Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 22.04.2016, Page 55

Fréttatíminn - 22.04.2016, Page 55
Ég | var að klára að aðra seríu af Fargo, frábærir þættir og ótrúlegt blóðbað. Reglulega kíki ég á klass- ísku þættina Star Trek: The Next Generation og er á fimmtu seríu núna. Ég er að horfa aftur á Batman þættina frá 1966 með Adam West í aðalhlutverki. Það eru þarna „na na na na na na...“ Batman þættirnir sem voru á undan sinni samtíð hvað varðar húmor. Það voru annarsvegar börn að fylgjast með þáttunum og hinsvegar grasreykjandi „beat- nikkar“ sem að áttuðu sig á undir- liggjandi kaldhæðni þáttarins. Einnig er ég á fyrstu seríu af Supernatural, þeir byrja ágætlega en mér skilst að fjörið hefjist í annarri seríu. Nýlega sá ég tveggja parta sjónvarpsmyndina Hitler the Rise of Evil þar sem Robert Carlyle leikur Adolf Hitler. Hún fjallar um fyrstu ár Hitlers í pólitík og hvernig hann komst til valda. Mér var hugsað til þáttanna meðan ég fylgdist með Trump í Bandaríkjunum. Fljótlega ætla ég að sjá myndirnar Bone Tomahawk sem er einskonar hryll- ingsvestri og Lobster sem ég hlakka mikið til að sjá.“ Sófakartaflan Hugleikur Dagsson Na na na na na Batman þættirnir Mynd | Hari Úr hokkíspilara í tannálf RÚV Tooth Fairy, laugardagur klukkan 21.10. Stundum þarf maður að gjalda fyrir illvirki sín. Þegar De- rek, atvinnumaður í hokkíi, stelur peningum af 6 ára dóttur kærustu sinnar fær hann óvanalega refsingu. í heila viku þarf að hann að taka að sér hlutverk tannálfs. Það reynist Derek erfitt hlutskipti og þó svo hann reyni sitt besta virðist hann valda meiri vandræðum en hamingju. Skemmtileg gamanmynd fyrir alla fjölskylduna. SKAM: Það besta sem NRK hefur skapað NRK.NO Þrátt fyrir einstaklega lágan framleiðslukostnað hefur þáttaröðin SKAM orðið eitt vinsælasta sjónvarpsefni sem fram- leitt hefur verið í Noregi. Í þeim er lífi fyrsta árs nema í mennta- skóla lýst á einstaklega næman og raunsæjan hátt. Sagan vekur upp allan tilfinningaskalann. Hrifning, skömm, niðurlæging, ást, kynlíf og félagslegir sigrar. Tónlistin er geggjuð. Leikurinn er magnaður. Handritið frábært. Allir þættirnir eru með norskum texta og aðgengilegir á slóðinni https://tv.nrk.no/serie/skam Hundur leysir morð SkjárEinn Turner & Hooch, laugar- daginn klukkan 21. Gamanmynd frá árinu 1989 með Tom Hanks í aðal- hlutverki. Kvikmyndin fjallar um rannsóknarlögreglumanninn Scott Turner sem er farið að leiðast í starfi sínu. Þegar hundurinn Hooch er eina vitnið á morði eiganda síns tekur Turner hann að sér og saman leita þeir uppi morðingjann. Hugarheimur barna RÚV Leyndarlíf ungbarna, sunnu- daginn klukkan 12.45. Heimildar- mynd um þroska barna. Hvað sjá börn og heyra? Hvernig kanna börn heiminn? Af hverju taka börn frekjuköst? Í þættinum kemur fram nýtt sjónarhorn á þroskaferli barna frá fæðingu þangað til þau fara ganga. Innsýn inn í hugarheim ung- barna og litla kollinn þeirra sem við þráum að skilja. HLEDSLA.IS NÝJUNG! KOLVETNASKERT OG LAKTÓSAFRÍ HLEðSLA MEð SÚKKULAðIBRAGðI. FÆST NÚ Í 330 ML FERNUM. FRÁBÆR Á MILLI MÁLA OG EFTIR ÆFINGAR. ÍSLE N SK A/SIA.IS M SA 79077 03/15 |55FRÉTTATÍMINN | HELGIN 22.APRÍL–24. APRÍL 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.