Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 20.05.2016, Side 12

Fréttatíminn - 20.05.2016, Side 12
Launin hrundu og sitja eftir undan lífsafkomunni. Húsbóndan- um bar að gæta hjarðar sinnar. Með frjálsu framsali breyttist þetta. Kvótaeigandi gat selt kvótann úr plássinu og stungið af með sölu- verðið. Í næsta skattaskjól ef svo bar undir. Litið var svo á að hann bæri enga ábyrgð gagnvart lífsafkomu þeirra sem höfðu lifað og starfað við fyrirtækið. Við þekkjum samskonar dæmi úr mannkynssögunni. Breska krúnan náði að róa skosku hálöndin með því að skilgreina land sem áður var almenningur sem einkaeign höfð- ingjanna. Við það rofnuðu tengsl höfðingjanna við meðbræður sína og það liðu ekki nema nokkrir ára- tugir þar þeir hröktu fólk af löndum sínum. Þetta var kölluð Hálanda- hreinsunin. Það þekkjast því mörg dæmi þess úr sögu og samtíma hversu mik- il áhrif það hefur þegar rofin eru tengsl fyrirtækja og auðlinda við samfélagið. Bullið í bólunni Samkvæmt samandregnum skatt- framtölum rekstraraðila voru laun og launatengd gjöld um 860 millj- arðar króna á núvirði að meðal- tali síðustu þrjú ár síðustu aldar, frá 1997 til 1999. Útgreiddur arður úr þessum fyrirtækjum til eigenda sinna var á þessum árum 61 millj- arður króna. Launafólkið fékk með öðrum orðum um 14 sinnum hærri fjárhæð en eigendurnir. Árið 2007, á hápunkti bólunn- ar fyrir Hrun, þegar eigendur mis- notuðu fyrirtækin hvað mest og drógu úr þeim mesta fjármuni, fóru launagreiðslur upp í 1285 milljarða króna á núvirði. Þá var samanlagð- ur útgreiddur arður til eigenda hins vegar um 680 milljarðar króna. Launþegar fengu til sín tæplega tvöfalda þá upphæð sem eigendur drógu til sín. Þar sem eitt einkenni áranna fyrir Hrun var flókinn fyrirtækjastrúktúr þar sem hvert eignarhaldsfélagið stóð upp af öðru má búast við að í samandregnum framtölum sé hluti af arðinum tvítalinn og í sumum til- fellum jafnvel þrí- og fjórtalinn. Laun frosin en arður rýkur upp En þessi flókni fyrirtækjastrúktúr var að mestu fallinn þegar komið var fram á árin 2013 og 2014. Árið 2013 voru samanlögð laun og launa- tengd gjöld fyrirtækjanna 737 millj- arðar króna á núvirði eða um 14 prósent lægri en meðaltal áranna 1997 til 1999. Árið 2014 hækkuðu launin upp í 763 milljarða en voru samt 13 prósent lægri en á síðustu árum síðustu aldar. Árið 2013 var útgreiddur arður og aðrar útgreiðslur til eigenda úr fyrirtækjum 204 milljarðar króna á núvirði eða 240 prósent hærri en arðurinn var í lok síðustu aldar. Og 2014 hækkaði arðurinn enn, fór í 234 milljarða króna á núvirði eða 258 prósent yfir því sem var í lok síðustu aldar. Ef við gerum ráð fyrir að hlutfall- ið milli launa og arðs hefði verið það sama 2014 og það var að meðaltali 1997 til 1999 má segja að launþegar hafi fengið 120 milljörðum minna í sinn hlut árið 2014 af samanlögðum launum, leigu, vöxtum og arði. Með sama hætti má segja að eigendur fyrirtækja hafi á þessu ári tekið til sín 171 milljarð króna í arð umfram það hlutfall sem almennt var ríkj- andi í lok síðustu aldar. Úr 14 niður í 4 sinnum meira Sem kunnugt er greiddu bankarn- ir út ríkulegan arð árið 2014 og var það byggt á gríðarlegum hagnaði þeirra. Það er því ef til vill eðlilegt að skera bankanna frá öðrum fyrir- tækjum þar sem stór hluti hagnað- ar þeirra var byggður á endurmati eigna og lýsa ekki eðlilegu árferði eða viðvarandi rekstrarstöðu. Ef við skerum stóru bankanna þrjá frá heildinni þá lækka launa- greiðslur ársins 2014 um 42 millj- arða króna á núvirði og arðurinn um 47 milljarða króna. Eftir situr 721 milljarður króna í launagreiðsl- ur á móti 187 milljörðum krónum í arð. Eins og fyrr segir fengu laun- þegar um 14 sinnum meira í sinn hlut en eigendurnir í lok síðustu ald- ar en þeir fengu minna en fjórum sinnum meira en eigendurnir árið 2014. Ef bankarnir eru hafði með fengu launþegar rúmlega þrisvar sinnum meira en eigendur fyrir- tækja árið 2014. Vantar milljón í launaumslagið Það hafa því orðið miklar breytingar á því hvernig kökunni er skipt á þessum árum. Ef við reiknum með um 110 starfandi hjá framtalsskyld- um rekstraraðilum, en opinberar stofnanir eru ekki inn þessum töl- um, felur þessi breyting í sér að sneið hvers starfsmanns var rúm- lega einni milljón krónum minni 2014 en hún hefði verið ef hlutfall- ið á milli launagreiðslna og arðs úr fyrirtækjum hefði verið lík því sem það var í lok síðustu aldar. Það erfitt á áætla hversu mikið hagur hvers eigenda hefur batnað að sama skapi. Eigendur fyrirtækja eru miklum mun færri en launafólk- ið. Þessi færsla frá launagreiðslum til arðs er því ein birtingarmynd þeirrar þróunar sem verið hefur á Vesturlöndum undanfarna áratugi; að fjöldinn fær minna í sinn hlut á meðan hinir fáu fá sífellt meira. Því var almennt trúað á tímabili nýfrjálshyggjunnar að því meira sem fáir fengju því betur hefði heildin það. Hrunið afhjúpaði þetta sem bábilju og nú leggur meira að segja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áherslu á að besta leiðin til að bæta kjör heildarinnar sé að lyfta upp þeim sem minnst bera úr býtum. Það er með öðrum orðum heillavænlegra að láta þennan 171 milljarð króna, sem tiltölulega fáir eigendur fyrirtækja tóku til sín um- fram það sem þeir gerðu í lok síð- ustu aldar, renna til fjöldans, launa- manna. En þótt þetta séu orðin almennt viðurkennd sannindi í hag- stjórn hafa þau ekki náð að breyta kerfinu. Það virðist halda áfram eins og ekkert hafi orðið Hrunið. Ef við skerum stóru bank- anna þrjá frá heildinni þá lækka launagreiðslur ársins 2014 um 42 millj- arða króna á núvirði og arðurinn um 47 millj- arða króna. Eftir situr 721 milljarður króna í launagreiðslur á móti 187 milljörðum krónum í arð. Neðsti flöturinn, sá rauði, sýnir þróun launa og launatengdra gjalda í samandregnum framtöl- um rekstraraðila á föstu verðlagi. Launakostnaður byggðist upp fram eftir öldinni, reis svo hátt á árun- um fyrir Hrun en steyptist svo niður við Hrunið og var nánast sá sami frá 2009 og fram til 2014. Næsti flötur sýnir leigukostnað og sá þar fyrir ofan vaxta- greiðslur. Þetta er sneið fjármagnsins. Glórulaus rekstur áranna fyrir Hrun og uppgjörið við Hrunið brenglar þessar stærðir út úr öllu korti. En þegar bornar eru saman þessar stærðir á árunum kring- um aldamótin og árin 2013 og 2014 sést að þær eru merkilegar líkar. Það á hins vegar ekki við um arð og aðrar útgreiðslur úr fyrirtækjum til eigenda. Arðgreiðslur jukust mjög á árunum fyrir Hrun þar til þær voru orðnar um helmingur af öllum launa- kostnaði árið 2007. Við Hrunið skruppu arðgreiðsl- ur skiljanlega saman, það voru engin verðmæti eftir í fyrirtækjunum til að greiða út. En á meðan launagreiðslur hafa nánast staðið í stað voru arð- greiðslurnar fljótar að taka við sér aftur. Á meðan launagreiðslur voru um 13 prósent lægri árið 2014 en þær voru á aldamótaárinu 2000 þá voru arð- greiðslur til fyrirtækja 250 prósent hærri. 12 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016 0 500 1000 1500 2000 2500 3000 2004 2014 Arður Vextir Leiga Laun Lægra verð í Lyfju lyfja.is Notkunarsvið: Glinor nefúði inniheldur natríumcromoglicat og er ætlaður við ofnæmisbólgu í nefi. Frábendingar: Ofnæmi fyrir natríumcromoglicati, benzalkonklóríði eða einhverju hjálparefnanna. Varúð: Innihaldsefnið benzalkonklóríð getur valdið ertingu í húð. Meðganga og brjóstagjöf: Engin skaðleg áhrif á fóstur hafa komið fram við notkun natríumcromoglicats. Engu að síður skal forðast notkun á fyrsta þriðjungi meðgöngu og einungis skal nota lyfið á seinni stigum meðgöngu ef þörf er á. Natríumcromoglicat skilst í litlu magni út í brjóstamjólk. Þessi útskilnaður er sennilega skaðlaus en einungis skal nota lyfið hjá mæðrum með barn á brjósti ef þörf er á. Skömmtun: Fullorðnir og börn, 4 ára og eldri: Einn úðaskammtur í hvora nös tvisvar til fjórum sinnum á dag. Algengustu aukaverkanir: Erting í nefslímhúð getur komið fram i upphafi meðferðar en þessi áhrif eru skaðlaus og tímabundin. Lesið vandlega fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. SmPC: Desember 2015. Fyrirbyggir og meðhöndlar einkenni ofnæmisbólgu í nefi: Nefúði við ofnæmi 9 Hnerri 9 Nefrennsli 9 Kláði í nefi 9 Nefstífla

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.