Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 20.05.2016, Page 2

Fréttatíminn - 20.05.2016, Page 2
Valur Grettisson Valur@frettatiminn.is „Kona sem vann í afgreiðslunni til- kynnti mér að ég þyrfti að greiða 54 þúsund krónur fyrir aðhlynn- inguna,“ segir Malsor Tafa, hæl- isleitandi frá Kósovó, en sonur hans, hinn átta mánaða gamli Emir, þurfti að fara á spítala eftir að heitt vatn helltist á fót barnsins. Íslenskur fjöl- skylduvinur brunaði á bíl til fjöl- skyldunnar og keyrði móðurina og drenginn upp á spítala. Malsor, sem er prófessor í landa- fræði og alþjóðlegur meistari í Taekwondo, hringdi í félaga sinn sem kom svo og ók þeim upp á spít- ala. Malsor er 29 ára gamall og kom hingað til lands í desember árið 2014 ásamt eiginkonu. Þau eignuð- ust Emir hér á landi á síðasta ári og því er drengurinn fæddur og alinn upp hér á landi. „Ég hélt í fyrstu að að ég þyrfti ekki að borga mikið þar sem barnið er fætt á Íslandi,“ seg- ir Malsor sem gat ekki tek- ið saman slíka fjárhæð þegar þess var krafist af honum. Hann segist hafa haldið í fyrstu að hann þyrfti að greiða upp- hæðina strax og því kom fjölskyldu- vinur þeim til bjargar og fékk starfs- fólkið til þess að senda honum víxil heim, enda ekki hlaupið að því að útvega slíka fjárhæð. „Það var ekki fyrr en klukkutíma síðar sem okkur var sagt að við Það er dýrt fyrir hælisleitendur að leita til læknis. Faðir borgaði 50 þúsund fyrir lækni þegar barn hans brenndist illa Drengurinn sem slasaðist er fæddur á Íslandi. þurftum ekki að greiða upphæðina strax,“ segir Malsor. Fjölskylda Malsor hefur verði vís- að úr landi en hann fékk tilkynn- ingu þess eðlis frá Útlendingastofn- un fyrr í mánuðinum. Ástæðan er sú að í reglugerð Útlendingastofnunar kemur fram að hælisleitendur mega ekki vera hér á landi á meðan unnið er í málum þeirra. Malsor sótti um undanþágu, þar sem hann er nýbak- aður faðir, en því var hafnað. Þar af leiðandi þarf fjölskyldan að taka lán fyrir flugi til Þýskalands þar sem þau vonast til þess að geta verið á meðan Útlendingastofnun vinn- ur úr málinu. Áður en þau yfirgefa landið munu þau fara með Emir litla á heilsugæslu til þess að skipta um umbúðir. Spurður hvort hann þurfi að borga annað eins fyrir þá heim- sókn segist hann ekki vita það. „Líklega þurfum við nú samt að borga eitthvað fyrir það,“ segir Malsor. Þegar haft var samband við upp- lýsingafulltrúa Landspítalans feng- ust þau svör að gjaldið sé ákveðið með reglugerð sem heilbrigðisráð- herra setur og starfsfólki Landspít- alans er skylt að fara eftir. Emir litli er átta mánaða gamall. Heitt vatn slettist á fótlegginn fyrir slysni. SIKILEY Bókaðu sól á Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 74 0 84 Sikiley kemur á óvart með áhugaverða blöndu af öllu því helsta sem ferðamenn óska sér. Samfelld 3000 ára menningarsaga, einstök náttúrufegurð, ótrúlegar fornminjar, fallegar byggingar og söfn, ásamt áhugaverðri matarmenningu og blómlegu mannlífi – allt þetta og miklu meira finnur þú á Sikiley. Heimsferðir bjóða beint leiguflug til Sikileyjar 10. október á yndislegum tíma. Hitastigið er ennþá notalegt og hentar bæði til sólbaða og fyrir þá sem vilja verja tímanum til að skoða þessar stórbrotnu eyju. Flogið er til Palermo og dvalið á Fiesta Garden Beach hótelinu á Campofelice di Roccella ströndinni í 5 nætur, þá er haldið til austurstrandarinnar og dvalið á Naxos Beach Hotel á ströndinni í bænum Giardini Naxos í 5 nætur. Gönguferð til Vindeyja – Le Isole Eolie – hins ævintýralega eldfjallaeyjaklasa norður af Sikiley. Í ferðinni verður farið í valdar dagsgöngur eftir ægifögrum göngustígum á milli litskrúðugra þorpa, gróðursællra unaðslunda og fjallstinda með óviðjafnanlegu útsýni yfir nokkrar af rómuðustu náttúruperlum Suður-Ítalíu. Meðal annars verður gengið á eldfjöllin á eyjunum Vulcano og Stromboli, þar sem látlaus eldvirknin hefur réttilega fært þeim viðurnefnið „Viti Miðjarðarhafsins“. Í ferðinni kynnumst við einstakri menningu Sikileyinga er rekja má allt aftur til forsögulegs tíma, í gegnum hámenningu fornaldarinnar hjá Grikkjum og Rómverjum, til yfirtöku Mára, Normanna og Spánverja á seinni öldum. Við kynnumst ómótstæðilegu mannlífi og ósnortinni náttúru, þar sem tækifæri gefst til að njóta sérstakrar matarmenningar og gestrisni sem á sér engan sinn líkan í veröldinni. Frá kr. 199.900 m/hálft fæði innifalið og drykkjum m/kvöldverði Netverð á mann frá kr. 199.900 m.v. 2 í herbergi. Innifalið er hálft fæði ásamt ¼ vínflaska og ½ vatnsflösku með kvöldverði. Frá kr. 239.900 m/morgunverði o.fl. Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunverði alla morgna og 5 kvöldverðum. Bókaðu göngu á SIKILEY 10. október í 10 nætur 10. október í 10 nætur Malsor Tafa er alþjóðlegur meistari í Tae­ kwondo og er vel þekktur innan íþrótta­ samfélagsins sem dómari í íþróttinni. Skólinn mun ekki hafa forgöngu um að kæra málið til lögreglunnar. „Júlíus er ekki lengur í borgar- stjórnarflokknum. Hann sagði af sér. Því höfum við í borgarstjórn- arflokknum ekkert um þetta mál að segja og tjáum okkur ekkert um það,“ segir Halldór Halldórs- son, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, um þátt Kastljóss Sjón- varpsins, þar sem sagði að Júlíus Vífill hefði játað fyrir systkin- um sínum að hann hefði stofnað aflandsfélag á Panama í kringum sjóð sem faðir hans stofnaði með umboðslaunum sem hann hafði þegið frá erlendum viðskiptavin- um. Systkini hans segir að móðir þeirra heitin hafi leitað að fénu í á annan áratug en Ingvar Helgason lést árið 1999. Í sama streng tóku aðrir borg- arfulltrúar flokksins sem Frétta- tíminn ræddi við. Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, tjáir sig hinsvegar á Facebook-síðu sinni með þessum orðum: „Ég hef verið laminn saklaus af handrukkara en það var saklaus skemmtiferð samanborið við að standa dag- lega frammi fyrir Hönnu Birnu, Júlíusi Vífli, Davíð Oddssyni og þeirri klíku allri. Það er verulega harðsvírað lið. Úff.“ | þká Fór yfir velsæmismörk í samskiptum við nemendur Félagsmálafulltrúi Fjöl­ brautaskólans í Breiðholti var rekinn úr starfi eftir að í ljós kom að hann hafði farið yfir strikið í samskiptum sínum við nemendur. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Maðurinn, sem er um fertugt, hafði starfað í skólanum í talsverðan tíma en samkvæmt heimildum Frétta- tímans var honum borið á brýn að hafa farið yfir velsæmismörk um samskipti nemenda og kennara. Málið var kannað eftir kvörtun frá nemendum. Samkvæmt heimildum fréttastofu brugðust skólayfirvöld fljótt við eftir að málið kom inn á borð til þeirra og það endaði með brottrekstri. Guðrún Hrefna Guð- mundsdóttir, skólameistari Fjöl- brautaskólans í Breiðholti, sagðist vera bundin trúnaði og hún gæti ekki tjáð sig um mál einstakra nem- enda og kennara. Samkvæmt heimildum Frétta- tímans ætlar skólinn ekki að hafa forgöngu um að kæra málið til lög- reglunnar, enda sé hann ekki aðili máls, en ef viðkomandi einstak- lingar hefðu ákveðið að kæra væri það hugsanlega refsivert. Ragnheiður Elín á ekki að segja af sér Svandís segist ekki kalla eftir afsögn ráðherrans Iðnaðarráðherra tjáir sig ekki Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnað- arráðherra vill ekki tjá sig um dóm hæstaréttar sem felldi úr gildi stjórnvaldsákvarðanir henn- ar um að heimila Landsneti að taka land eignarnámi á fimm jörðum á Reykjanesi vegna byggingar Suðurnesjalínu. Ragnheiður Elín segir að hún eigi eftir að kynna sér málið til hlítar og hún vilji ekki baka sér van- hæfi ef málið rati aftur á hennar borð. Ragnheiður Elín krafðist þess að Svandís Svavarsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, segði af sér árið 2011 þegar hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Svandís Svavarsdóttir hefði ekki mátt sam- þykkja skipulag Flóahrepps nema í heild sinni. Nú hefur hún sjálf verið dæmd fyrir brot á stjórnar- skrá vegna eignarnáms. Svandís Svavarsdóttir, fyrrver- andi umhverfisráðherra, segir að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnað- arráðherra þurfi auðvitað að svara fyrir sín embættisverk, þetta eins og önnur, gagnvart sínum kjós- endum – og ekki síður þurfi hún að svara fyrir þá ómálefnalegu og rakalausu aðför sem hún hafi tekið þátt í gagnvart henni sjálfri á sín- um tíma. Svandís segist hinsvegar ekki ætla að fara í þann leik að kalla eft- ir afsögn Ragnheiðar Elínar „Stjórnsýslan yrði bæði óskilvirk og ákvarðanafælin ef embættis- menn ættu yfir höfði sér að þurfa að fara frá við það að dómstólar reynist síðar ekki sammála laga- túlkun þeirra. Nú hafa dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi öll skilyrði verið uppfyllt til eignarnáms en ekki að Ragnheiður Elín hafi misbeitt valdi sínu. Þess vegna er þetta mál ekki tilefni til afsagnar.“ | þká Svandís kallar ekki eftir afsögn Ragnheiðar Elínar. Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna tjáir sig ekki Júlíus Vífill Ingvarsson sagði af sér sem borgarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um leið og Panamaskjölin urðu opinber. Aflandsfélag hasn hefur nú dregist inn í deilur fjölskyldunnar um arf eftir Ingvar Helgason bílasala. Arngrímur Jóhannsson . Greiðir tíu milljónir af hrapaðri flugvél Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í gær um að Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og fyrrum forstjóri Atlanta flugfé- lagsins, þurfi að greiða rúmlega tíu milljónir króna vegna aðflutnings- gjalda af sjóflugvél sem hann flutti til landsins árið 2008. Örlögin haga því þó þannig að hæstiréttur stað- festir dóminn nú, tæplega ári eft- ir að Arngrímur hrapaði á flugvél- inni ásamt félaga sínum, sem lést í slysinu. Ágreiningur snéri að því hvort sjóflugvélin, sem skrásett var í eigu bandarísks eignarhaldssjóðs en Arngrímur hafði til umráða, væri tollskyld hér á landi svo greiða bæri af henni aðflutningsgjöld. Komust dómstólar að þeirri niðurstöðu að Arngrímur þyrfti að greiða milljón- irnar tíu. - vg 2 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.