eftirlifendur hröktust aftur í vinnumennsku. En þrátt fyrir vonleysi kotbúskaparins kaus vinnufólk hann frekar að ánauðina á stórbýlunum Mannfjandsamleg framkoma ís­ lenskra bænda og atvinnurekenda gagnvart starfsfólki sínu náði langt fram á síðustu öld. Þótt íslensk alþýða hafi þá náð miklum árangri með samtakamætti sínum komu réttindin hægar og voru oft veikari en í nágrannalöndunum. Vinnu­ konur voru haldnar án launa á heimilum heldra fólks í Reykjavík langt fram yfir seinna stríð. Börn voru látin vinna í sveitum gegn sáralítilli þóknun fyrir sumarlanga vinnu, kannski kartöflupoka og einum sauð. Það er þannig stutt síðan síðustu þræðir þrælahalds á Íslandi leyst­ ust upp, svo stutt að flest fólk á miðjum aldri hefur af því persónu­ lega reynslu; var sjálft misnotað til vinnu sem börn eða þekkti til eldri kvenna sem þjónuðu heimilum alla ævi án þess að fá fyrir það nokkur laun. Þegar stór fyrirtæki hófu um síð­ ustu aldamót skipulagðan innflutn­ ing á vinnuafli til að halda niðri launum fyrir verkamannavinnu og iðnaðarstörf er grunnt á sömu for­ dómunum og höfðu réttlætt þræla­ hald fyrri tíma. Það sem íslenskur verkalýður lét ekki lengur bjóða sér þótti fullgott handa erlendu verkafólki. Flutningur erlends fólks til Ís­ lands er að stofninum til inn­ flutningur stórfyrirtækja á ódýru vinnuafli. Ísland sker sig úr ná­ grannalöndum að þessu leyti. Þar þekkist vissulega innflutningur ódýrs vinnuafls, og hann er víða umtalsverður, en hvergi hlutfalls­ lega jafn mikill og á Íslandi. Það getur verið þrautinni þyngra fyrir erlent fólk að koma til landsins á eigin vegum. En það er minnsta mál fyrir fyrirtæki að flytja inn er­ lent fólk til vinnumennsku tugum og hundruðum saman. Stjórnvöld hafa lítið gert til að vernda þetta fólk fyrir misnotkun. Megináhersla stjórnvalda hefur verið að auðvelda stórfyrirtækj­ unum innflutninginn. Kveikjan að þeim málum, sem nú eru til rann­ sóknar, kemur ekki frá opinberum aðilum heldur verkalýðshreyfing­ unni. Veik áhersla á réttindi einstak­ linganna gagnvart hagsmunum fyrirtækjanna kallar á að brotið sé gegn mörgu fólki. Það á auðvit­ að ekki við um öll fyrirtæki sem hafa flutt inn starfsfólk. En þegar straumurinn er mikill er augljóst að margir nýta sér bjargarleysi fólks. Þau mál sem komu upp fyrir skömmu eru af þessum sökum afleiðing af því slælega eftirliti sem stjórnvöld hafa haft uppi á um­ liðnum árum ekki síður en illu inn­ ræti þeirra sem brutu gegn fólkinu. Innflutningur vinnuafls í stórum stíl skapar verulega hættu á mann­ réttindabrotum og mansali og kall­ ar á sérstaka vakt stjórnvalda. Að því leyti hafa stjórnvöld brugðist. Gunnar Smári Mansal í næsta húsi Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir 16 | fréttatíminn | Helgin 22.APRÍl–24. APRÍl 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.