Fréttatíminn - 22.04.2016, Síða 62
Meira á
frettatiminn.is
Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir
svanhildur@frettatiminn.is
Í litlu stúdíói í Gautaborg hefur listakonan Kristín Dóra Ólafsdóttir iðkað list sína frá áramótum. Þar stundar hún skiptinám við myndlist og hefur blómstr-
að sem listamaður frá deginum
sem hún lærði að elska sjálfa sig.
„Hér er allt aðeins betra en á
Íslandi, aðeins betra veður, að-
eins betri samgöngur og aðeins
ódýrara kaffi. Þó svo ég hlakki
líka til að koma heim.“
Í tvö ár hefur Kristín Dóra ver-
ið í sjálfsástarátaki líkt og hún
kallar það. Áður leið henni illa í
eigin skinni og dró sjálfa sig niður
með neikvæðum hugsunum. Hún
sagðist ekki hafa elskað sjálfa sig
og var sannfærð um að engum
þætti hún aðlaðandi. „Ég varð
að breyta því hvernig ég hugsaði
um mig. Læra að elska mig og
líða vel með sjálfri mér. Ég byrj-
aði smátt og setti mér það mark-
mið að lesa fleiri bækur. Ég gaf
sjálfri mér þann tíma að fara ein á
kaffihús að lesa, þá fann ég hvað
lestur gefur mér mikið. Út frá því
fór ég að skrifa meira, síðan mála
meira og skapa meira. Þetta helst
allt í hendur, það að njóta þess að
vera ein að drekka gott kaffi var
stórt skref.“
„Með auknu sjálfstrausti ger-
ast góðir hlutir og ég er enn á
því ferðalagi,“ segir Kristín sem
í framhaldinu fór að einblína á
það sem gerði hana hamingju-
sama. „Ég stundaði jóga og hug-
leiðslu og drakk mikið af góðu
kaffi. Þessu ferli fylgdi aukið
sjálfstraust og trú á það sem ég
er að gera. Að kannski sé eitthvað
af því sniðugt, einhvers virði eða
allavega áhugavert. Ég losnaði
við hömlur og þarf ekki vera best
í heimi, maður þarf ekki að vera
fullkominn.“
Sem listamaður er Kristín
Dóra ekki að skilgreina sig. Hún
blandar saman listformum sem
byggja á orðum. „Kennarinn
minn sagði að ég væri með flott-
ljótan stíl, pínulítið barnalegan
en með húmor. Húmor skiptir
mig máli og barnalegt þarf ekki
að vera slæmt. Útgangspunktur-
inn minn er alltaf orð sem ég
þróa síðan í eitthvert listform,
hvort sem það er málverk, leir
eða ljóð í gluggann.“ Áður hef-
ur Kristín Dóra byggt verkefni
á staðalímyndum þegar hún
sat fyrir í módel fitness bikiníi
undir heitinu „All I Want For
Christmas Is a Healthy Body,“
sem var ádeila á lag Egils Einars-
sonar, eða Gillz. Einnig gaf hún
út ljósmyndabókina Prinsess-
an í Mjódd sem skartar ungum
konum í verslunarmiðstöðinni
Mjódd. „Á mínum yngri árum
var ég ekki að flagga því að ég
væri úr Breiðholtinu. Ég fagna
því hinsvegar í dag og hef sett
fókus minn þangað, ég er Prins-
essan í Mjódd.“
62 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 22.APRÍL–24. APRÍL 2016
HAFÐU ÞÁ SAMBAND VIÐ DREIFING@FRETTATIMINN.IS
FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í DAG?
Þorsteinn Stefánsson, eða Steini eins og hann
er kallaður, er trillukarl á smábátnum Úndínu.
Steini segist fara út þegar vel viðrar og þegar
hann nennir, til að fiska í soðið fyrir sig og sína. Hann er
oft kominn út fyrir allar aldir og drekkur kaffi á brúsa,
ýmist um borð í Úndínu eða á kaffistofu trillukarla í
gömlu verbúðunum við Reykjavíkurhöfn.
„Ég fylgist með flóðatöflu og reyni að vera kominn út
á fallaskiptum eða í affalli, þá bítur fiskurinn frekar á,“
segir Steini. Hann segir fátt betra en að komast út á sjó
og finna kyrrðina sem felst í því að velkjast um á hafi
úti.
Morgunstundin
Kaffi á hafi úti
Mynd | Rut
„Júlíus sonur minn tekur svo við
verkstæðinu eftir 15 ár,“ segir Björg-
vin Tómasson orgelsmiður, sá eini
á landinu. Sonurinn fussar og sak-
ar föður sinn um að lengja tímann
í hvert skipti sem þetta efni ber á
góma.
Starfsemi Björgvins á Íslandi
spannar heil 30 ár, lengst af á Blika-
stöðum í Mosfellsbæ, en frá árinu
2005 hefur verkstæðið verið í gamla
frystihúsinu á Stokkseyri, alveg við
fjöruborðið. Í samstarfi Björgvins
við smiðinn Jóhann Hall Jónsson
hanna þeir og smíða pípuorgel í
kirkjur landsins ásamt því að við-
halda þeim sem fyrir eru. Verkin,
eða Ópusarnir, eru komin á fjórða
tug og dreifð víða um land.
Júlíus, sonur Björgvins, vinnur
þétt við hlið föður síns og býr sig
undir að taka við keflinu seinna
meir og halda þannig þessari sér-
stæðu þekkingu í landinu. Björg-
vin var áður tónlistarkennari og
spilar gjarnan á orgelin sem prýða
sýningarsal verkstæðisins og það
þarf ekki að suða lengi í honum til
að fá hann til að snúa í lírukassa og
syngja með þýskum slögurum sem
spilast af gatarúllum. | rs
Pípuorgelsmíði
á Stokkseyri
Björgvin Tómasson er eini orgelsmiðurinn á
landinu, sonurinn tekur síðar við keflinu
Júlíus, sonur Björgvins, vinnur þétt
við hlið föður síns á verkstæðinu.
Björgvin spilar gjarnan á lírukassa, milli þess sem hann smíðar orgel. Mynd | Rut
Sjálfsástarátak eini
kúrinn sem virkar
Prinsessan í Mjódd, Kristín Dóra Ólafsdóttir, ákvað að elska sig sjálfa.
Eftir mörg ár af niðurrifi reyndist það lykillinn að vellíðan, sjálfs-
trausti og trú á sér sem listamanni. Breyting á hugarfari er stundum
það eina sem þarf.
„Ég losnaði við hömlur og þarf ekki vera best í heimi, maður þarf ekki að vera fullkominn.“ Mynd | Moa Gustafsson