Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 20.05.2016, Page 14

Fréttatíminn - 20.05.2016, Page 14
„Þetta var bara erfiðisvinna. Ég var að vinna hjá honum sjö daga vikunnar í átta mánuði. Ég fékk aldrei borgað fyrir vinnuna. Vinnu- veitandinn minn sagði mér að hann væri að safna fyrir mig peningum og myndi greiða mér síðar,“ út- skýrir Bilal. Um var að ræða erfiða vinnu án lögbundins frís og í ljósi aldurs Bilal verður vinnunni varla lýst öðruvísi en sem vinnumansali, af lýsingum hans að dæma. Und- ir það tekur lögmaður hans, Ás- laug Gunnlaugsdóttir, í samtali við blaðamann. Bróðirinn atvinnuglæpamaður Bilal segist hafa áttað sig á því í hvaða aðstæður hann var búinn að koma sér í eftir nokkra mánuði. Hann hafi því íhugað að leita til lögreglu. Vinnuveitandinn sann- færði Bilal um að hann yrði sendur rakleiðis aftur til Marokkó leitaði hann hjálpar hjá yfirvöldum. Það var áhætta sem Bilal vildi ekki taka. Ofan á allt annað átti vinnuveit- andinn bróður sem var atvinnu- glæpamaður, að sögn Bilal. „Hann var stundum með byssu á sér og kom ítrekað með þýfi heim til bróð- ur síns,“ segir hann og bætir við að hann hafi verið afar hræddur við bræðurna. Hann segir glæpamann- inn, bróður vinnuveitandans, hafa að auki reynt að nauðga sér þríveg- is. „Einu sinni þegar ég var fjórt- án og tvisvar þegar ég var orðinn fimmtán ára,“ segir hann. Bilal tókst að komast í burtu af sjálfs- dáðum í tvö skipti en í það þriðja kom félagi hans honum til hjálpar, að hans sögn. „Hann sagði honum bara að ég væri ekki fyrir svona lagað,“ útskýr- ir Bilal sem var hættur að lítast á blikuna þegar þarna var komið. Að lokum kom að því að félagi Bilal, sem var tæplega tíu árum eldri, fór með hann á fund vinnu- veitandans þar sem hann ætlaði bæði að krefjast eigin launa og svo hjálpa Bilal að fá laun fyrir vinnu sína. Sá hefur verið dæmdur fyrir árásina. „Vinnuveitandinn sagðist þá ekki kannast við okkur og þverneitaði að borga okkur fyrir vinnuna,“ segir Bilal. Vonar að dómari hlusti á sig Lýsingar hans á atvikinu eru ólík- ar þeim sem eru tilteknar í úr- skurði Hæstaréttar. Þannig heldur vinnuveitandinn því fram að Bilal og vinnufélagi hans hafi lamið sig illa, hellt yfir hann bensíni, stolið um 1400 evrum auk farsíma og bif- reiðar. Bilal segir þetta ekki sannleik- anum samkvæmt. Hann játar þó að hafa lent í ryskingum við hann. „Ég sparkaði í hann og sló hann, en ég rændi hann ekki. Hann kastaði 1300 evrum á gólfið og sagði okkur að hirða þann pening fyrir vinnu okkar. Það er náttúrulega ekki mik- ið fyrir átta mánaða vinnu,“ segir Bilal en það eru tæplega 200 þús- und krónur. Varðandi bensínið seg- ist Bilal hafa skvett vatni úr glasi framan í hann. „Ég vona bara að dómararn- ir hlusti á mig. Það er ekki ég sem braut lögin hérna,“ segir Bilal sem flúði til Íslands eftir atvikið af ótta við hefndir. Þá tók þó ekki betra við, enda fékk hann að dúsa í níu daga í fangelsi á Suðurnesjum og úr varð fréttamál árið 2012. Forstjóri Barna- verndarstofu sagði þá í viðtali við fjölmiðla að ekkert land á Norður- löndunum hefði brugðist eins við; það er að segja að fangelsa barn- ungan flóttamann. Tengdamamma með út Kærasta Bilal, Kolgríma, hefur áhyggjur af kærastanum og segir móður sína ætla að verða honum innan handar úti í Finnlandi. „Hún ætlar að reyna að fara út, vera hjá honum og hjálpa honum,“ segir Kolgríma. Bilal er með dvalar- leyfi hér á landi af mannúðarástæð- um, enda kom hann hingað til lands aðeins barn að aldri og var undir umsjón barnaverndaryfirvalda hér á landi í fyrstu. „Mig langar að búa hér,“ segir Bilal, enda líður honum vel hér á landi. Hann vinnur við matreiðslu á veitingastaðnum Roadhouse og stefnir á nám. Bilal var handtekinn í gær- morgun og fluttur úr landi. Hann verður færður í hendur finnskra lögregluyfirvalda, en fjölskylda Bilal vissi ekki til hvaða borgar í Finn- landi honum var flogið. Flúði vinnumansal en var framseldur til baka Bilal Fathi Tamimi og Kolgríma Gestsdóttir hafa verið kærustupar í tvö ár. Bilal vann sleitulaust í átta mánuði án þess að fá greitt fyrir. Að lokum réðst hann á vinnuveitanda sinn. Fjórtán ára unglingur vann sleitulaust í átta mánuði án þess að fá greitt fyrir. Verð- ur framseldur fyrir að hafa ráðist á vinnuveitandann. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Hæstiréttur Íslands hefur sam- þykkt að framselja tæplega tvítugan pilt frá Marokkó til Finn- lands vegna meintrar líkamsárás- ar. Pilturinn, sem kom hingað til lands á unglingsaldri og var á for- ræði barnaverndaryfirvalda, segist hafa lent í klónum á glæpamönnum sem hnepptu hann í vinnuþrælkun á barnsaldri. Hann braust út úr að- stæðunum árið 2012 en verður nú framseldur til baka á næstu dög- um. „Hann átti mig eins og þræl,“ segir Bilal Fathi Tamimi sem kom hingað til lands aðeins fimmtán ára gamall. Þá hafði hann flúið frá Finn- landi, þar sem hann lenti í klónum á manni sem lét hann vinna á hverj- um degi í átta mánuði án þess að greiða honum svo mikið sem eina evru fyrir vinnuna. Samskipti Bilal við manninn enduðu með ofbeldi og samþykkti Hæstiréttur Íslands fyrr í vikunni að framselja hann til Finnlands vegna meintrar lík- amsárásar gegn manninum sem Bilal sakar um að hafa haldið sér í vinnumansali. „Ég var svona lítill,“ segir hann við blaðamann á góðri íslensku, og undirstrikar með höndunum hversu lítill hann var. Með Bilal er íslensk kærasta hans, Kolgríma Gestsdóttir, en þau kynntust við nám í Tækniskólanum og búa hjá móður hennar. „Mér fannst hann bara sætur,“ svarar Kolgríma þegar blaðamaður spyr hvernig kom til að þau drógust saman. Þau kynntust þegar hann var sautján og hún sextán. Þetta var bara erfiðisvinna Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að Bilal hafi verði fimmtán ára og tveggja mánaða þegar hann á að hafa lamið og rænt vinnuveitanda sinn. Í ljósi þess að sakhæfisaldur er fimmtán ár á Ís- landi úrskurðuðu dómarar að heim- ild væri fyrir hendi að framselja Bilal til Finnlands. Það er óhætt að fullyrða að stutt ævi hans sé viðburðaríkari en ævi flestra jafnaldra hans hér á landi. „Ég flutti frá Alsír til Marokkó þegar ég var tveggja ára gamall. Þar ólst ég upp,“ segir Bilal. Hann átti í slæmu sambandi við móður sína og segir að þau hafi ekki tengst mikið, eins og hann orðar það sjálfur. „Ég var því bara að flækjast um Marokkó þar sem ég gat ekki alltaf verið hjá mömmu minni,“ segir hann. „Ég og nokkrir krakkar ráf- uðum um, sváfum úti og stálum mat og svona.“ Það kom svo að því að hann vildi betra líf og hann var tilbúinn að leggja mikið á sig fyrir aukin tæki- færi. Þá vildi hann einnig mennta sig; nokkuð sem var ómögulegt í þeim aðstæðum sem hann var í á þeim tíma. Bilal tók því afdrifaríka ákvörðun, aðeins fjórtán ára gam- all; hann ákvað að leggja í hættu- legt ferðalag til Evrópu í leit að betra lífi. Hann fór til Finnlands þar sem hann komst í kynni við samlanda sinn sem var með finnsk- an ríkisborgararétt. Sá hélt úti bíla- partasölu og réði Bilal til vinnu við að rífa í sundur bíla. Sá veitti hon- um einnig húsaskjól. Bilal var með öllu réttindalaus og því upp á náð og miskunn vinnuveitanda síns kominn. Mynd | Rut 14 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016 Tollalækkun Salomon skór á enn betra verði en áður! Verð áður 49.995 kr. nú 39.995 kr. Salomon Quest Origin GTX Stærðir 36-48 lÍs en ku ALPARNIR s SWALLOW 250 Kuldaþol: -8 þyngd: 1,7 kg. 11.995 kr. 9.596 kr. MONTANA, 3000mm vatnsheld 2. manna 16.995 kr. 12.796 kr. 3. manna 19.995 kr. 15.996 kr. 4. manna 26.995 kr. 21.596 kr. 30% SNJÓBRETTAPAKKAR Góðar fermingargjafir FAXAFENI 8, SÍMI 534 2727 alparnir.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.