Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 11.06.2016, Qupperneq 26

Fréttatíminn - 11.06.2016, Qupperneq 26
20% afsl. af öllum stökum Úlpum, Jökkum, Kápum Lykillinn að farsælu hjónabandi Freddie Prinze Jr. og Sarah Michelle Gellar urðu strax vinir þegar þau léku saman í myndinni I Know What You Did Last Summer árið 1997. Það var svo ekki fyrr en árið 2000 sem þau urðu kærustupar. Þau hafa í dag verið gift í 14 ár og eiga saman 2 börn og allt gengur ljómandi vel hjá þessum hjónum. Freddie sagði Huffington Post að lykillinn að því að halda eiginkonu sinni hamingjusamri væri í gegnum magann. „Ég elda og þríf. Þannig að þegar komið er kvöld og þig langar að gera eitthvað með frúnni þá svarar hún ekki „ah, ég er of þreytt ástin“,“ sagði Freddie og hló. Channing Tatum á leið í skóla Hinn 36 ára gamli leikari Channing Tatum er að fara endurmenntun- arnámskeið í Harvard Business School, en hann mun vera þar allan júnímánuð. Channing sagði í viðtali við New York Times árið 2014 að hann hafi alltaf litið á sig sem slakan nemanda, en hann er lesblindur með ADHD. „Það að ganga illa í skóla á barnsaldri ruglar mann alveg í ríminu. Þú ert kannski settur í bekk með börnum sem eru með einhverfu eða Downs heilkenni og horfir í kringum þig og hugsar: „Já ég skil, ég er svona.“ Ef þú ert svo með venjulega bekknum þínum í stofu líturðu í kringum þig og hugsar: „Ég er augljós- lega ekki eins og þau heldur.“ Þú upplifir svolítið að passa hvergi inn af því þú ert öðruvísi,“ sagði Channing í þessu viðtali. Channing er spenntur fyrir náminu og sagði í viðtali að hann hefði aldrei misst áhugann á námi þrátt fyrir erfiðleika. Madonna orðlaus Það er örugglega fátt sem gerir drottningu poppsins, Madonnu, orðlausa. Það gerðist þó samt á dögunum þegar Madonna hitti forseta Bandaríkjanna, Barack Obama. Madonna deildi mynd af þeim saman á Instagram þar sem hún viðurkennir að hafa orðið alveg orðlaus þegar hún hitti hann. Madonna og Obama hittust baksviðs í þætti Jimmy Fallon og Madonna fékk mynd af sér með forsetan- um. Undir myndina skrifaði hún svo: „Í fyrsta skipti gerist það að ég er orð- laus……. Obama forseti.“ Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í. Hvort ég væri að fara að keppa í fótbolta á háhæluðum skóm, eða hvað,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir, Ungfrú Ísland og nýkrýnd Ungfrú EM., Keppn- in Miss EM er haldin á fjögurra ára fresti í tengslum við EM í knattspyrnu og var Örnu boðið að vera með í ár vegna þátttöku ís- lenska landsliðsins í mótinu. Bjóst alveg við að vinna „Ég fékk boð um að taka þátt í þessari keppni í janúar á þessu ári en skilaboðin fóru í „spam“ hólfið á facebook. Yfirleitt fær maður sím- töl með svona tilboðum en þetta fór í gegnum facebook. Ég var svo bara heppin að rekast á skilaboðin í mars og sagði strax já.“ Þrátt fyrir að Arna vissi lítið við hverju hún sagði já, þá skýrðist það fljótlega, enda skipulagið á keppninni mjög gott og upplýs- ingagjöfin til fyrirmyndar, en Miss EM er í eigu Miss Germany cor- poration. Aðspurð segist Arna alveg eins hafa búist við því að vinna, enda það tilgangurinn með því að taka þátt. „Ég ætlaði mér að vinna og bjóst alveg við því að geta staðið mig vel. Þetta var lítil keppni og ég er með góða enskukunnáttu. Stelpurnar töluðu reyndar allar þýsku og ég hélt á tímabili að ég væri út úr myndinni vegna þess. Ég væri utanaðkomandi og talaði ekki tungumálið. Hélt að það væri klíka í þessu,“ segir Arna, en í ljós kom að svo var ekki. Hún fékk svo að vita það síðar að hún hefði ver- ið með helmingi fleiri stig en kepp- andinn í öðru sæti. Með einka sundlaug Arna fer út aftur í lok júlí þar sem hún mun starfa fyrir Miss Germany corporation í tvær vikur í ýmsum verkefnum. Og það mun ekki væsa um hana á meðan. „Ég fæ svítu á fimm stjörnu hóteli með einka spa og sundlaug uppi á toppnum á byggingunni og einka líkamsræktarstöð. Svo fæ ég kort og má kaupa það sem ég vil. Þau koma fram við mig eins og al- gjöra drottningu. Það verður gam- an að fá að upplifa það í tvær vik- ur,“ segir Arna sem að öllu jöfnu er bara venjuleg stelpa sem vinnur í World Class og stundar nám í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, en hún stefnir á að útskrifast um jólin. Sátt við allar ákvarðanir Arna frestaði útskriftinni sinni vegna þátttöku í Miss World í lok síðasta árs og segist alls ekki sjá eftir því. Hún var reyndar farin að dragast aftur úr í náminu vegna flutninga til Akureyrar og stífra æfinga með landsliðinu í frjálsum íþróttum. „Ég er vön að elta mína drauma og skólinn er þarna alltaf, en ekki líkaminn, íþróttirnar og þessar keppnir. Ég er glöð með allt sem ég hef gert og allar ákvarðan- ir sem ég hef tekið. Ég veit hvað ég ætla að gera í framtíðinni og liggur ekkert á,“ segir Arna sem stefnir á að verða ljósmóðir. „Ég er búin að fá að ferðast mikið og fá að upplifa meira en flestir jafnaldrar mínir og ég hefði alls ekki vilja missa af því.“ Fær að lifa eins og drottning í tvær vikur Arna Ýr Jónsdóttir var krýnd Ungfrú EM á dögunum. Hún fær afnot af svítu með öllu tilheyrandi og kort til að kaupa það sem hugurinn girnist á meðan hún sinnir verkefnum fyrir keppnina Ungfrú EM Arna Ýr bjóst alveg eins við að þurfa að spila fótbolta á hælaskóm þegar hún sagði já við þátttöku í keppninni. Mynd | Rut Ég fæ svítu á fimm stjörnu hóteli með einka spa … Svo fæ ég kort og má kaupa það sem ég vil. Söngkonan Demi Lovato er óhrædd við að vera hún sjálf og í viðtali í People Magazine á dögunum ræddi hún opinskátt um kynhneigð sína, sem henni finnst óþarfi að skilgreina. Hún hefur áður gefið í skyn að hún væri tvíkynhneigð en var enn op- inskárri í viðtalinu. „Mér finnst kynhneigð bara eitthvað sem er óþarfi að skilgreina. Þetta snýst einfaldlega um að ná sérstökum tengslum við aðra manneskju og það skiptir ekki máli af hvaða kyni hún er. Aðspurð um afstöðu sína til samfélags hinsegin fólks og bar- áttu þess fyrir réttindum sínum, sagðist Lovato vera mjög ástríðu- full baráttukona, enda væri um mikilvæga baráttu að ræða. „Að vera öðruvísi í Texas, eða einhver staðar í Suðurríkjunum, getur verið mjög erfitt. Fólk getur orðið fyrir miklum fordómum. Ég er hins vegar alin upp við að það sé ekkert að því að vera trans eða laðast að fólki af sama kyni. Fólk í kringum mig segir einfaldlega: „Takk fyrir að vera þú sjálf.“ Mitt svar við því er: Það er bara eitt- hvað sem allir eiga að gera.“ Skilgreinir ekki kynhneigð sína Demi Lovato segir kynhneigð fólks ekki skipta máli Baráttukona Lovato tekur þátt í baráttu hinsegin fólks og segir hana mikilvæga. …fólk 2 | amk… LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.