Fréttatíminn - 11.06.2016, Side 10
Þar sem staða barnafjöl-skyldna hefur versnað á undanförnum árum og áratugum er kominn tími
til að velta fyrir sér hvort eitthvað sé
bogið við grunnkerfi samfélagsins
sem veldur því að hagsmunir þessa
hóps eru fyrir borð bornir.
Unga fólkið sem eignast börnin
er með lægri laun en aðrir og hef-
ur dregist hratt aftur úr öðrum
aldurshópum. Ungt fólk er líklegra
til að leigja húsnæði og býr því við
meira óöryggi og hærri húsnæð-
iskostnað en aðrir. Lánskjör náms-
lána hafa farið versnandi og nú eru
uppi ráðagerðir um að hækka enn
vexti á þessum lánum og þar með
greiðslubyrðina. Verkalýðsfélög
og fyrirtækjaeigendur hafa sam-
þykkt að hækka lífeyrisgreiðslur
sem girðir fyrir mögulegar skatt-
greiðslur til að fjármagna hærri
barnabætur, leigubætur eða ann-
an stuðning við ungt fólk og barna-
fjölskyldur.
Ungt fólk hefur búið til hugtak-
ið: Sjónarmið sjötugra. Það lýsir
upplifun ungs fólks í samfélagi sem
aðlagað er hagsmunum þeirra sem
komnir eru af besta aldri og þeirra
sem hafa ekki lengur börn á fram-
færslu.
Þetta er vont ástand. Það er vit-
laus stefna sem leiðir til þess að
fólkið sem á börnin og þarf að búa
þeim sem bestar aðstæður hafi það
verra en aðrir. Það er heimskulegt.
Við ættum að stefna að samfélagi
þar sem barnafjölskyldur hafa það
sem allra best.
Það má örugglega rekja hluta af
þessarar þróunar til þess að börn-
um hefur fækkað hlutfallslega. Fólk
eignast færri börn og systkinahópar
eru fáskipaðri. Á sama tíma lifir fólk
lengur. Það eru sífellt fleiri og fleiri
heimili þar sem engin eru börnin.
Það má vera að okkur sé ekki
eins tamt og áður að hugsa um hag
barnafjölskyldna. Mögulega eru
þær að verða eins og einn af hags-
munahópunum. Þær nutu þess áður
að vera svo samfléttaðar allri sam-
félagsgerðinni að þær komust sjálf-
krafa á dagskrá. Eftir því sem barna-
fjölskyldum fækkar hlutfallslega því
neðar í forgangsröðuninni færast
þær. Og þar með börnin.
Það er ef til vill kominn tími til að
við veitum börnum kosningarétt
svo hagsmunir þeirra muni lita bet-
ur samfélagið sem þau alast upp í.
Fyrir rúmum hundrað árum þótti
fráleitt að konur hefðu kosninga-
rétt. Fyrr á árum þótti fráleitt að fá-
tækir hefðu kosningarétt, skuldugir,
fangar. Fyrir öld hafði fólk undir 25
ára ekki kosningarétt þótt það hafi
þá verið harðfullorðið fólk, löngu
komið út á vinnumarkaðinn, búið
að greiða skatta árum saman og
með heimild til að gifta sig og skilja.
Ég fékk kosningarétt tvítugur
og börnin mín 18 ára. Samt var ég
orðinn ágætlega meðvitaður um
pólitík fyrir 12 ára aldurinn, stóð
meðal annars í nokkurri kjarabar-
áttu pikkalóa á Hótel Sögu, sem
stóðu utan allra stéttarfélaga (enda
starfsstétt saman sett af börnum).
Ég man að þegar ég reifst um póli-
tík við Pétur Sigurðsson heitinn, al-
þingismann og sjómann, blöskraði
honum róttækni mín og sagði hann
mér að lesa Moggann með bréfpoka
yfir hausnum.
Ég finn engin tímamót í mínu lífi
sem réttlæta það að ég hafi fyrst
fengið að kjósa tvítugur eða þau skil
í lífi barna minna sem urðu við 18
ára aldurinn.
Ef við hugsum út frá kosningarétti
barna er undarlegt að á einu heim-
ili fari barnlaust par með tvö at-
kvæði en á öðru heimili búi fimm
manna fjölskylda með jafnmörg at-
kvæði.
Við getum líka metið þetta út frá
persónurétti. Börn hafa ekki kosn-
ingarétt af því að aðrir hafa svo
sterka stöðu í samfélaginu að þeir
geta svift þau réttinum. Börn hafa
ekki kosningarétt af því að þau vilja
hann ekki. Þau hafa ekki kosninga-
rétt af því við höldum réttinum frá
þeim.
Ef til vill klórar einhver sér í koll-
inum yfir framkvæmdinni. Ein út-
gáfa gæti verið að foreldrar færu
með atkvæðisrétt barna fram að
sjö ára aldri, börn mættu taka for-
eldra sína með sér í kjörklefann
fram að 12 ára aldri en ættu eftir
það að kjósa ein. Þetta er ein út-
gáfan. Endilega veltið fyrir ykkur
öðrum útfærslum.
Það má sjá fyrir sér margar góðar
afleiðingar af almennum og óskil-
yrtum kosningarétti allra manna.
Ein er vaxandi tilfinning frá blautu
barnsbeini að samfélagið sé eitt-
hvað sem við eigum öll saman og
berum öll sameiginlega ábyrgð á,
en ekki eitthvað sem við tökum yfir
fullmótað þegar búið er að temja
okkur.
Gunnar Smári
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is
Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir.
Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri:
Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
BÖRN ÆTTU
AÐ HAFA
KOSNINGARÉTT
Ólafur Darri Ólafsson
Stoppar allt. Vörnin treystir
honum og hann vörninni
Raggi
Kjartans
Messi íslenskra
lista
Jónsi í Sigurrós
Frábær einn á
móti einum.
Selur treyjur
Ólafur
Elíasson
Tían í liðinu, með
íslenskt vegabréf
Ingvar E.
Sigurðsson
Spengilegur upp
kantinn
Mugison
Villta náttúru-
barnið
Arnaldur
Indriðason
Vinsæll og djúpur
leikmaður. Mikið
auga fyrir leiknum
Stefán Máni
Tuddinn með
tæklingarnar
Baltasar
Kormákur
Sókndjarfur
bakvörður
Jón Kalman
Stefánsson
Andlegur leiðtogi
liðsins
Sigurjón
Kjartansson
Tekur alla háa
bolta
VÖRNIN:
MARKIÐ:
MIÐJAN:
SÓKN:
Á BEKKNUM:
Hallgrímur Helgason
Leikur síðustu 20
mínúturnar.
Benedikt Erlingsson
Leynivopn liðsins.
Gyrðir Elíasson
Heldur uppi stemn-
ingu á bekknum.
Sjón
Vara markmaður.
Guðbergur Bergsson
(í banni).
KARLALANDSLIÐIÐ Í LISTUM
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir á
sk
ilja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
75
39
1
KRÍT
KRÍT
Frá kr. 93.845
m/ekkert fæði innif.
Netverð á mann frá
kr. 93.845 m.v. 2 fullorðna
og 2 börn í íbúð. Netverð
á mann frá kr. 113.295
m.v. 2 fullorðna í stúdíó.
16. júní í 11 nætur.
Frá kr. 84.845
m/ekkert fæði innif.
Netverð á mann frá
kr. 84.365 m.v. 2 fullorðna
og 1 barn í íbúð/herb/
stúdíó. Netverð á mann
frá kr. 89.995 m.v. 2
fullorðna í íbúð/herb/
stúdíó.
16. júní í 11 nætur.
Helios
Apartments
Stökktu
SPOTTPRÍS
ALGJÖRUM
SÓL Á
COSTA DE ALMERÍA
Frá kr. 143.365
m/allt innifalið
Netverð á mann frá
kr. 143.365.m.v. 2
fullorðna og 1 barn í herb.
Netverð á mann frá kr.
178.395 m.v. 2 fullorðna
í herb.
13. júní í 10 nætur.
Protur Roquetas
Hotel & Spa
Allt að 33.000 kr. afsláttur á mann
Allt að 40.000 kr. afsláttur á mann
Allt að 47.000 kr. afsláttur á mann
Allt að
47.000 kr.
afsláttur á mann
FRÁ KR.
45.330
MALLORCA
Frá kr. 45.330
Netverð á mann frá
kr. 45.330 m.v. 2 fullorðna
og 1 barn í íbúð/herb/
stúdíó. Netverð á mann
frá kr. 49.995 m.v. 2
fullorðna í íbúð/herb/
stúdíó.
14. júní í 7 nætur.
Stökktu
Allt að 46.000 kr. afsláttur á mann
10 | FRÉTTATÍMINN | Helgin 11. júní – 12. júní 2016