Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 14.05.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 14.05.2016, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016 Útfararstjóri er það kallað þegar menn eru fengnir til að fara fyrir skuldug-um félögum sem á að setja í þrot. Starfsemin heldur svo áfram en með nýja kennitölu og allir eru glaðir, nema skatturinn og aðrir sem fyrirtækið skuldar peninga. Frambjóðandi til for- manns Samfylkingarinnar lýsti þeirri framtíðarsýn að leggja niður flokkinn og stofna nýjan, þar sem hann nyti ekki lengur trausts. En hvað var maðurinn að segja? Er Samfylkingin gjaldþrota, af því hún nýtur ekki lengur trausts eða eru hugmyndir hennar dauðar? Ef kjósendur hafa yfirgefið Samfylk- ingu, eru þá rústir hennar rétti staðurinn til að stofna nýjan flokk? Er líklegt að kjósendurnir komi til baka þegar búið er að taka gröfina? Hvað með að stofna nýjan flokk til höfuðs Samfylkingunni? Það er búið, Björt framtíð er til, hún mælist með þrjú prósent. En að fara lengra til vinstri og stofna ann- an flokk, nei, þar eru vinstri græn, þau eru með 20 prósenta fylgi. Það virðist í fljótu bragði sem til- laga Magnúsar Orra gangi út á að stofna nýjan flokk á rústum Sam- fylkingarinnar. Hann á að vera svolítið vinstri og grænn, en heita eitthvað allt annað. Og hann á að halda á lofti nýrri stjórnarskrá eins og Píratar sem mælast með rúm 30 prósent. Og þar ætlar Samfylk- ingin undir nýju nafni og kennitölu að bjóða gömlu Vinstri grænum, Pírötum og Bjartri framtíð, að eiga heima undir handarjaðri Samfylk- ingarinnar sem heitir það ekki lengur, heldur eitthvað nýrra og hressara. Mér finnst þetta góð en djörf hug- mynd hjá manni sem mælist með 13 prósenta fylgi til formanns í 7 prósenta flokki. En ég er ekki endi- lega viss um að kjósendabankinn sé til í að fjármagna þetta ævin- týri að fullu. Ég held að það gerist ekkert nema flokkarnir sem nú eru stærstir taki frumkvæðið og bjóði hinum með sér. Samfylkingin á að vera á fullu í málefnavinnu og frambjóðendur ættu að takast á um áherslur sín- ar í stjórnmálum, reyna að heilla kjósendur og þjappa þeim saman um raunveruleg mál. Af nógu er að taka. Hún á ekki að vera að máta ný föt fyrir framan kjósendur og prófa nýjar hárkollur eins og hún sé að falbjóða sig korteri áður en hún fellur í kosningum. Hin op- inbera umræða á ekki að snúast um hvernig hún ætlar að selja sig, heldur hvað hún ætlar að selja. Stjórnmálamenn þurfa að tala til hjartans, hrífa fólk með sér, til að hrinda af stað raunveruleg- um breytingum. Þeir eiga ekki að koma fyrir eins og millistjórn- endur í snyrtivörufyrirtæki sem dreymir um að sameinast helsta keppinautnum og slá í gegn með nýjum hárlit. Það þarf engar nýjar kennitölur til að skuldbinda sig til samstarfs eftir kosningar og það ætti stjórn- arandstaðan vissulega að íhuga að gera. Hún ætti líka að gera drög að sáttmála slíks samstarfs svo kjós- endur viti að hverju þeir ganga. Slík vinna gæti orðið undanfari löngu tímabærrar uppstokkunar í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin er of ung til að vera svona útbrunnin. Ef þessi svokall- aði jafnaðarmannaflokkur ætlar að verða sjálfdauður úr leiðindum á sama tíma og það eru ragnarök í þjóðfélaginu vegna uppljóstrana um skattaskjól hinna ríku, óheyri- lega spillingu, rányrkju og mis- skiptingu auðs, er kannski bara ráð að leggja sig niður og gleymast. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir UM SAMFYLKINGAR ÓVISSA TÍMA Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. hari KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS ALICANTE f rá 12.999 kr.* BARCELONA f rá 12.999 kr.* NICE f rá 9.999 kr.* EDINBORG f rá 9.999 kr.* VERTU WOW Í SUMAR *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. maí - okt . jún í - sept . jú l í - okt . jú l í - okt . LYON f rá 9.999 kr.* jún í - sept .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.