Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 20.05.2016, Blaðsíða 52
Sæl og blessuð, góða Margrét Pála. Mikið hef ég gaman af pistlunum þínum og þeir eru mikilvægir fyrir foreldra og fjölskyldur því það er svo lítið talað um allt það sem fylgir því að vera foreldri … bara látið eins og allir eigi að kunna að ala upp barn en ef þú færð þér hund, ferðu á námskeið í hundafræðum til að læra um uppeldi hunda. … Enginn fer á uppeldisnámskeið … og mér finnst unga fólkið alltof lítið hugsa um hvað börnin þeirra eru að gera og fylgjast alls ekki nógu vel með þeim. … Ég ræði þetta stundum við son minn og tengdadóttur af því að 12 ára strákurinn þeirra hangir alltaf í tölvunni og nú er hitt barnið þeirra, sem er bara sjö ára, farið að gera það líka. Foreldrarnir afsaka sig með að þau hafi engan tíma en þegar ég kíki inn til þeirra, eru þau sjálf í tölvunni eða með þessa síma í höndunum sem eru auðvitað engir sím- ar heldur tölvur … Mér finnst nær að þau eyði frekar frítímanum sínum með börnunum og er margbúin að segja þeim það … Þú afsakar þetta raus og kannski er ég ósköp gamaldags og af- skiptasöm amma en mig langaði að heyra álit þitt á öllum þessum tækjum … og hvort það sé ekki rétt hjá mér að foreldrar eigi að tala við börnin sín og gera eitthvað með þeim frekar en að hanga sjálf í tækjunum? … Andlega fjarverandi Kæra afskiptasama amma. Þakka þér innilega fyrir áhugavert bréf og það eru fleiri en þú sem hafa áhyggjur af net- og tölvunotkun bæði barna og fullorðinna. Þessi nýja tækni hefur á margan hátt breytt lífi okkar á aðeins tveimur áratugum og mestu breytingarnar urðu með tilkomu snjallsímanna. Við erum alltaf í kallfæri við alla í orðsins fyllstu merkingu og póst- urinn og skilaboðin og fjármálin og dagblöðin og afþreyingin eru líka í hendi okkar á hverju augna- bliki. Það er eins og við séum í mörgum veruleikum í senn, í vinnunni í símanum, sendandi skilaboð frá pósthúsinu og greið- andi reikninga í bankanum – þótt við séum í sófanum með barninu okkar. Vissulega til staðar en and- lega fjarverandi. Fortækniöldin Við vitum afskaplega lítið um áhrif og afleiðingar tækninnar. Við vitum ekki enn hvort þráðlausu netin séu skaðlaus og Frakkar eru byrjaðir að takmarka notkun þeirra í leik- og grunnskólum til að börn, sem eru mun viðkvæm- ari en fullorðnir, njóti vafans. Við vitum heldur ekki nóg um áhrif frá glóðheitum síma á heilastarf- semi okkar og við vitum of lítið um afleiðingar svonefnds skjátíma þar sem við rýnum í tifandi tölvu- og netskjái stóran hluta vökutíma okkar. Minnst vitum þó um hvað það gerir okkur að vera stöðugt „í sambandi“ við allt og alla og leyfa umræddri tækni að stjórna lífi okkar, bæði fullorðinna og barna. Ég hef leyft mér að tala um fortækniöld þar sem við prófum okkur áfram með lítilli og frum- stæðri vitneskju í græjum sem tala tungumálið 1 og 0! Tímarnir breytast En – tímarnir breytast og mennirnir með og oft erum við óþarflega hrædd við nýj- ungar. Það gildir sérlega um okkur sem erum alin upp á árdögum sjónvarpsins sem á sínum tíma skók líf okkar með tilheyrandi ótta um að samskipti myndu líða undir lok. Auðvitað varð svo ekki enda erum við, mannskepnan, sérdeilis aðlögunarhæf og flink að endur- skapa umhverfi okkar til góðs – en það tekur tíma. Gamla „sjónvarp- skynslóðin“ stjórnast af þeirri dagskrá sem sjónvarpsrásir bjóða þeim upp á en yngra fólk velur að horfa þegar því hentar. Mögulega verður sonur þinn og tengdadótt- ir kynslóðin sem lætur tæknina stjórna sér en börnin okkar í dag munu láta græjurnar þjóna sér. Ég sé hvernig ungmenni eiga bæði mikil og góð samskipti á netinu og nýta sér aðgengið að heim- inum á veraldarvanan hátt. Þau sökkva sér í áhugamál og „hitta“ andlega skyld ungmenni hvar sem er í heiminum. Þau sem hafa lent í félagslegum erfiðleikum í skóla eða eiga erfitt heima, finna sér oft félaga og sáluhjálp á netinu. Áhyggjuefni? Netið býður upp á endalausa og jákvæða möguleika en þar er líka villugjarnt. Foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum og verða að fylgjast með ferðum þeirra í netheimum eins og annars staðar. Þau eiga líka að skammta tölvu- og tækjatíma og tölvufíkn getur orðið raunverulegt vandamál sem krefst sérfræðiaðstoðar. Við, ömmur og afar, erum mikilvægt uppeldisafl en stjórnum hvorki uppkomnum börnum okkar né barnabörnum. Hins vegar búum við yfir þekkingu og reynslu sem árin hafa fært okkur og getum gef- ið mikið af okkur. Ég ráðlegg þér að „gefa“ barnabörnunum þínum raunverulegan tíma – hið nýja gull Vesturlanda. Bjóddu þeim með þér að sinna skemmtilegum verk- efnum og leggið tækin til hliðar í „ömmu“ samveru. Það má spila, baka, laga til í garðinum, ís-rúnta, skreppa á safn eða í sund, horfa saman á bíómynd með hressingu eða bara spjalla saman. Börnin munu mögulega nöldra ögn yfir netleysinu en samt njóta þess að vera öll saman í einum veruleika um stund. Sendið Möggu Pálu spurningar á maggapala@frettatiminn.is og hún mun svara í næstu blöðum. Uppeldisáhöldin „Hangir endalaust í tölvunni“ Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið: Mán. - föst. kl. 09-18 Laugardaga kl. 11-15 innréttingar danskar í öll herbergi heimilisins Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum, klæðningum og einingum, geFa þér endalausa möguleika á að setja saman þitt eigið rými. sterkar og glæsilegar Guðrún Veiga Guðmundsdóttir gudrunveiga@amk.is Helgarnar á mínu heimili eru yfirleitt þaulskipulagðar. Eiginmaður minn, Guðmundur Andri, er sjómaður og því er ég ein með báða strákana okkar annan hvern mánuð. Hér er um tvo vel virka fjörkálfa að ræða, því er vissara fyrir mömmuna að vera svo- lítið skipulagða og passa að þeir hafi alveg nóg fyrir stafni,“ segir Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, kennari og fjölmiðlafræðingur. „Ef strákarnir mínir fengju al- farið að ráða þá færum við senni- lega í sund á föstudegi og kæm- um ekkert upp úr lauginni fyrr en á sunnudag. Uppáhalds laugin okkar í augnablikinu er Ásvalla- laug í Hafnarfirði og svo færist sundlaugin á Álftanesi sífellt ofar á vinsældarlistanum en þar er stór- skemmtileg öldulaug.“ Rannveig segir nauðsyn að all- ar huggulegar helgar endi á góðu kósíkvöldi. „Á slíkum kvöldum er öllum leyft að draga sængurnar fram í sófa. Þar liggjum við svo í einum haug með nóg af góðgæti og vel valda mynd á skjánum. Best finnst mér svo að sofna helst áður en myndin klárast, ég er þó hugsanlega ein á þeirri skoðun. Að mati eiginmanns míns sofna ég víst óþarflega oft á sófanum.“ Kósí Rannveig Jónína ásamt sonum sínum, Friðriki Franz og Stefáni Loga. Dugleg að þræða hinar ýmsu sundlaugar Rannveig Jónína væri líklega alltaf í sundi ef synir hennar fengju að ráða …fjölskyldan 8 | amk… FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016 Eiginmaður minn, Guðmundur Andri, er sjómaður og því er ég ein með báða strákana okkar annan hvern mánuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.