Fréttatíminn - 14.05.2016, Page 28
Síðasta verk Sólveigar
Anspach, The Together
Project, verður frumsýnt í
Cannes í næstu viku. Sól-
veig lést stuttu eftir að hafa
séð fyrstu útgáfu myndar-
innar í ágúst í fyrra. Skúli
Malmquist framleiðandi
myndarinnar segir Cannes
vera góðan endi á skrítnu og
erfiðu ferðalagi.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
„Það var eftirvæntingin við að gera
þessa mynd sem hélt Sólveigu gang-
andi í gegnum hennar erfiðu veik-
indi,“ segir Skúli Malmquist fram-
leiðandi The Together Project,
kvikmyndar Sólveigar heitinnar
Anspach, sem hefur verið valin til
þátttöku í Director‘s Fortnight hluta
Cannes kvikmyndahátíðarinnar.
Þetta er í þriðja sinn sem kvik-
mynd eftir Sólveigu er valin til
þátttöku í Cannes og í þriðja sinn
sem leikin kvikmynd í fullir lengd
eftir íslenskan leikstjóra er valin
til þátttöku í Director‘s Fortnight
hluta Cannes hátíðarinnar. Tökur
á myndinni fóru fram á Íslandi og
í Frakklandi árin 2014 og 2015 en á
meðan á þeim stóð háði Sólveig bar-
áttu við illvígt krabbamein. Hún lést
í ágúst á síðasta ári, 54 ára gömul.
„Sama dag og Sólveig sá fyrsta
klippið af myndinni fór hún á spít-
ala og kom svo aldrei aftur heim,“
segir Skúli sem þakkar öllu hennar
nána samstarfsfólki hversu vel eftir-
vinnslan gekk.
„Auðvitað var erfitt að klára þetta
án hennar. Allir vissu hvert förinni
væri heitið en enginn vissi nákvæm-
lega hvernig ætti að komast þangað.
Það tók enginn einn við stjórninni
heldur var lýðræði í gangi og flestir
þekktu Sólveigu vel og þess vegna
gekk þetta vel. Þetta voru mörg lítil
skref og það er góð tilfinning að fara
með myndina á Cannes,“ segir Skúli
en myndin er ein af átján sem var
valin úr 1900 myndum til að keppa
í Director‘s Fortnight hluta Cann-
es. „Þetta er góður endir á skrítnu
og erfiðu ferðalagi. Síðasta mynd
Sólveigar í fullri lengd, Lulu femme
nue, var ein mest sótta myndin í
frönskum bíóhúsum af sjálfstæð-
um kvikmyndum það árið svo það
er mikil eftirvænting eftir þessari
nýju mynd. Síðast í fyrradag fékk
hún risadreifingarsamning í Frakk-
landi og mun opna í 150-200 bíóhús-
um í Frakklandi 29. júní.“
28 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016
Erfitt að klára
án Sólveigar
Ástfangnir erlendir
karlmenn spila borðtennis
Pingpongklúbburinn samanstendur af karl-
mönnum sem allir eiga það sameiginlegt að
hafa flutt til Íslands ástarinnar vegna og eiga
íslenskar konur eða konur sem komið hafa
hingað til að vinna. Annað sem sameinar þá
er áhugi á borðtennisíþróttinni.
Valur Gunnarsson
valurgunnars@frettatiminn.is
Svanhvít Tryggvadóttir hefur gert heimildarmynd
um Pingpongklúbbinn sem frumsýnd verður á Skjald-
borgarhátíðinni á Patreksfirði um helgina, en hún
er nú haldin í 10. sinn. Í hópnum eru sex karlmenn
hver frá sínu landi, Bandaríkjunum, Frakklandi,
Hondúras, Suður-Afríku, Bretlandi og Argentínu.
„Bretinn Ben Moody stofnaði þennan klúbb sem
sameinast vikulega í TBR og ræðir hvað það er að vera
erlendur karlmaður á Íslandi,“ segir Svanhvít sem
er í námi í hagnýtri menningarmiðlun. „Þeir upp-
lifa Ísland á mismunandi hátt, sem dæmi má nefna
að Bandaríkjamanninum Steve Meyer finnst hér gott
aðgengi að menntun og heilbrigðiskerfi miðað við
það sem hann er vanur, en að það sé viss einangrun
að búa á Íslandi. En borðtennisíþróttin er líka tek-
in alvarlega og á dagskránni er að búa til búninga.
Landslið Íslands er að æfa á sama tíma, en klúbbnum
finnst þeir enn ekki nógu góðir til að takast á við þá.
Fyrir mér er pingpong líka táknrænt fyrir að strák-
arnir tilheyra tveim löndum.“
Svanfríður tilheyrði sjálf álíka kvennaklúbbi í Kata-
lóníu, þangað sem hún flutti ásamt eiginmanni sínum
Georg Hólm bassaleikara í Sigurrós. Næsta heimildar-
mynd hennar fjallar einmitt um rótaralið Sigurrósar.
„Ætla að klára hana þegar Sigurrós fer að túra í
sumar. Þar er erfitt að komast inn í þetta samfélag en
ég hef einstakan aðgang,“ segir hún.
The Together Project fjallar um Samir,
sem er staðráðinn í því að bæta ráð sitt
gagnvart sundkennara sínum Agathe,
sem hann er yfir sig ástfanginn af. Hann
eltir hana alla leið til Íslands en það
kemur babb í bátinn þegar hann verð-
ur fyrir rafstraumi og missir minnið.
Sólveig Anspach leikstýrði og skrifaði
handritið ásamt Jean-Luc Gaget. Skúli
Malmquist framleiddi myndina fyrir
Zik Zak kvikmyndir ásamt Patrick So-
belman sem framleiddi fyrir Ex Nihilo.
Í stórum hlutverkum í myndinni eru
Didda Jónsdóttir, Florence Loiret Caille,
Samir Guesmi, Frosti Jón Runólfsson,
Ingvar E. Sigurðsson og Kristbjörg
Kjeld.
PingPong íþróttin þykir táknræn fyrir þá
sem eru staddir á milli tveggja heima.
Sama dag og Sólveig sá
fyrsta klippið af myndinni
fór hún á spítala og kom
aldrei aftur heim.
Skjaldborgarhátíðin haldin í 10. sinn
Síðasta mynd Sólveigar Anspach til Cannes
Smáratorgi, Kópavogi
Opið virka daga 11.00-18.00
Laugardaga 11.00-18.00
Sunnudaga 12.00-18.00
Vínlandsleið, Grafarholti
Opið virka daga 11.00-18.00
Laugardaga 11.00-16.00
Sunnudaga 13.00-17.00
Markaður Smáratorgi Outlet Grafarvogi
60%
50%
50%
40%
40%
LÁGMARKS-
AFLÁTTUR
AF ÖLLUM
VÖRUM NÚ
40%60%
Myndlistaskólinn í Reykjavík
Fjölbreytt og spennandi nám í myndlist
og hönnun á framhalds- og háskólastigi
Sjónlistadeild - listnámsbraut:
Tveggja ára nám til stúdentsprófs
Eins árs listnám ætlað fólki með stúdentspróf
Tveggja ára diplómanám fyrir fólk með
stúdentspróf af listnámsbraut:
Keramik – hönnunarnám með áherslu á fjölbreytta
efnisþekkingu og verklag
Teikning – áhersla á fjölbreytta teiknitækni,
myndskreytingar, myndræna frásögn og teiknimyndagerð
Textíll – hönnunarnám með ríka áherslu á
efnisþekkingu og verklag
Málaralist - ný námsbraut, fjölbreytt tækni og hugmyndavinna
Umsóknarfrestur er til 23. maí
www.myndlistaskolinn.is/umsokn
Hringbraut 121, 101 Reykjavik • sími: 5511990
farðu á facebook síðuna
okkar og taktu þátt!
VIÐ GEFUM HEPPNUM VINI
MCCULLOCH 4X4 SLÁTTUVÉL!
AÐ ANDVIRÐI 119.995KR.