Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 22.04.2016, Side 24

Fréttatíminn - 22.04.2016, Side 24
24 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 22.APRÍL–24. APRÍL 2016 VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS Hafðu það GOTT Í FRÍINU Njóttu þess að ferðast frjáls um fallega landið okkar. Eltu sólina og góða veðrið og upplifðu stemninguna meðal góðra vina. Komdu til okkar um helgina og dettu í sumargírinn. Við kynnum 2016 árgerðina af hjólhýsum frá Hobby, Fendt og Adria Opið laugardag og sunnudag frá klukkan 12 til 16. Í Vesturbæ Reykjavíkur greindust 20% stúlkna í 9. bekk með kvíðaeinkenni árið 2015. Sassa Eyþórsdóttir hefur starfað sem iðjuþjálfi í Hagaskóla í sex ár og segist finna fyrir miklum mun á krökkunum á þeim tíma. „Ég finn gríðarlega mikla breytingu. Krakkar hafa auðvitað alltaf verið að takast á við kvíða en núna er þetta orðið miklu stærra og meira og mun breiðari hópur en áður,“ segir Sassa Eyþórsdóttir sem hefur starfað sem iðjuþjálfi í Hagaskóla í sex ár en áður starfaði hún á BUGL. Sassa segir vinnuna í upphafi hafa snúist um að aðstoða krakka með ofvirkni og athyglis- brest en í dag sé staðan önnur. Mestur tími fari í að aðstoða börn sem þjást vegna kvíða. „Þetta eru allskonar börn, úr allskonar aðstæðum og frá allskonar heimilum sem eru kvíðin. Það hefur alltaf verið ákveðinn hópur krakka sem fær prófkvíða og áhyggjur af því að komast ekki í framhaldsskóla en pressan núna vegna ein- kunna er orðin svakaleg og hún, ásamt nýja einkunnakerfinu, er mjög streituvaldandi fyrir krakkana. Það er meira um þetta hjá stelpum en þetta er samt líka hjá strákum. En það sem er nýtt er hversu ofboðslega stór hópur krakka upplifir óútskýrðan kvíða.“ Krakkar þurfa að hangsa „Þetta eru krakkar sem líður illa, vakna á næt- urnar því þau geta ekki sofið en vita ekki af hverju. En svo þegar maður fer að tala við þau þá eru þau oftast hrædd um að standa sig ekki. Ég held persónulega að það séu allt of margar vinnustundir í deginum hjá börnum í dag. Þau hafa varla tíma til að hitta vini sína því þau eru svo upptekin við að læra heima og stunda tómstundir eftir skóla. Margir eru að æfa fimm sinnum í viku, auk þess að taka þátt í félags- starfi, þannig að vinnudagurinn þeirra er oft lengri en foreldranna. Það er áhyggjuefni því krakkar á þessum aldri þurfa frjálsan tíma til að þróa félagsþroska. Félagsmótun okkar fer fram í óskipulögðu starfi þar sem við erum til á okkar forsendum. Krakkarnir tala mikið um það hvað þau hafa litinn tíma til að hafa það gaman, þar sem fullorðið fólk er ekki alltaf gapandi yfir þeim. Án þess að mæla með ýmsu sem gerðist hér áður fyrr þá er hverfandi að börn og unglingar bara hangi saman og geri ekkert, sem er svo mikilvægt.“ Þora ekki í leikfimi Sassa segir krakkana vera mjög upptekna af samfélagsmiðlum. „Þau eru upptekin af þeirri mynd sem þau gefa af sér. Hvort þau fái nógu mikið af lækum, „sæta, sæta“ og „alltaf falleg- ust“ við myndina sína. Og það er oft heilmikið mál ef það stenst ekki væntingar. Það sem er líka truflandi við samfélagsmiðlana er að þau eru alltaf með líf allra hinna beint fyrir framan sig. Bara það að sjá vin- konur vera að hafa það gaman eft- ir skóla og þú ert ekki með lætur þér finnast að það sé ALLTAF svo gaman hjá öllum nema þér, og sæti strákurinn var þarna líka en ekki þú. Þetta er ekki eins og áður þegar þú fréttir hlut- ina daginn eftir, nú eru þau stöðugt með líf krakkanna hinna í beinni útsendingu. Það sem ég heyri svo oft hjá þessum krökkum er „það eru allir alltaf að gera eitthvað skemmtilegt nema ég.“ Litlir hlutir eru líka að valda mjög mikilli angist. Það er til dæmis mikið af stelpum sem vilja ekki fara í leikfimi vegna hræðslu við að standast ekki væntingar. Það er algjörlega hverfandi að unglingar fari í sturtu eftir leik- fimi í dag.“ Fljótari að vinna úr málunum Í Hagaskóla eru starfandi, auk Sössu, leiklist- arþerapisti og tveir námsráðgjafar. „Krakk- arnir hafa marga að leita til hér í skólanum og við reynum eftir bestu getu að leiðrétta þessar hugsanavillur og kenna þeim slökun og að passa upp á svefninn og hreyfinguna. Og bara vera til staðar og hlusta. Það leita líka margir til hjúkrunarfræðingsins vegna óútskýrðra höfuð- verkja eða magaverkja sem reynist svo vera afleiðing kvíða. Þegar vandinn er orðin stór vísum við áfram á þjónustumiðstöðina þar sem við tekur frekari aðstoð og greiningar.“ Varðandi þennan mikla mun á milli kynjanna segist Sassa ekki átta sig á því hvað valdi. „Ég finn þó að það koma fleiri stelpur til okkar og þær eiga auðveldara með að tala. Strákarnir virðast ekki taka hluti í samskiptum eins nærri sér og stelpur. Þeir eru oftast orðnir vinir daginn eftir á meðan stelpurnar eru lengur að vinna úr málunum.“ | hh Sassa Eyþórsdóttir hefur um árabil unnið með börnum og unglingum. Hún hefur aldrei fyrr upplifað jafn mikinn kvíða. Þora ekki í leikfimi ÞAÐ SEM ÉG HEYRI SVO OFT HJÁ ÞESSUM KRÖKKUM ER: „ÞAÐ ERU ALLIR ALLTAF AÐ GERA EITTHVAÐ SKEMMTILEGT NEMA ÉG.“ Sassa Eyþórsdóttir, iðjuþjálfi í Hagaskóla.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.