Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 14.05.2016, Page 42

Fréttatíminn - 14.05.2016, Page 42
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Katla Hreiðarsdóttir lauk námi í innanhúshönnun frá frá Istituto Europeo di Design í Barcelona rétt fyrir hrun. Hún taldi það praktískra heldur en að fara í nám í fatahönnun, sem hún hafði einnig mikinn áhuga á. En svo gripu örlögin í taumana. Það var nefnilega þetta blessaða hrun sem varð til þess að hún hefur aldrei starfað sem innanhúshönnuður. „Þegar Guð átti að blessa Ís- land var ekki séns að fá vinnu við innanhúshönnun. Ég ákvað því að reyna fyrir mér í fatahönnun. Þetta var gamall draumur, þannig mér fannst það alls ekki verra,“ segir Katla sem hafði áður útskrif- ast af textílbraut Fjölbrautaskóla Garðabæjar, þannig hún var ekki alveg ókunn fatahönnun þegar hún hófst fyrst handa við nýtt ver- kefni sem varð að Volcano Design. „Það er auðvitað ákveðin írónía að ég hafi aldrei starfað sem innan- húshönnuður heldur starfað sem Praktísk Katla hannar út frá því hana sjálfa vantar eða langar í. Hún segist svo bara vera heppin að fleiri hafi sama smekk. Flíkurnar reynir hún að hafa tímalausar og klæðilegar. Mynd | Rut Katla ákvað að gerast fatahönnuður eftir að hún áttaði sig á því að það var ekkert að gera fyrir hana sem innanhúshönnuð á Íslandi. Hún fór af stað með vörumer- kið Volcano Design árið 2008 og hafa íslenskar og erlendar konur kunnað vel að meta flíkurnar fatahönnuður síðan ég kláraði inn- ahúshönnun,“ segir hún og skellir upp úr. Kvenlegar línur Katla hefur lagt áherslu á að hanna klassískar og klæðilegar flíkur fyrir venjulegar konur. Flíkur sem hún sjálf getur hugsað sér að ganga í. „Ég er aðallega í því að búa til eitthvað sem mig sjálfa vantar í fataskápinn. Eitthvað sem mig langar í. Ég er bara heppin að margir eru sammála mér og langar í það sama. Að sjálfsögðu reyni ég líka að fylgjast með því hvað er í tísku og reyni að haga hönnuninni að einhverju leyti eftir því. En ég hef mig sjálfa í huga. Ég hanna á mig. Ég er hvorki í stærð núll né í yfirstærð. Ég er venjuleg kona. En venjulegar konur geta verið í öllum stærðum og flíkurnar henta því öll- um. Þær eru meira í að undirstrika kvenleikann og kvenlegar línur heldur en að sýna rassaskorur.“ Vendingarnir slógu í gegn Í upphafi rak Katla verslun á Laugavegi undir merki Volcano Design en á síðasta ári ákváðu hún og systir hennar, hönnuðurinn María Krista, að sameinast undir nafninu Systur og makar. Reka þær nú verslanir á Laugavegi og á Akureyri. Og eins og nafnið gefur til kynna koma makar þeirra líka við sögu með einum eða öðrum hætti. Þær flíkur sem hafa náð hvað mestum vinsældum hjá Volcano Design eru utanyfirflíkur sem kallast Vendingar en á tímabili klæddist önnur hver íslensk kona slíkri flík. „Á þeim tíma sem ég byrjaði með þá voru víðar erm- ar mikið í tísku og það var alveg ógerlegt að finna kápur yfir þannig kjóla og peysur. Hugmyndin í upp- hafi var því að hanna utanyfirflík sem hentaði slíkum ermum,“ út- skýrir Katla, en Vendingarnir njóta enn mikilla vinsælda, bæði hjá Íslendingum og erlendum ferða- mönnum. Stolt af íslenskri framleiðslu Katla gengur aðallega í fötum sem hún hannar sjálf en kaupir stund- um fallegar og eigulegar flíkur eft- ir aðra hönnuði, þá sérstaklega ís- lenska. „Ég hef mjög gaman af því að styðja við aðra í sama bransa. Ég fæ alveg kikk út úr því.“ Aðspurð hvort það sé einhver flík eftir íslenskan hönnuð sem hana dreymir um að eignast, segir hún erfitt að velja. „Ég er að fíla mjög margt sem Helicopter er að gera, líka sem Forynja og Júníform eru að gera. Andrea stendur sig líka rosa vel. Ég get talið enda- laust upp og dáist að því hvað fólk er duglegt að taka á því í þessum bransa. Sérstaklega þegar um er að ræða íslenska framleiðslu, sem er alveg meira en að segja það. Ég tek hattinn ofan fyrir þeim að standa í því,“ segir Katla en allar vörur Volcano Design hafa verið framleiddar á Íslandi frá upphafi. Þannig að hún þekkir af eigin raun hvað það getur verið strembið. „Það er samt mjög skemmtilegt að geta haldið framleiðslunni hérna heima og ég er mjög stolt af því,“ segir hún að lokum. „Þegar Guð átti að blessa Ísland var ekki séns að fá vinnu við inn- anhúshönnun.“ Hannar föt sem hana sjálfa vantar í fataskápinn …tíska 6 | amk… FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 2016GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki. BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október. VERÐ FRÁ 87.900.- WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 www.gilbert.is NÝTT ELDFJALLAÚR SIF N.A.R.T. VOLCANO VIÐ KYNNUM

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.