Fréttatíminn - 20.05.2016, Qupperneq 32
KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS
BOSTON f rá
15.999 kr.*
WASHINGTON D.C. f rá
15.999 kr.*
MONTRÉAL f rá
15.999 kr.*
TENERIFE f rá
17.999 kr.*
WOW
ALL A
LEIÐ!
*Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
okt . - des .
sept . - des .
maí - jún í
okt . - des .
TORONTO f rá
15.999 kr.*
sept . - des .
Sandow varð andlit alþjóðlegrar
hreyfingar sem kennd var við lík-
amlega menningu (Physical Cult-
ure). Valdamiklir Bretar boðuðu
þessa heilsubyltingu því þeir trúðu
einlæglega að hún gæti bjargað
breska heimsveldinu og íbúum
þess frá þeirri hræðilegu líkamlegu
grotnun sem hin flókna heimsmynd
nýs borgarsamfélags í heiminum
olli.
Indverjar vildu verða sterkir
Bókin Yoga Body, eftir breska
fræðimanninn og jógakennarar-
ann Mark Singleton, segir söguna
af því hvernig hugmyndir Sandows
og félaga urðu á furðulegan hátt,
í árekstrum ýmissa afla, upphaf
jóga eins og við þekkjum það í dag.
Sandow ferðaðist um hnöttinn og
kynnti æfingar sínar og skipulagði
keppnina „The Empire and Muscle
Competition“. Gríðarlegur mann-
fjöldi mætti til að berja hann aug-
um þegar hann kom til Indlands
árið 1905. Þá geisuðu mikil átök á
Indlandi. Bresku nýlenduherrarn-
ir urðu sífellt óvinsælli. Boðskapur
Sandows fékk hinsvegar óvænt mik-
inn hljómgrunn á meðal Indverja og
fór nú að blandast á einkennilegan
hátt við indverska þjóðernisstefnu.
Müller og þjóðernisást
Í lok þriðja áratugarins kom fram á
sjónarsviðið heilsuræktarfrömuð-
urinn K.V. Iyer. Hann var nokkurs
konar indversk útgáfa af Sand-
ow. Vöðvar hans og líkamleg full-
komnun efldu indversku þjóðarsál-
ina gegn ofríki Breta, sem höfðu
ávallt litið niður á líkamlegt at-
gervi Indverja, töldu þá veikbyggða
og spillta. En þar sem þessi nýja
heilsuræktarbylgja var í raun smit-
uð frá Bretum sjálfum datt Iyer það
snjallræði í hug að sjóða hana við
aldagamla indverska siði til að mál-
flutningur hans passaði betur við
sjálfstæðisbaráttuna. Til urðu ný
samtök, „Yogic Physical Culture“. Í
bók Singletons er farið í saumana á
því hvernig jóga varð til úr þessari
samsuðu vestrænna heilsurækt-
araðferða – til dæmis vaxtarrækt-
ar Sandows og ýmsum aðferðum
á borð við Müllersæfingarnar – við
þjóðernishyggju í nútímaríki Ind-
lands.
Fornt jóga frábrugðið
Jóga hafði auðvitað verið til um
aldir á Indlandi og hafði, til dæm-
is, hlotið töluverða frægð á meðal
menntamanna í Evrópu um alda-
mótin 1900. En eins og lesa má í
hinni skemmtilegu bók Singletons
var hið hefðbundna forna jóga af
allt öðrum toga en sú gerð jóga sem
frægust er í dag í heiminum. Hið
hefðbundna byggðist á sitjandi stöð-
um þar sem íhugun var lykilatriðið.
Hið sögulega jóga var ekki þessi lík-
amlega íþrótt líkamsræktarstöðvar-
innar sem við þekkjum svo vel í dag.
Maurar átu forna bók
Samverkamaður Iyer, jógakennar-
inn Tirumalai Krishnamacharya,
kom fram með forna trúarlega
speki sem í ljós hefur komið að
var því miður uppspuni frá rótum.
Tilgangurinn var að gefa þessari
nýju blöndu jóga og heilsuræktar
indverskan og dulspekilegan blæ.
Krishnamacharya, sem síðar varð
einn frægasti jógakennari sögunn-
ar, sagði að jóga væri 5000 ára göm-
ul hefð. Það hefði hann lært með
því að lesa hina eldfornu bók Yoga
Korunta, sem skrifuð var á sanskrít.
Hann sagðist hafa fundið bókina
djúpt grafna í þjóðskjalasafni Ind-
lands og þýtt hana yfir í munnlega
útgáfu sem hann breiddi nú út á
meðal fylgjenda sinna. Þegar reynt
var að hafa upp á þessari gömlu bók
sagði Krishnamacharya að maurar
hefðu því miður étið hana upp til
agna. Bók Singletons sýnir fram að
speki Krishnamacharya var líklega
ekkert annað en uppspuni og í raun
hafi það jóga, sem hann boðaði, ver-
ið í anda vestrænnar heilsuræktar
og átt lítið með hina fornu hefð að
gera.
Jóga fór í marga hringi
Ef marka má niðurstöður Singleton
má ef til vill segja að nútímajóga sé
á einkennilegan hátt sameiginlegt
afkvæmi vestrænnar „Müllermenn-
ingar“ og indverskrar hefðar. Á tutt-
ugustu öld sameinuðu menn eins
og K.V. Iyer og Tirumalai Krishna-
macharya hið forna jóga við ýmsar
leikfimiæfingar sem þeir höfðu lært
í gegnum breska valdhafa. Þegar á
leið tuttugustu öldina, sérstaklega
upp úr 1970 þegar jóga breiddist út
um allan heim og varð að tískufyrir-
brigði var það selt vestrænni menn-
ingu sem dularfull og dulspekileg
asísk iðja.
„Dauðans aumingjar“
Þórbergur Þórðarson var lands-
kunnur fyrir að stunda Müllersæf-
ingar á adamsklæðunum einum.
Færri vita ef til að hann iðkaði jóga.
Í greininni „Ljós frá Austri“, sem
birtist í Eimreiðinni árið 1919, sagði
hann frá þeirri ástríðu sinni. Í ljósi
þess sem komið hefur fram hér að
ofan er ef til vill gaman að rifja upp
nokkur orð sem hann skrifaði þar.
Þó ber að geta þess að jógaiðkun
hans bar til áður en hin mikla sam-
suða vestrænnar líkamsræktar og
jóga varð að hina vinsæla alþjóða-
fyrirbæri sem það er í dag. „Yoga
er reist á alt annari grundvallar-
skoðun á manneðlinu og umheim-
inum heldur en vestræn íþrótta-
kerfi. Þeim er yfirleitt hreykt upp
á þeirri flasfengnu staðhæfingu, að
maðurinn sé líkami, samstarf skyn-
rænna krafta. Yoga segir aftur á
móti: maðurinn er „andi“, sem býr
í og stjórnar skynrænum líkama. Á
þessari staðhæfingu eða öllu frem-
ur þekkingu er alt Yoga-kerfið reist.
Yoga leggur með öðrum orðum
megináherzluna á þroskun andans
sem stjórnanda efnisins. Af þess-
um gagnólíka skilningi leiðir hinn
mikla mun vestrænna líkamsæfinga
og Yoga. Vestrænar líkamsæfingar
eru fólgnar í vissum vöðvabreyfing-
um, ati, sem oft er frábærlega bar-
bariskt og smekklaust, eins og t.d.
grísk-rómverska glíman og fótbolt-
inn, sem er orðinn landlæg plága
hér í kveldroðarykinu á Melunum
og sýnir, hverjir dauðans aumingj-
ar vér erum enn í þekkingu og æðri
og fínni menningu. Jafnæsandi
óhemjuskapur heimskar ekki að
eins og útslítur kröftum þeirra, sem
halda honum uppi, heldur tryllir
hann jafnvel fjölda fólks, sem lítið
má missa, frá rósemd og skynsam-
legu viti. Í margar þessar ánalegu
hreyfingar fer óguðlega mikil orka
forgörðum. Þær eru blátt áfram
óhagrænar, miðað við nýtni nátt-
úrunnar og nirfilsskap þjóðarinn-
ar í garð þessara fáu vesalinga, sem
hafa lagt sig niður við að hugsa.
Menn láta eins og óðir, ef þeir vita
af rennandi fossmigu einhvers stað-
ar uppi á öræfum, hafa ekki flóafrið
fyr en þeir hafa umturnað henni í
mykju og hlutabréf. En mannlegur
máttur er látinn fara út um hvipp-
inn og hvappinn í allskonar fettur
og brettur, pat og stapp, sem ekk-
ert vit er í.“
Müllersæfingar slógu í gegn á Íslandi á fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Með
þeim gat nútímamaðurinn stundað svipaðar aflraunir og glæstir fornmenn
Evrópu. Myndin sýnir upphafsmanninn, danska íþróttakennarann og fræði-
mannninn J.P. Müller (1866-1938), í miðri æfingu.
Yoga er reist á alt annari grundvallarskoðun á
manneðlinu og umheiminum heldur en vestræn
íþróttakerfi. Þeim er yfirleitt hreykt upp á þeirri flas-
fengnu staðhæfingu, að maðurinn sé líkami, samstarf
skynrænna krafta. Yoga segir aftur á móti: maðurinn er
„andi“, sem býr í og stjórnar skynrænum líkama.
32 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016