Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 11.06.2016, Page 2

Fréttatíminn - 11.06.2016, Page 2
Móðir mannsins segist hissa á þeirri hörku sem inn- heimtufyrirtæki á vegum Landspítalans sýna við að innheimta skuldir sem aug- ljóslega fáist ekki greiddar Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Sonur minn fær reglulega póst frá innheimtufyrirtækjum fyrir meðferð á geðdeild og hótanir um frekari aðgerðir verði ekki greitt,“ segir móðir manns á fertugsaldri sem hefur um árabil glímt við geð- sjúkdóm. Alls átti Landspítalinn 640 milljóna króna útistandandi kröfur á einstaklinga í fyrra sam- kvæmt ársreikningi, þar af voru 216 milljónir vegna ósjúkratryggðra. Einungis fjórir af hverjum tíu sem leita til geðdeildarinnar staðgreiða komugjöldin. „Sonur minn er iðnmenntaður og vill vinna þrátt fyrir veikindin en stendur ekki til boða að vinna hlutastarf í sínu fagi og ræður ekki við álagið sem fylgir fullri vinnu,“ segir hún. „Þá er hann ekki tilbúinn til að sækja um örorkubætur.“ Móðir mannsins leigir fyrir hann íbúð ásamt föður hans, en sjúk- dómurinn auðveldar honum ekki að ná endum saman eða hafa yf- irsýn yfir skuldir. Hann er núna í gjaldþrotameðferð en hún segir erfitt að sætta sig við að Landspít- alinn eigi hlut að máli með enda- lausum bréfum frá innheimtufyrirtækj- um. Hún segist vilja taka fram að syni sín- um hafi aldrei verið neitað um þjónustu vegna þessa, greiðsluseðl- arnir fari bara sína leið í kerf- inu. Það sé þó ljóst að vanskil í hvaða mynd sem er séu líkleg til að gera honum erfitt fyrir að ná tökum á lífi sínu. „Mér finnst þetta bara svo grimmt, ég er afar ósatt við þetta,“ segir hún. Ekki fæst uppgefið hversu stór hluti af útistandandi kröfum Landspítalans vegna komugjalda er vegna sjúklinga sem hafa leitað til geðsviðs, en minnihluti þeirra staðgreiðir komugjöldin sem gæti bent til þess að þetta sé út- breitt vandamál. Sigrún Guðjónsdóttir, deildarstjóri innheimtu og fjársýslu Landspít- ala, segir að alls lendi um fjórðungur sjúk- linga í vanskilum vegna komugjalda. Sjúklingar sem ekki staðgreiða fá innheimtuseðil og sé hann ekki greiddur fari skuldin í milliinnheimtu hjá Íslandsbanka, sem sendir út tvo greiðsluseðla. Fáist þeir ekki greiddir tekur lögfræðiinnheimta við. Mansal „Við ætlum að fara og kæra hann í vikunni,“ segir Bilal Fathi Tamimi sem hyggst kæra finnskan mann, Yosef Benani, fyrir vinnumansal þegar hann var fjórtán ára gamall. Valur Grettisson valur@frettatiminn Bilal var sleppt úr finnsku fangelsi á mánudaginn eftir að réttað var yfir honum vegna ásakana um að hann hefði gengið í skrokk á mann- inum, sem Bilal segir að hafi þrælað sér út á unglingsaldri við að rífa í sundur bílhræ. Bilal flúði hingað til lands þegar hann var fimmtán ára gamall, eins og Fréttatíminn greindi frá í maí, en sjálfur er hann ríkisfangslaus. Bilal mátti dúsa í fangelsi í tvær vikur í Finnlandi á meðan hann beið þess að réttað yrði í málinu. Réttarhöldin fóru fram á mánu- daginn. „Þetta var kannski sérkennilegt að því leytinu til að öll vitni báru fyrir sig minnisleysi, og menn virt- ust ansi hræddir við Yosef,“ segir Ida Jensdóttir, tengdamóðir Bilal, en hún og unnusta Bilal, Kolgríma Gestsdóttir, hafa verið úti í Finn- landi síðan hann var framseldur. Bilal játaði undanbragðalaust að hann hefði gengið í skrokk á mann- inum þegar hann var fimmtán ára, en ástæðan var sú að hann krafð- ist þess að fá greitt fyrir vinnu sína eftir að hafa starfað hjá mannin- um í tæpt ár. Nokkuð ber í milli þegar kemur að frásögn Bilal og mannsins, sem segir Bilal, ásamt eldri manni sem einnig fékk ekki greitt, hafa lamið sig illa, hellt yfir sig bensíni og rænt 1400 evrum og bíl af sér. „Við gátum fylgst ágætlega með þar sem við vorum með íslenskan túlk,“ segir Ida um réttarhöldin og bætir við: „Og þarna kom í ljós að framburður Yosef stangaðist á við fyrri framburð hans.“ Ida segir dómarann, sem var kona, hafa virst skilningsrík á að- stæður Bilal og dæmdi hann í skil- orðsbundið fangelsi. Hann er því laus allra mála, haldi hann skilorð. Dómurinn sjálfur verður þó ekki kveðinn upp fyrr en 21. júní. Það breytir því þó ekki að Bilal og fjöl- skylda koma hingað til lands í dag, föstudag. Bilal er sáttur við úrslit málsins. „Ég er bara ánægður með að þessu sé lokið,“ segir hann. Tónlistarflakk í Hörpu Víkingur Heiðar býður til hátíðarinnar í fimmta sinn. Það styttist í björtustu daga ársins og um það leyti fer tónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music fram í Hörpu, dagana 16.-19. júní. Á hátíð- inni verður boðið upp á fjölbreytt ferðalög um forvitnilega heima tón- listar frá ýmsum tímum. Þema há- tíðarinnar að þessu sinni er flakkið á hinum frjálsa förusveini eða „Wanderer“ eins og hann þekktur úr tónlistarsögunni. Farið er víða, út í geim og inn í sálina. Listamennirnir á hátíðinni koma úr ýmsum heimshornum og safn- ast saman undir forystu Víkings Heiðars Ólafssonar, píanóleikara og listræns stjórnanda hátíðarinnar. Fréttatíminn er samstarfsaðili há- tíðarinnar og fagnar samstarfinu. Allar nánar upplýsingar er að finna á slóðinni reykjavikmidsummermusic.com. | gt Eftirsóttar lúxusíbúðir á Nesinu Dýrustu íbúðirnar rifnar út Íbúðirnar eru glæsilegar og staðsetningin eftirsótt. Fasteignaviðskipti Flestar íbúðir í nýju glæsi- húsi við Hrólfsskálamel seldust fyrir metverð eftir að hafa verið boðnar til sölu í rúman mánuð Dýrustu íbúðirnar í nýju 34 íbúða fjölbýlishúsi á Sel- tjarnarnesi fóru á annað hundrað milljónir. Alls er um að ræða 34 íbúðir en einungis þrjár íbúðir á jarðhæð eru óseldar. Mikil eftirspurn var eftir íbúðunum en dýrustu íbúðirnar eru glæsilegar þakíbúðir, sex herbergja með bílskúr. Íbúðirnar seldust upp á um það bil mánuði, en engum samningum hefur verið þinglýst. Pétur Hannesson hjá Upphafi, fasteignafélagi sem eru í eigu sjóðs á vegum Gamma, sagðist ekki staðfesta neitt um kaupverðið enda væri um kauptilboð að ræða. Við- skiptin hefðu formlega ekki farið fram og því ekki hægt að fullyrða um endanlegt kaupverð. Samkvæmt heim- ildum Fréttatímans er kunnur lýtalæknir í borginni einn þeirra sem hefur fest sér þakíbúð í húsinu fyrir um 150 milljónir. Það fékkst þó ekki staðfest. | þká Kærir vinnumansal sem hann lenti í sem unglingur Bilal og Kolgríma, unnusta hans, en þau eru úti í Finnlandi ásamt móður Kolgrímu. Bilal var 14 ára gamall þegar hann lenti í vinnumansali í Finnlandi. Hann ætlar að kæra atvik- ið til lögreglu. 14 Samgöngur Framsóknar- maður mótmælir umferð ökutækja yfir Fossvogsbrú „Við í Framsókn teljum að strætó eigi ekki að fara yfir þessa brú, en vagnarnir geta auðvitað stoppað við brúarsporðinn sitt hvoru megin,“ segir Kristinn Dagur Gissurarson, varabæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins í Kópavogi, en hann bók- aði sérstaklega mótmæli á fundi bæjarráðs síðasta fimmtudag, við því að strætisvögnum yrði hleypt yfir fyrirhugaða brú yfir Fossvog- inn. Bæjarfulltrúi Vinstri grænna tók undir það. Hugmyndin um brúna var fyrst kynnt árið 2013 og var þá kynnt sem göngu- og hjólabrú með möguleika á strætisvagnaumferð. Um er að ræða samstarfsverkefni á milli Reykjavíkurborgar og Kópa- vogs og virðist nokkur áhersla á að strætó geti nýtt sér leiðina, sem styttir allverulega ferðatímann yfir í Kópavog „Maður óttast líka hvað gerist ef það er opnað á þetta. Til að mynda hvort leigubílaumferð eða annað í þeim dúr myndi fylgja á eftir,“ segir Kristinn Dagur en á fundinum var samþykkt að stofna starfshóp um framkvæmdina. | vg Vill ekki strætó yfir Fossvogsbrú Ungur maður með geðsjúkdóm í gjaldþrotameðferð Hótunarbréf vegna skuldar við geðdeild Innheimtuseðlar frá Landspítala vegna komugjalda á geðsvið.Fjórðungur lendir í vanskilum Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum staðgreiða um 76 prósent sjúklinga komugjöldin að meðaltali á spítalanum. Á geðdeildinni staðgreiða hinsvegar einungis 40 prósent sjúklinganna og 60 prósent á bráðadeildum. Á hverju ári afskrifar spít- alinn um 3 til 4 prósent van- goldinna komugjalda. 2 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 11. júní – 12. júní 2016 Grillbúðin Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 gasgrill 3ja brennara Niðurfellanleg hliðarborð • 3 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrað lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Vönduð yfirbreiðsla fylgir • Afl 10,5 KW Á R A grillbudin.is AFMÆLISTILBOÐ 79.900 VERÐ ÁÐUR 98.900 50 áraAFMÆLISTILBOÐ Nr. 12934 Brúin var fyrst kynnt árið 2013, en ekki er búið að samþykkja endanlegt útlit hennar.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.