Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 22.04.2016, Qupperneq 20

Fréttatíminn - 22.04.2016, Qupperneq 20
Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Þ essar niðurstöður eru í takt við þær breyting- ar sem sérfræðingar sem starfa með börn- um og unglingum hafa fundið fyrir síðastliðin ár, kvíði og þá sérstaklega ung- lingsstúlkna er að aukast. Sam- félagsmiðlar, prófkvíði, inntaka í menntaskóla, fjárhagur foreldra og frelsisskerðing barna eru þeir þættir sem sérfræðingar nefna sem mögulega uppsprettu kvíðans. Þórólfur Þórlindsson, prófessor emeritus í félagsfræði við HÍ, segir aukinn kvíða ungra stúlkna vera stórmál sem við verðum að veita athygli. „Þegar við fáum svona sterkar vísbendingar um miklar breytingar á jafn stuttum tíma þá verður maður að draga þá ályktun að það sé eitthvað í umhverfinu sem hafi breyst.“ „Við höfum verið að heyra af miklum kvíða af vettvangi og ákváðum því að skoða hvort þetta væri mælanlegt. Ég byrjaði á því að skoða meðaltalið í dag og miða það við árið 1997 en það passaði ekki við þessa sterku upplifun af vett- vangi. Þess vegna fór ég að skoða stelpurnar sérstaklega og þá komu þessar sláandi tölur í ljós, segir Ingibjörg Eva Þórisdóttir, doktors- nemi í sálfræði við HR. Ingibjörg starfar fyrir Rannsókn- ir og greiningu þar sem hún hefur verið að skoða niðurstöður kann- ana á þunglyndi og kvíða hjá börn- um og unglingum frá árinu 1996 til 2016. Við nánari athugun á gögn- unum má sjá að kvíði unglings- stúlkna hefur farið stigvaxandi frá árinu 2000 og vaxið verulega hratt frá árinu 2009. Sá hópur sem hefur það verst eru stelpur á aldr- inum 13-15 ára. „Það er greinilega „trend“ í kvíða hjá stúlkum,“ segir Ingibjörg. „Tölurnar eru ekki svona hjá strákunum, þeir eru að mælast undir 4% en síðastliðin fjögur ár hefur kvíðinn hjá stúlkum hækkað úr tæpum 8% í tæp 17%. Við vorum að klára að greina gögnin frá 2016 en fram að því héldum við og von- uðum að þetta væri árgangaris. En það varð ekki, hækkunin heldur áfram.“ Tengsl samfélagsmiðla og kvíða Ingibjörg segir erfitt að greina hvað valdi en að gögnin sýni tengsl hjá stúlkum milli notkunar sam- félagsmiðla og kvíða. „Stelpur sem upplifa kvíða eru mikið á sam- félagsmiðlum, því meiri tími á samfélagsmiðlum því meiri kvíði og þunglyndi og þetta er í takt við erlendar rannsóknir. Það er greini- lega eitthvað í gangi þó við vitum ekki enn almennilega hvað er að gerast. Niðurstöðurnar minna okk- ur á að vera alltaf á verðinum þeg- ar kemur að líðan barnanna okkar. Þetta eru svakalegar tölur og eins og stendur erum við að hamast í gögnunum til að reyna að skilja hvað þetta getur mögulega verið.“ Fjórða hver í Breiðholti Undanfarin ár hafa þjónustumið- stöðvar hverfa í Reykjavík skimað eftir einkennum kvíða og þung- lyndis hjá nemendum níunda bekkjar í samstarfi við gagnfræða- skólana. Þjónustumiðstöð Breið- holts hefur skimað eftir kvíða hjá unglingum í 9. bekk frá árinu 2009 og Þjónustumiðstöð Vesturbæjar frá árinu 2012. Í Vesturbæ voru 20% stúlkna og 3% drengja haldin kvíða árið 2015. Í Breið- holti voru 7,1% stúlkna og 4,1% drengja haldin kvíða árið 2009 en sú tala var komin upp í 26% fyrir stúlkur árið 2015 og 10,4% fyrir stráka. Áhrif kreppunnar? Hákon Sigursteinsson, sálfræðingur og deild- arstjóri Þjónustumið- stöðvar Breiðholts, segir erfitt að meta ná- kvæmlega það sé sem valdi þvílíkri aukn- Fjórða hver stúlka í Breiðholti upplifir kvíða Kvíði unglingsstúlkna á landinu öllu hefur farið stigvaxandi síð- astliðin ár. Árið 2000 fundu um 5% stúlkna í 9. bekk oft eða allt- af fyrir alvarlegum kvíðaeinkenn- um en dag er sú tala komin upp í 17%. Í Breiðholti hefur meðaltal stúlkna í 9. bekk, sem upplifa kvíða, hækkað um tæp 20% frá árinu 2009. Ríflega 7% stúlkna höfðu einkenni kvíða árið 2009 en árið 2015 var sú tala komin upp í tæp 27%. Í Vesturbæ Reykjavíkur eru tæp 20% stúlkna í 9. bekk haldnar kvíða. Breiðholt 30 25 20 15 10 5 0 4,1% 10,4% 7,1% 26,8% 5,8% 18,2% 2009 2015 Stúlkur Piltar Allir Landið allt 20 15 10 5 0 2000 2016 1,68% 3,54% 5,12% 16,79% Stúlkur Piltar Ingibjörg Eva Þórisdóttir, lýð- heilsufræðingur og doktorsnemi í sálfræði, starfar hjá Rannsóknum og greiningu. Hún tók nýlega saman þróun yfir tíma á gögnum yfir kvíða og þung- lyndi. 20 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 22.APRÍL–24. APRÍL 2016 Havarti er einn þekktasti ostur Dana en hér á landi hófst framleiðsla á honum árið 1987. Ostinum var upphaflega gefið nafnið Jöklaostur en því var breytt. Havarti varð til um miðja 19. öld hjá hinni frægu dönsku ostagerðarkonu, Hanne Nielsen. Havarti er mildur, ljúfur og eilítið smjörkenndur ostur sem verður skarpari með aldrinum og er með vott af heslihnetubragði. Frábær ostur með fordrykknum eða á desertbakka með mjúkum döðlum og eplum. HAVARTI FJÖLHÆFUR www.odalsostar.is UNGAR STÚLKUR HELTEKNAR AF KVÍÐA Frá árinu 2000 hefur kvíði unglingsstúlkna farið stigvaxandi. Aðeins á síðastliðnum fjórum árum hefur meðaltalið yfir landið vaxið um 10%. Í dag finna um 17% stúlkna og 4% drengja í 9. og 10. bekk oft eða alltaf fyrir alvarlegum kvíðaeinkennum. Í Vesturbæ Reykjavíkur eru 20% stúlkna haldnar kvíða en í Breiðholti um 27% stúlkna, sem er 20% hækkun frá árinu 2009. EINKENNI KVÍÐA Kvíði er eðlilegt viðbragð líkamans við álagi og erfiðum aðstæðum í lífinu. 1 Vanalega fer fyrst að bera á kvíða barna á fyrsta ári við aðskilnað frá forsjáraðilum. 2 Á milli tveggja og sex ára ald- urs fer kvíðinn að beinast að öðrum hlutum, eins og myrkri, dýrum, ímynduðum hlutum, meiðslum og dauðanum. 3 Þegar barn eldist fer kvíðinn að beinast að eigin frammi- stöðu, getu og á áliti annarra. 4 Líkamleg viðbrögð við stöð- ugum kvíða eru höfuðverkur, magaverkur, svimi og aukinn hjartsláttur. 5 Hegðunarbreytingar koma oft fram í minnkuðum áhuga á athöfnum sem áður vöktu ánægju. 6 Kvíði getur orðið of mikill og þegar kvíðaeinkenni hjá börnum eru farinn að vera til staðar í tíma og ótíma, án þess að ástæða sé til, er líklegt að um kvíðaröskun sé að ræða. Þá gerir heilinn ekki greinarmun á því hvort um raunverulega hættu eða ímyndun sé að ræða. 7 Talað er um að börn með kvíðaraskanir hafi oft lélega sjálfsmynd. 8 Það er ekki óalgengt að börn sem eru greind með kvíða greinist einnig með þunglyndi. ÞVÍ MEIRI TÍMI Á SAMFÉLAGS- MIÐLUM ÞVÍ MEIRI KVÍÐI OG ÞUNGLYNDI Ingibjörg Eva Þórisdóttir, doktorsnemi í sálfræði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.