Fréttatíminn - 11.06.2016, Page 30
Krydd & Tehúsið er einstök sérverslun með
krydd sem mun án efa auka fjölbreytni í ís-
lenskri matargerðarlist. Kryddin eru marg-
vísleg og sum hver framandi og ættu allir sem
leggja metnað í matreiðslu að láta það eftir sér
að líta við í Krydd & Tehúsinu í Þverholti 7
Ólöf Einarsdóttir og Ormy Avraham reka Krydd & Tehúsið í Þverholti. Þar er einstakt
úrval af sérinnfluttu kryddi og framandi kryddblöndum.
Unnið í samstarfi við Krydd &
Tehúsið
Einstakt úrval af sérinn-fluttu kryddi og framandi kryddblöndum er sérkenni verslunarinnar Krydd &
Tehúsið sem hjónin Ólöf Einars-
dóttir og Ormy Avraham reka í
fallegu gráu húsi í Þverholti. Þau
flytja jafnframt sjálf inn kryddin
sem flest er hvergi hægt að finna
annarsstaðar.
„Kryddið er okkar sérstaða en
við erum líka með flott úrval af tei,
heilsusamlegan nammibar, morg-
unkorn og aðra sælkeravöru,“ segir
Ólöf.
Áhersla er lögð á umhverfis-
vernd og býðst fólki að kaupa
kryddin og aðra lausavöru umbúð-
alaust en yfir 70 vörutegundir eru
seldar í lausavigt. „Umbúðalaus
viðskipti hafa fallið vel í kramið hjá
fólki, auk þess sem flestar okkar
vörur koma beint frá býli, þar sem
við reynum að versla helst við
litla aðila á markaði með áherslu á
„fair-trade“.“
Kryddblöndurnar sem má finna
í Krydd & Tehúsinu eru nýjung á
Íslandi og má þar á meðal nefna
sérstakar blöndur sem hægt er
að blanda saman við hrísgrjón
og kínoa og gerir eldamennsk-
una auðveldari. Auk þess eru á
boðstólum krydd- og grillsósur að
hætti hússins sem henta sérstak-
lega vel á þessum árstíma.
Í Krydd og Tehúsinu geta allir
fundið eitthvað við sitt hæfi, þar
á meðal „take-away“ súpur. „Við
bjóðum núna upp á 3 nýjar súpur
ásamt nýbökuðu súrdeigsbrauði.
Við munum einnig bjóða upp á
hummus á fimmtudögum sem fólk
getur tekið með heim.“
Þar að auki eru haldin kynn-
ingarkvöld í versluninni sem hafa
notið mikilla vinsælda eru vel
sótt. „Á slíkum kvöldum kynnum
við framandi krydd og erum með
sýnikennslu í einfaldri en ljúffengri
matreiðslu. Við breytum einföldu
hráefni í gómsæta hollustu með
því að nota gæða krydd, jurtir,
ávexti, fræ og hnetur frá náttúr-
unnar hendi. Alls konar smakk er í
boði og að lokum geta allir verslað
að vild með 10% afslætti. Svona
kvöldstund kostar 1.000 krónur á
mann,“ segir Ólöf.
Framandi krydd
í tilveruna
Fyrir sex til átta
800 g lambahakk
3 hvítlauksrif
1 tsk broddkúmen
1 tsk kóríander
1 tsk paprikuduft
1 msk mynta
1 msk steinselja
3-4 msk jómfrúarolía
salt og pipar
1 avókadó
1 haloumiostur
sólþurrkaðir tómatar
1 rauður laukur
nokkrar radísur
blandað salat
6-8 pítubrauð
„Ekta“ pítusósa
4 msk majónes
2 msk sýrður rjómi
1 tsk óreganó
1 tsk majoram
1 tsk ferskt timían
hlynsíróp ef vill
salt og pipar
1. Setjið lambahakk í skál og
blandið saman við það möluðu
broddkúmeni, kóríanderdufti,
paprikudufti og maukuðum hvít-
lauk.
2. Blandið smátt söxuðum krydd-
jurtum, jómfrúarolíu, salti og pipar
saman við og hnoðið vandlega
saman.
3. Hafið meðlætið tilbúið á diski
svo kjötið og brauðið þurfi ekki að
bíða.
4. Mótið kjötið í buff og grillið þar
til kjötið er eldað í gegn (tvær til
fjórar mínútur á hvorri hlið – háð
þykkt buffsins). Leggið til hliðar.
5. Skerið ostinn í sneiðar, penslið
með jómfrúarolíu og grillið í 30-60
sekúndur á hvorri hlið (háð þykkt).
6. Vætið pítubrauðin og skellið á
grillið. Eldið þar til þau blása upp.
Fyrir pítusósuna
Setjið majónes í skál ásamt sýrðum
rjóma.
Látið óreganó, majoram og timían
saman við. Smakkið til með salti og
pipar (stundum þarf að sæta svona
sósur lítillega og þá er gott að nota
hlynsíróp).
Ljúfar lambapítur
læknisins
Ragnar Freyr Ingvarsson er snillingur við grillið, eins og sannast á
nýjustu matreiðslubók hans, Grillveislunni. Hér leggur hann okkur til
frábæra uppskrift fyrir helgina
Pítur draga heiti sitt af brauðinu sem þær eru bornar fram í. Saga þessa brauðs er löng og nær aftur til
Mesópótamíu 2.500 árum fyrir
Krists burð. Það er ekki sérlega
flókið að baka þessi brauð
sjálfur en hér stytti ég
mér leið og kaupi þau
hálfbökuð úti í búð – þá
þarf bara að hressa þau
aðeins við. Best er þá
að væta brauðin að-
eins með vatni og setja
rök inn í blússheit-
an ofn eða á rjúkandi
grillið.
Oftast er okkar ljúf-
fenga lambakjöt vissulega snætt
í heilum steikum, en lambahakk
unnið úr framparti eða slög-
um getur sannarlega lagt
grunninn að góðri veislu-
máltið eins og hér er gert.
Með þessum rétti er síðan
gerð sósa sem margir kann-
ast við – pítusósa. Hún er
lygilega einföld að útbúa
og ekki nokkur einasta
ástæða til að kaupa
tilbúna sósu út úr búð,
gleymið henni.
Læknirinn í
eldhúsinu Ragnar
Freyr Ingvarsson
hefur bloggað um mat og
matargerð um árabil sem
Læknirinn í eldhúsinu.
Lambapítur með grilluðum haloumi,
avókadó og „ekta“ pítusósu
6 | amk… laugardagur 11. júní 2016…matur
kynningar