Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 11.06.2016, Side 4

Fréttatíminn - 11.06.2016, Side 4
Aðrir for- setafram- bjóðendur virtust ekki vera á Instagram en þegar farið var á Facebook mátti finna meðal annars Elísabetu Jökuls- dóttur með hundana sína tvo, Zizou og Keano. Eftir myndinni að dæma er uppeldi þeirra afar frjálslegt en þeir virðast fara út að labba með Elísabetu, en ekki öfugt. Verð áður 249.900 199.920 Planet Pro Focus Planet hjóin eru sérstaklega viðhaldsfrí, töff, þægileg, hraðskreið og skemmtileg bæjarhjól. Það hægt er að setja á þau bretti, standara, bögglabera og nagladekk. Það er búið glussa diskabremsum, innbyggðum 8 gíra Shimano alfine gírbúnaði og endingargóðri carbon reim sem endist 10 x lengur en hefðbundin keðja. Þannig losnar maður við að þurfa að smyrja skítuga og ryðgaða keðju á samgönguhjólinu sem er í stöðugri notkun. Vönduð Þýsk hönnun og verkvit færir manni úrvals hjól á góðu verði. AFSLÁTTUR ÞÝSKT GÆÐAHJÓL Á FRÁBÆRU VERÐI Götuhjól Dalshrauni 13 Hafnarfjörður 565 2292 hjolasprettur@hjolasprettur.is hjolasprettur.is Fatnaður Pumpur Fatnaður Pumpur Hjálmar Hjálmar Fatnaður Pumpur Hjálmar Stjórnmál EM í fótbolta hugs- anlegur áhrifavaldur fyrir forsetakosningar „Það sem maður getur sagt, er að þetta er sérstök staða og fordæma- laus,“ segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur en viðbúið er að hátt í 20 þúsund Íslendingar muni ferðast til Frakklands á Evrópumeistaramótið í fótbolta, sem fram fer á svipuðum tíma og forsetakosningarnar. Fari svo að Ís- lendingar nái ekki að vinna sig upp úr riðlinum, má búast við að þorri ferðalanganna snúi heim aftur í kringum 25. júní, sem er kjördag- ur, en síðasti leikur landsliðsins á mótinu er 22. júní. Ekki er útilokað að landsliðið keppi á kjördag, kom- ist það upp úr riðlinum. Nú þegar hafa hátt í 2500 manns kosið utan kjörfundar. „Og eins og staðan er núna, þá er Guðni Th. Jó- hannesson með sterkustu stöðuna, það má því leiða líkur að því að hann hagnist helst á því ef margir kjósa utan kjörfundar núna,“ segir Grétar Þór. Hann bætir hinsvegar við: „Gerist samt eitthvað dramat- ískt, sem ég veit nú ekki alveg hvað ætti að vera, þá getur fólk kosið aft- ur þegar það snýr til baka og breytt þannig atkvæði sínu.“ Grétar segir þó erfitt að meta það hvort það sé hægt að leggja eitt- hvert mat á þann fjölda sem fer til útlanda skömmu fyrir kosningar, enda fordæmalaust að sögn stjórn- málafræðingsins. Hann segir það þó afar ólíklegt að slík þátttaka hafi einhver áhrif á niðurstöðu kosn- inganna. Meðal annars vegna þess að Guðni er mjög sterkur í öllum aldurshópum. | vg Hátt í 20 þúsund Íslendingar fara til Frakklands skömmu fyrir forsetakosningar Risavaxinn ferðamánuður gæti haft áhrif á kosningar Gífurlegur fjöldi Íslendinga verður í Frakklandi rétt fyrir kosningar. Kosið utan kjörfundar Alls hafa um 2.350 kosið utan kjörfundar á höfuðborgar- svæðinu frá 30. apríl síðast- liðnum, samkvæmt upplýs- ingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að kjósa í Perlunni. Mælt með að foreldrum sé bent á bólusetningar Heilbrigðismál Í nýjum bæklingi Reykjavíkurborgar er mælst til þess að starfs- fólk leikskóla veki athygli foreldra á bólusetningum barna. Til stendur að endurútgefa bækling um ýmsa þætti um hreinlæti í leik- skólum, en sú breyting hefur verið gerð að þar er sérstaklega hnykkt á viðbrögðum starfsfólks leikskóla komi í ljós að barn sé ekki bólusett. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins lögðu fram á síðasta ári tillögu þar sem miðaði að því að börnum sem væru ekki bólusett yrði meinuð vist á leikskólum borgarinnar til þess að vernda yngri börn. Þeirri tillögu var hafnað. Á fundi borg- arráðs Reykjavíkur síðasta fimmtu- dag var aftur á móti samþykkt að fela borgarstjóra að hafa samráð við sóttvarnalækni og landlækni um hvernig Reykjavíkurborg getur best stutt við stefnu heilbrigðisyfirvalda um bólusetningar barna. Í bæklingi sem starfsfólk leik- skóla fær í hendurnar kemur fram að ef í ljós kemur að barn foreldris er ekki bólusett sé mælst til þess að starfsfólk leikskóla styðji við stefnu heilbrigðisyfirvalda um bólusetn- ingar barna með því að vekja athygli foreldra á bæklingi embættis land- læknis um bólusetningar. | vg Nokkur umræða hefur verið um bólusetningar barna. Námslán í Noregi og á Íslandi samkvæmt nýju reglunum Hærri framfærsla, hærri vextir, lengri lánstími, meiri skuld Einstaklingur Framfærsla á mánuði: 157 þús. kr. 188 þús. kr. Heildarstyrkur: 3,1 m.kr. 2,9 m.kr. Skuld við námslok: 4,7 m.kr. 6,0 m.kr. Heildarendurgreiðsla: 4,7 m.kr. 12,2 m.kr. Skuld eftir 20 ár: 0 kr. 3,9 m.kr. Frambjóðendur stilla sér upp Davíð Oddsson hefur gert það gott á Instagram undanfarið en með þessari mynd sló hann margar flugur í einu höggi, hvað varðar minnihlutahópa. Þannig ræddi hann við svartan mann í stæði fyrir fatlaða með Hrafnistu í bak- sýn. Geri aðrir betur. Guðni reyndar kemst ansi nærri því. Hér kemur hann fram sem einkar fjölmenningarlegur fram- bjóðandi á fjölmenningardegi, hvorki meira né minna. Hildur Þórðardóttir gekk alla leið þegar hún blandaði geði við fólk á þessum vinnu- stað. Spurningin er, vinnur hún þarna? LÍN Nýtt frumvarp mennta- málaráðherra á að færa lána- kerfið nær því sem gerist á Norðurlöndunum. Gangi það í gegn fara íslenskir náms- menn þó út í lífið með marg- falt hærri skuldir á bakinu Valur Gunnarsson valur@frettatiminn.is Samkvæmt LÍN-frumvarpi Illuga Gunnarssonar menntamálaráð- herra er gert ráð fyrir að framfærsla barnlausra námsmanna í leiguhús- næði sé um 1.7 milljónir króna á ári. Þar af mun námsmaðurinn fá 585 þúsund krónur í styrk. Kjör norska námsmannsins eru við fyrstu sýn svipuð, hans framfærsla er tæplega 1.6 milljónir á ári, þar af 625 þúsund krónur í styrk. Þegar endurgreiðslukjörin eru skoðuð lítur dæmið hinsvegar öðruvísi út. Að fimm ára námi loknu skuldar Norðmaðurinn um 4.7 milljónir íslenskra króna. Með tilliti til verðbólgu eru raunvext- ir í Noregi nálægt núll prósent, og mun hann því þurfa að greiða sömu upphæð til baka. Eftir fimm ár nám skuldar hinn íslenski nemi um sex milljónir, en þar sem gert er ráð fyr- ir þrjú prósent vöxtum mun hann á endanum þurfa að greiða 12 milljón- Íslenskir námsmenn sligast af skuldum LÍN-frumvarpið: Þrefalt dýrara lán en í Noregi ir sé hámarks lánstími nýttur, sem er 40 ár. Þetta er næstum þrefalt meira en Norðmaðurinn, þó fram- færslukostnaðurinn á Íslandi sé að- eins um 16 prósent hærri. Endurgreiðslubyrðin á mánuði er í báðum tilfellum frekar svip- uð. Norðmaðurinn greiðir 23.300 krónur en Íslendingurinn 25.300. Hámarkslánstími er þó helmingi styttri í Noregi, eða 20 ár. Ef mið- að er við fjögurra ára nám sem Norðmaðurinn greiðir til baka á 20 árum, þá á Íslendingurinn enn þrjár milljónir króna eftir ógreiddar að þessum sömu árum liðnum. Ef fólk er lengur í námi breytast þessar tölur enn. Norðmenn geta verið í mesta lagi átta ár á námslán- um en Íslendingar sjö. Íslendingar fá þó aðeins styrk fyrstu fimm árin, samkvæmt frumvarpinu, en eftir það fellur hann niður. Norðmenn fá styrkinn hinsvegar út tímabilið. Eftir sjö ára nám þarf Íslendingur því að endurgreiða 20 milljónir í allt en Norðmaðurinn 6.5. Barnafólk fær ríflegri lán í ís- lenska kerfinu en styrkurinn helst óbreyttur. Í Noregi hækkar hins- vegar styrkurinn fyrir hvert barn. Þannig verður hann 870 þúsund á ári fyrir einstætt foreldri með eitt barn, en 1.1 milljón séu börnin tvö. Eftir fimm ára nám skuldar hið norska foreldri 4.6 milljónir, það sama og hinn einhleypi. Íslenska foreldrið skuldar hinsvegar um 18 milljónir hafi það tekið hámarkslán, eða þrisvar sinnum meira en barn- laus námsmaður. Kjör Íslendinga á meðan á námi stendur eru því síst lakari en Norð- manna. En þegar kemur að því að borga til baka má vera ljóst að ís- lenskir námsmenn fara með tals- vert þyngri bagga út í lífið. Mynd | Getty 4 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 11. júní – 12. júní 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.