Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 20.05.2016, Page 34

Fréttatíminn - 20.05.2016, Page 34
Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Ég fæddist í litlu þorpi í Amazon- skóginum en flutti ung með mömmu til Ríó þar sem ég ólst upp,“ segir Jozy Zareen. „Ég var í kaþólskum skóla þar sem ég lærði snemma á pí- anó en orgelið varð fljótlega líf mitt og yndi. Ég æfði allt að tíu tíma á dag og var farin að kenna og vinna sem organisti í kirkju þegar ég var fjórtán ára gömul. Þegar ég giftist, sautján ára, ákvað maðurinn minn að ég mætti ekki spila meira. Í Bras- ilíu ákveða eiginmennirnir hvað konurnar gera og hann vildi að ég ynni heima.“ „Ég átti son með eiginmanni mín- um en saknaði tónlistarinnar svo mikið að ég ákvað að fara frá honum þegar ég var 24 ára. Ég hef alltaf ver- ið mjög langt frá uppruna mínum að þessu leyti. Ég fór í háskólann og lærði grafíska hönnun en á sama tíma byrjaði ég að dansa mikið og æfa thai-chi. Þegar ég var 27 ára hitti ég íslenskan skiptinema og við urðum mjög ástfangin,“ segir Jozy sem flutti með honum til Keflavíkur ári síðar. „Það voru mikil viðbrigði. Mér bauðst engin vinna, hvorki í tónlist, grafískri hönnun né dansi, bara í fiski. Og það var mikið sjokk að sjá fyrsta launaseðilinn. Eftir að hafa unnið tíu tíma á dag, sex daga vikunnar, fékk ég sömu laun og buð- ust í unglingavinnunni. Ég var fljót að læra að á Íslandi er tvenns konar launakerfi, eitt fyrir heimamenn og annað fyrir útlendinga.“ Eftir að hafa flutt til Reykjavík- ur og skilið við fyrstu íslensku ástina fékk Jozy vinnu sem graf- ískur hönnuður en var skyndilega sagt upp nokkru síðar. „Yfirmaður minn vildi eiga með mér ástarsam- band en ég sagði nei og var rekin. Þetta er eitthvað sem þykir eðlilegt í Brasilíu en ég man hvað ég var hissa að þetta skyldi gerast á Íslandi. En ætli þetta sé ekki eins alls staðar í heiminum. Ég hugsaði alvarlega um að fara aftur til Brasilíu en svo hitti ég barnsföður minn og átti elstu dóttur mína rúmlega níu mánuð- um síðar,“ segir Jozy og hlær. „Eftir það kom aldrei til greina að fara frá Íslandi.“ Jozy fékk loks vinnu sem dans- kennari í Kramhúsinu en stofnaði nokkrum árum síðar sinn eigin dansskóla. „Ég kynntist svo Helgu Braga leikkonu og við dönsuðum magadans út um allan bæ og vor- um svakalega vinsælar. En svo kom kreppan og ég missti fyrirtæk- ið mitt,“ segir Jozy sem hefur síð- an unnið á dvalarheimilum fyrir aldraða en vinnur í dag fyrir Rauða krossinn. „Ég stefni á að læra for- ritun í haust því mig vantar vel laun- aða vinnu. Ég þarf að sjá fyrir þrem- ur dætrum mínum og eftir mína heppni í karlamálum veit ég að það er ekki hægt að stóla á karlmenn til þess,“ segir Jozy og hlær. „Draumur- inn minn er að kenna tónlist eða verða organisti og ég hef sótt um út um allt land en það er ekki hægt að komast að. Ég held maður þurfi að vera í einhverri mafíu til þess. Ég vildi að ég væri í þessari mafíu.“ Innflytjandinn Vildi að ég væri í mafíunni Jozy Zarren fæddist í Amazon- skóginum en flutti til Keflavíkur þegar hún var 27 ára gömul. Níu Kristjaníuhjól eru komin til landsins á vegum „Hjólað óháð aldri“ verkefnisins. Tilgangurinn er að hleypa til- breytingu, félagsskap, lífi og ferskum vindum í líf þeirra sem búa á dvalar- eða hjúkr- unarheimilum. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Við förum ekki það mikið úr húsi og sólin skín ekki alltaf á svölunum. Það er gott að komast út og fá ferskt loft en það er samt tilbreytingin sem mér finnst best,“ segir Rós Vilhjálmsdótt- ir, íbúi á Dvalarheimilinu Mörk, þar sem fjárfest hefur verið í einu Kristj- aníuhjóli til að bjóða íbúunum upp á tækifæri til að komast út úr húsi, fá félagsskap, ferskt loft og njóta nýrra slóða. „Um daginn fórum við alla leið inn í Blesugróf þar sem ég bjó í tæp- lega fjörutíu ár og hún Helga var svo yndisleg að taka mynd af mér fyr- ir utan gamla húsið mitt. Mér finnst þetta stórkostlegt,“ segir Rós. Ört vaxandi verkefni Það var danska hjóladrottningin Dorthe Pedersen sem byrjaði með verkefnið „Hjólað óháð aldri“ fyrir þremur árum í Danmörku. Tilgangurinn var að auka lífsgæði eldri borgara með því að koma þeim aftur á hjól. Hafist var handa að safna fyrir hinum svokölluðu Krist- janíuhjólum en þau hafa verið fram- leidd í fríríkinu í þrjátíu ár, upphaf- lega til að flytja lífrænt grænmeti og brauð á milli staða. Verkefnið óx fljótlega langt út fyrir dönsku landsteinana og síð- astliðinn vetur komu þrjú slík hjól til Íslands sem hafa verið í notkun á dvalarheimilunum Mörkinni, Sól- túni og Sunnuhlíð. Íbúar heimil- anna hafa tekið hjólunum fagnandi og óhætt er að segja að verkefnið í heild sinni hafi slegið í gegn. Nú hafa sex hjól til viðbótar verið flutt til landsins og munu þau fara til Hafn- ar, Seyðisfjarðar, Sauðárkróks, Ísa- fjarðar, Akraness og í Garðabæ en hjólin eru öll keypt með söfnunarfé ýmissa félaga í heimabyggð. Fram- kvæmdastjóri Hjólafærni á Íslandi, Sesselja Traustadóttir, heldur utan um verkefnið og hefur séð um þró- un þess á Íslandi frá því í apríl 2015. Hún segir hjólin í raun vera eins og lykil inn í samfélagið aftur. „Ég á sjálf „Um daginn fórum við alla leið inn í Blesugróf þar sem ég bjó í tæplega fjörutíu ár og hún Helga var svo yndisleg að taka mynd af mér fyrir utan gamla húsið mitt. Mér finnst þetta stórkostlegt,“ segir Rós. „Þetta er stórkostlegt!“ mömmu í Sóltúni, sem er 87 ára, og við hjóluðum saman í 1. maí göngu. Fengum okkur svo kaffi á Grettisgötu og hjóluðum svo í Laugardalinn. Við höfum ekki átt svona dag, þar sem við erum saman úti í marga klukkutíma, síðan við vorum saman á skíðum í gamla daga. Þetta er bara frá- bært.“ Hlakkar til sumarsins Á hverju dvalarheimili er ein manneskja sem sér um allt sem viðkemur hjólunum. Starfsmenn jafnt sem ættingjar geta hjólað með alla þá sem óska þess að fara í túr en einnig getur fólk skráð sig sem sjálfboðaliða. „Það falleg- asta við þetta verkefni finnst mér vera félagsskapurinn,“ segir Mar- ía Guðnadóttir, sjálfboðaliði hjá „Hjólað óháð aldri“. „Ég er sjúkra- þjálfi og bý hérna í hverfinu svo þetta er tilvalið. Við Rós erum að hjóla saman í fyrsta sinn í dag en eigum örugglega eftir að kynnast betur.“ „Já, það verður gaman að sjá Elliðaárdalinn þegar sumarið loks- ins kemur, ef það kemur,“ segir Rós og skellihlær. Á laugardaginn verða öll nýju Kristjaníuhjólin samankomin á hjólahátíð fjölskyldunnar í Kópa- vogi. Hjólin verða til sýnis og próf- unar fyrir áhugasama á hjólasvæð- inu við bókasafnið, frá klukkan 15.15-15.45. Mynd | Hari 34 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.