Fréttatíminn - 20.05.2016, Page 20
Á Íslandi búa um 15.000 Pól-
verjar og segja þær Sylwia og
Katarzyna að það sé fáránlegt
að allt þetta fólk hafi engan
stað til að hittast á. Þær hafa
undanfarin ár skipulagt
pop-up veitingaviðburðinn
Polka Bistro en dreymir um
að stofna pólskt veitingahús.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Sylwia og Katarzyna hafa verið vin-
konur frá því að Katarzyna hringdi
í Sylwiu og bað hana um að baka
með sér köku. Ein kaka varð fljót-
lega að pólsku matarboði sem varð
svo að pop-up veitingastaðnum
Polka Bistro. Ef draumar þeirra ræt-
ast munu þær næst stofna pólskan
veitingastað. Við settumst niður
með kaffi og ræddum næsta matar-
viðburð, pólska stéttaskiptingu og
góð grill.
Katarzyna: „Ég var frekar nýflutt
til Íslands, með tvö lítil börn og var
að deyja úr einmanaleika. Ég þráði
félagsskap og hafði engan til að tala
pólsku við. Þá fór ég að venja komur
mínar í Samtök kvenna af erlend-
um uppruna og heyrði af Sylwiu
og hversu mikill snillingur hún
væri í eldhúsinu. Mig langaði til að
elda pólskan mat fyrir konurnar í
félaginu og hringdi meðal annars í
Sylwiu til að spyrja hvort hún gæti
verið með og bakað köku.“
Sylwia: „Þetta var auðvitað ótrú-
lega gaman. Eftir þetta fórum við
að hittast reglulega og elda saman
heima hjá einhverri okkar. Stund-
um erum það bara við en stundum
erum við margar.“
Katarzyna: „Ég var að detta í
þunglyndi á þessum tíma en þessi
kvöld björguðu lífi mínu. Ég elska Ís-
land í dag og mér líður ótrúlega vel
hérna og ég held að flestum Pólverj-
um líði vel hérna. Lífið í Póllandi er
erfitt því landið á sér erfiða sögu.
Það kemur mér svo sem ekki á óvart
að amma eigi erfitt með að brosa
eftir allt sem hún hefur þurft að
upplifa. En hugarfar Pólverja hjálp-
ar ekki til við erfiðleikana, við get-
um verið allt of neikvæð. Mér fannst
svo mikill léttir að koma hingað og
upplifa þetta jákvæða viðhorf til
lífsins.“
Sylwia: „Það sem er svo erfitt
í Póllandi er samkeppnin á milli
fólks. Fólk á það til að vera biturt
og öfundsjúkt ef það fær ekki allt
sem efri stéttin fær. Það er þægilegt
að búa í samfélagi eins og Íslandi
þar sem stéttaskiptingin er ekki
jafn mikil. Fólk er sjálfstæðara og
öruggara hérna. En Pólverjar og Ís-
lendingar eru samt að mörgu leyti
líkir. Við erum mikið fjölskyldufólk
og elskum að grilla og að vera úti í
náttúrunni. Um leið og vorið kemur
hlaupa Pólverjar út með grillin sín.“
Katarzyna: „Nú eru um 15.000
Pólverjar á Íslandi en við höfum
engan stað til að hittast á, sem er
fáránlegt! Það vantar svo pólskan
veitingastað á Íslandi.“
Sylwia: „Akkúrat núna er ég að
eyða öllum peningunum mínum í
sumarhús í Póllandi en kannski í
framtíðinni. Þetta er svo stórt sam-
félag sem hefur engan samastað.
Þegar ég var að vinna í London, sem
framkvæmdastjóri á veitingastað,
byrjaði ég fyrst að láta mig dreyma
um að opna stað.“
Dreymir um að opna
pólskan veitingastað
Síðasti Polka Bistro viðburður var haldinn í garðinum við listasafn Einars Jónssonar.
Ég var að detta í
þunglyndi á þessum
tíma en þessi kvöld
björguðu lífi mínu.
Ég elska Ísland í dag
og mér líður ótrúlega
vel hérna og ég held
að flestum Pólverjum
líði vel hérna.
Katarzyna Maria
Sosnowska
Smáratorgi, Kópavogi
Opið virka daga 11.00-18.00
Laugardaga 11.00-18.00
Sunnudaga 12.00-18.00
Vínlandsleið, Grafarholti
Opið virka daga 11.00-18.00
Laugardaga 11.00-16.00
Sunnudaga 13.00-17.00
Markaður Smáratorgi Outlet Grafarvogi
60%
50%
50%
40%
40%
LÁGMARKS-
AFLÁTTUR
AF ÖLLUM
VÖRUM NÚ
40%60%
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is
Opið virka daga kl. 10-18
Nevada
Torino
Mósel Roma
Basel Rín
Með nýrri AquaClean tækni
er nú hægt að hreinsa nánast
alla bletti aðeins með vatni!
Erfiðir blettir eins og eftir tómatsósu,
léttvín, kaffi, te, meira að segja kúlupenna,
nást á auðveldan hátt úr áklæðinu.
OG DRAUMASÓFINN ÞÍNN ER KLÁR
GERÐ (90 mismunandi útfærslur)
STÆRÐ (engin takmörk)
ÁKLÆÐI (yfir 3000 tegundir)
ÞÚ VELUR
ÍSLENSKIR SÓFAR
SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM
Áklæði
20 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016