Fréttatíminn - 20.05.2016, Side 30
Baðaðu þig í gæðunum
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
Í upphafi tuttugustu aldar varð vin-
sæl hugmyndin um að hið nýja og
þróaða iðnríki hefði skaðleg áhrif
á manninn. Risastórar verksmiðjur
spúðu eitri í dimmum og menguð-
um borgum. Mannskepnan væri í
hættu og þyrfti að taka sig á. Heilsu-
ræktarfrömuðir á Vesturlöndum
hvöttu því fólk til að horfa til glæstr-
ar fortíðar mannsins í heiminum
áður en iðnbylting hófst. Talið var
að menn til forna hefðu verið miklu
þrekmeiri og sterkari – og af þeim
sökum göfugri. Kraftakarlar á borð
við Eugen Sandow, sem hnykluðu
vöðvana og líktu eftir grískum guð-
um, urðu heimsfrægir. Fyrir röð
sögulegra tilviljana varð jóga gíf-
urlega smitað af þessum vestrænu
heilsuræktaræfingum í kraumandi
suðupotti breskra og indverskra
áhrifa í sjálfstæðisbaráttu Indlands.
Þrekdjarfir fornmenn
Á Íslandi blandaðist trúin um lík-
amlega hnignun nútímamannsins
saman við fortíðarþrá þjóðern-
ishyggjunnar í sjálfstæðisbarátt-
unni. „Þegar vér lítum yfir aldursár
hinnar íslenzku þjóðar, þá birtir
oss þeim mun meir fyrir sjónum
sem lengra dregur aptur í tímann.
Lengst í fjarska, á bak við sortann,
lýsir fornöldin sem leiptur um nátt.
Þar hittum vér fyrir þrekdjarfa kyn-
slóð, er lifir dáðrökku lífi.“ Þessi
orð skrifaði dr. Björn Bjarnason frá
Viðfirði sem samdi bókina Íþrótt-
Jóga er ein vinsælasta gerð
líkamsræktar í nútíman-
um. Milljónir manna um
allan heim stunda óteljandi
líkamsstellingar sem hressa
og liðka bæði líkama og sál.
En fyrirbærið jóga – eins og
vestrænt fólk þekkir það – á
sér furðulega sögu sem er
mun nær okkur í tíma en
við áttum okkur á. Og mun
vestrænni.
Helgi Hrafn Guðmundsson
ritstjorn@frettatiminn.is
Nútímajóga
er afkvæmi
„Müllersæfinga“
ir fornmanna
á Norðurlönd-
um árið 1908. Í
henni útskýrði
hann hvernig
menn á víkinga-
öld hefðu lifað
miklu glæsilegri
tíma vegna lík-
amsræktar sem
þeir stunduðu
daginn út og inn.
Það segir sína
sögu að Björn
þýddi bókina
Mín aðferð eft-
ir J.P. Müller, undirstöðurit hinna
frægu Müllersæfinga. Í formála
hennar sagði „Yfirburðir þessarar
aðferðar yfir aðra heimafimleiki eru
aðallega í því fólgnir, að hún snýr
einkar heilsusamlegan samþætting
úr öllu þrennu: fimleikum, loftbaði
og vatnsbaði, er við allra hæfi með
litlum afbrigðum og þó öðrum að-
ferðum ódýrari, umsvifaminni og
auðlærðari.“ Víða um heim urðu til
samtök Müllerista sem stunduðu
líkamsrækt úti í guðsgrænni náttúr-
unni. Frægastur þeirra hér á landi
var líklega Þórbergur Þórðarson.
Hnyklaði nakinn vöðvana
Annar heimsþekktur heilsuræktar-
frömuður í byrjun tuttugustu ald-
ar var prússneski kraftakarlinn
Eugen Sandow. Hann hóf ferilinn
sem lyftingamaður í sirkussýning-
um en varð heimsfrægur á ferða-
lögum sínum um heiminn, sérstak-
lega í Bretlandi. Sandow er talinn
faðir vaxtarræktar en hugtakið
„bodybuilding“, kom fyrst fram
í bók eftir hann árið 1904. Hann
sýndi stæltan líkama sinn með lítið
annað en fíkjublað til að skýla sér
til að líkja eftir styttum frá fornöld.
Þegar hann var 10 ára gutti fór
hann með pabba sínum til Róma-
borgar þar sem þeir virtu fyrir sér
grískar og rómverskar styttur af
fögrum líkömum. „Hvers vegna eru
menn ekki svona glæsilegir lengur,
pabbi?“ Pabbinn svaraði um hæl að
í gamla daga hefði nútímaþjóðfé-
lagið ekki enn eyðilagt hina mikil-
vægu reglu um að hinir sterkustu
kæmust af.
Líkamsrækt gegn úrkynjun
Líkamsræktarstraumarnir sem
streymdu um Vesturlönd á þess-
um tíma tengdust hugmyndum um
mannkynsbótastefnu (eugenics) og
félagslegan darwinisma. Mannkyn-
inu bar að leyfa hinum sterku að
brjótast til áhrifa, en berjast gegn
hverskyns úrkynjun og „kynspill-
ingu“. Manninum væri þannig unnt
að flýta fyrir darwinískri þróun og
stýra náttúruvali. Með þessum
leiðum yrði allt mannkyn um síðir
hreint og sterkt. Þessar kenningar
urðu síðar ein af undirstöðum og
réttlætingum fyrir kynþáttahyggju
nasista sem endaði með skelfingu.
Fortíðarþrá Breta
Víkjum aftur sögunni til krafta-
karlsins Sandows. Boðskapur
hans hitti beint í mark hjá Bret-
um. Breska heimsveldinu hnignaði
smám saman í byrjun tuttugustu
aldar og margir yfirstéttarmenn
fóru að þjást af söknuði eftir hin-
um „einfaldari heimi“ fortíðarinn-
ar, heilbrigðri sveitamenningu þar
sem mannkynið ætti raunverulega
heima. Þessar pælingar voru til
þessar gerðar að réttlæta „nauðsyn-
lega“ yfirburðastöðu hins ættgóða
hvíta manns yfir heimsbyggðinni.
Eugen Sandow (1867-1925)
var faðir vaxtarræktar
og einn helsti heilsu-
ræktarfrömuður í byrjun
tuttugustu aldar. Hann hafði
gífurleg áhrif á hugmyndir
heimsbyggðarinnar um
líkamsrækt. Óvænt átti boð-
skapurinn eftir að skipta
sköpum í sjálfstæðisbaráttu
Indverja og tilkomu jóga
sem einar helstu líkams-
ræktaraðferð heims.
Yfirburðir þessarar
aðferðar yfir aðra heima-
fimleiki eru aðallega í því
fólgnir, að hún snýr einkar
heilsusamlegan sam-
þætting úr öllu þrennu:
fimleikum, loftbaði og
vatnsbaði, er við allra hæfi
með litlum afbrigðum
og þó öðrum aðferðum
ódýrari, umsvifaminni og
auðlærðari.
Myndir | Wikipedia
30 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016