Fréttatíminn - 22.04.2016, Qupperneq 42
Heilsutíminn
42 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 22.APRÍL–24. APRÍL 2016
Lífræn Jurtablanda
• Bætir meltinguna
• Brýtur niður fitu í fæðunni
• Hjálpar gegn brjóstsviða
• Dregur úr uppþembu
• Vatnslosandi
• Virkar fljótt
Nánari upplýsingar á www.heilsa.is
Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum
sem léttir
meltinguna
Fæst í apótekum og heilsubúðum
Góð melting styrkir ónæmiskerfið
Stjórnaðu bakteríu-
flórunni með OptiBac
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Tilboðsverð kr. 159.615,-
Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál
og svunta
Fullt verð kr. 199.518,-
Vitamix Pro 750 á sér
engann jafningja.
Nýtt útlit og nýir
valmöguleikar.
5 prógrömm og
hraðastillir sjá til þess
að blandan verður
ávallt fullkomin og
fersk!
Galdurinn við
ferskt hráefni
Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is
Hreinsun nauðsynleg
fyrir líkamann
Rakel Sigurðardóttir rekur Rakel Healthy Living í Lúxemborg.
Rakel Sigurðardóttir mælir
með detoxi en að ætla að
drekka einungis vatn eða
gulrótarsafa getur þó ein-
faldlega verið hættulegt
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
gudrunveiga@frettatiminn.is
Rakel Sigurðardóttir mælir með
því að taka heilsuna föstum tökum
inn á milli og segir hreinsun vera
nauðsynlega fyrir líkamann.
„Ef mataræði samanstendur af
mikið unnum mat, gosdrykkja-
þambi, áfengisdrykkju, sætuefna-
áti og mikilli neyslu á tormeltan-
legum próteinum eins og til dæmis
laktósa og glúteni, ásamt almennt
trefjasnauðu matarræði þá getur
það haft mjög slæm áhrif á heilsu
og líðan einstaklings,“ segir Rak-
el Sigurðardóttir sem lauk námi í
næringarfræði frá Metropolitan
University College í Kaupmanna-
höfn og rekur Rakel Healthy Li-
ving í Luxemborg þar sem hún
sinnir næringarráðgjöf, kennslu,
fyrirlestrum og heilsueflingu innan
fyrirtækja.
Að sögn Rakelar er hreinsun,
eða detox, líkamanum bæði nauð-
synleg og eðlislæg. „Líkaminn
býr auðvitað yfir þeirra færni að
hreinsa sig sjálfur. Hins vegar með
mjög slæmu matarræði má mögu-
lega deila um það hvort líkam-
inn nái að sinna sínu hlutverki og
hreinsa sig upp á eigin spýtur.“
Lélegt matarræði veldur meðal
annars álagi á lifur, nýru og melt-
ingarkerfi. „Slíkt matarræði skilar
sér í slæmri þarmaflóru, lélegri
meltingu, veldur svefntruflunum,
aukinni streitu og almennum pirr-
ingi. Þá getur skipt máli að þú takir
skref til baka og lítir yfir heilbrigð-
isvenjur þínar í heild sinni.“
Rakel mælir þó með því að fara
varlega í allar breytingar. „Að
ætla sér að vaða í detox í þrjá daga
með því að drekka einungis vatn
eða gulrótarsafa getur einfaldlega
verið hættulegt. Almennt gildir
að sinna heilsu sinni vel að jafn-
aði. Stunda ánægjulega hreyfingu,
borða holla og trefjaríka fæðu
ásamt því að gæta vel að andlegri
heilsu og vellíðan.“
Til þess að styðja líkamann í
að hreinsa og sig og hvíla skiptir
miklu máli að gefa meltingarkerf-
inu hvíld. „Gott er að leyfa 3-4
klukkustundum að líða á milli mál-
tíða og vera ekki stöðugt að narta
þess á milli. Eins skiptir máli að
gefa meltingarkerfinu hvíld frá síð-
ustu máltíð dagsins til fyrstu mál-
tíðar daginn eftir, helst 12 klukku-
stundir.“
Að taka heilsuna föstum tökum
inn á milli getur gefið manni mikla
orku og vellíðan. „Að hreinsa bæði
líkama og sál myndi ég segja að
væri nauðsynlegt inn á milli. Að
leyfa sér að borða hreina og óunna
fæðu, útiloka áfengi og gosdrykki,
ná góðum nætursvefni, fara í gufu,
góða göngutúra og jóga. Takmarka
streituvalda, slökkva á tölvunni og
símanum, vera úti í náttúrunni og
ná að tengja sig líkama og sál. Ég
hugsa að það sé eitt af því besta
sem maður getur gert fyrir sjálfan
sig,“ segir Rakel.
Norræna húsinu
Sturlugötu 5, 101 Reykjavík
Skipuleggjandi: GRAL-NORDEN
www.gralsbodskapur.org
Miðvikudaginn
27. apríl 2016
kl. 20:00
Aðgangseyrir 500,-- kr.
vasey-leuze@gral-norden.net
Sími: 842 2552
Að uppgötva okkur sjálf -
Samkvæmt Gralsboðskapnum
Fyrirlestur á ensku: Christopher Vasey
frá heila til anda