Fréttatíminn - 20.05.2016, Side 56
barnanna leiða för og líkt og í öll-
um ferðum Ferðafélags barnanna
er gengið á forsendum barnanna,
farið rólega og þess
notið að vera úti í
náttúrunni.
Gott er að
vera í göngu-
eða íþróttafatn-
aði, göngu- eða
íþróttaskóm og klæða sig eftir
veðri og taka með sér nesti í bak-
poka. Boðið verður upp á glaðn-
ing í síðustu göngunni.
Nánari upplýsingar má
finna á Facebook og
heimasíðu SÍBS og FÍ.
Þátttaka er ókeypis
– allir velkomnir
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
gudrunveiga@amk.is
Hildur Karen Sveinbjarnardótt-
ir frá Seyðisfirði var ein af hinum
fjölmörgu sem gengu á Hvanna-
dalshnjúk um síðustu helgi við frá-
bær skilyrði. „Ég var nú eiginlega
plötuð út í þetta, haldandi að þessi
ganga yrði aldrei að veruleika,“
segir Hildur Karen sem kveðst
ekki hafa verið mikill göngugarp-
ur eða fjallageit áður en hún skellti
sér upp á Hvannadalshnjúk.
„Ég missti til dæmis lífsviljann á
Snæfellsjökli fyrir ekki svo löngu,“
segir Hildur Karen hlæjandi. En
gangan á Snæfellsjökul var hluti af
undirbúningnum fyrir hæsta tind
Íslands. „Það er auðvitað mikil-
vægt að undirbúa sig vel og það
gerir maður með því að ganga á
fjöll. Mælt er með því að taka fjóra
mánuði í að búa sig undir gönguna
á Hnjúkinn og fara á miserfið fjöll
á því tímabili. Ég fór nú svolítið
seint af stað, en með látum, eins
og ég á til og var að taka aðra
gönguæfinguna mína á Snæ-
Göngugarpur Hildur Karen fór á Hvannadalshnjúk ásamt fleirum í frábæru veðri.
Hildur Karen Svein-
bjarnardóttir fór
fremur geyst af stað
þegar hún hóf að
undirbúa sig fyrir
göngu á Hvannadals-
hnjúk
Missti lífsviljann
á Snæfellsjökli
fellsjökli, sem var 9 tíma ganga
í vondu veðri. Lífsvilji minn var
ekki mikill á köflum.“
Hildur Karen hélt áfram æfing-
um eftir ævintýrið á Snæfellsjökli
og segir mikilvægt að vera hluti
af góðum hópi til þess að gera
fjallgöngur skemmtilegar. „Áður
en gönguhópurinn sem myndað-
ist í kringum þess ferð á Hvanna-
dalshnjúk varð til hafði ég afar
lítinn áhuga á fjallgöngum. Það er
merkilegt hvað góður félagsskap-
ur gerir mikið og núna verð ég að
játa að mér þykir þetta sport ansi
skemmtilegt,“ segir Hildur sem
hikar þó þegar hún er spurð hvort
hún ætli sér aftur á Snæfellsjökul.
Gangan á hæsta tind Íslands
reyndist auðveldari en Hildur
Karen hélt. „Þessi ganga er alveg
á allra færi, þó ég mæli eingöngu
með að fara í góðu veðri. Það er
ekkert stuð í þessu nema það sé
gott útsýni og hægt að taka reglu-
legar sólbaðspásur. Gangan sjálf
var alls ekki erfið, nema kannski
helst á leiðinni niður þegar það var
komin sólbráð. Annars voru þetta
stórskemmtilegir 15 tímar í frá-
bæru veðri og góðum félagsskap,“
segir Hildur Karen sem ætlar sér
í næstu göngu á Fimmvörðuháls í
lok júní.
Unnið í samstarfi við SÍBS
og Ferðafélag Íslands
Sameiginlegt mark-mið SÍBS og FÍ er að stuðla að bættri heilsu þjóðarinn-
ar. Ferðafélag barnanna
var stofnað til að hvetja
börn og foreldra til útiveru
og samveru í náttúru landsins en
einnig má nefna fjallaverkefni FÍ
og Biggest winner.
Í starfi SÍBS er lögð áhersla
á vitundarvakningu, endurhæf-
ingu, virkni og fræðslu, samanber
Reykjalundarnámskeið SÍBS, SÍBS
blaðið og gönguáskoranir SÍBS
með gönguklúbbnum Veseni og
vergangi og nú einnig með FÍ og
Ferðafélagi barnanna.
Fararstjórar frá Ferðafélagi
Sunnudagsgöngur
fjölskyldunnar í júní
SÍBS, Ferðafélag barnanna og Ferðafélag Íslands (FÍ) bjóða
upp á gönguferðir á sunnudögum í júní fyrir alla fjölskylduna
Dagskráin er sem hér segir:
Sunnudagur 5. júní kl. 11 – 12.30 Nauthóll – gengið um í Öskjuhlíðinni
Sunnudagur 12. júní kl. 11 - 12.30 Bílastæði við Rauðhóla
– ratleikur í reit FÍ um Heiðmörk
Sunnudagur 19. júní kl. 11 – 12.30 Árbæjarlaug
– gengið um í Elliðaárdal
Sunnudagur 26. júní kl. 11 – 12.30 Grótta
– gengið um í fjörunni við Gróttu
Góðar stundir
Stoltir krakkar í
Laugavegsgöngu
Ferðafélags barn-
anna í fyrrasumar.
Dömubindi og bómull
sem fara betur með þig og umhverfið
…útivist 12 | amk… FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 2016