Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 11.06.2016, Side 38

Fréttatíminn - 11.06.2016, Side 38
Einstakt ár að baki Tónlistarstjórinn Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson var nýráðinn tónlistarstjóri þegar hann stóð á sviði með Sinfóníuljómsveit Norðurlands. „Þetta var hraðnámskeið í hvernig var að vera hluti af hljómsveitinni.“ Hof Heimkynni Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Gítarblót Samstarfið við Guðmund Pétursson gítarleikara gekk vonum framar. Unnið í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar Þetta er búið að vera frábært ár hjá Menn-ingarfélagi Akureyr-ar, MAk. Metnaðarfullt starf hefur skilað sér í húsfylli, vinsælum tónleikum sem vegna eftirspurnar hafa líka verið fluttir í Eldborgarsal Hörpu í Reykjavík, tónlistarflutningi Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands í erlendum kvikmyndum og gjöfulu sam- starfi tónlistarmanna úr ólíkum áttum. „Ég hef aldrei upplifað annað eins ár,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, MAk. Þegar hann var ráðinn til starfa fyrir rúmu ári ákvað hann að selja húsið sitt í Reykjavík og setjast að á Akureyri. Jón Páll Eyjólfs- son, sem ráðinn var leikhússtjóri á sama tíma, ákvað að gera slíkt hið sama og nú síðast Þuríður Helga Kristjánsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri MAk. „Við hefðum bara getað leigt húsnæði hér og verið í stellingum að stökkva aftur suður ef þetta gengi ekki upp, en við vildum sýna metnað okkar í verki og einnig listamönnum hvað það er gott að vera hérna,“ segir Þor- valdur Bjarni. Þegar dagskránni var hrint úr vör síðastliðið haust reyndi virki- lega á hvernig fólk tæki þessu nýja menningarfélagi. „Það kom að því að röðin stóð út á götu.“ Samstarf við þungarokks- hljómsveitina Dimmu sló eftir- minnilega í gegn og ljóst að MAk ætlaði sér að endurskapa hlut- verk sinfóníuhljómsveitar. „Mér finnst gaman að láta drauma fólks rætast. Eins og gerðist þegar ég hafði samband við Guðmund Pétursson gítar- leikara með ákveðna hugmynd en hann spurði hvort hann mætti ekki frekar semja verk fyrir Sin- fóníuhljómsveitina og rafmagns- gítar og úr varð Rafgítarkonsert nr.1. Svo komst ég að því að við Atli Örvarsson, sem hefur samið tónlist fyrir Hollywood kvik- myndir og sjónvarpsþætti, áttum þann sama draum að byggja upp Stjórnendur Menningarfélags Akureyrar ákváðu að setjast að á Akureyri til að sýna metnað sinn í verki. Það skilaði sér í frábæru fyrsta ári og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarstjóri boðar frekari sókn. Nú er sumardagskráin í fullum gangi og haustið verður tekið með trompi kvikmyndatónlistarver á Akureyri. Hof reyndist það vel hannað að við gátum strax hafist handa og nú má heyra Sinfóníuhljómveit Norðurlands flytja tónlist í nokkrum erlendum bíó- myndum, þar á meðal The Perfect Guy sem var sölu- hæsta bíómynd Bandaríkj- anna í þrjár vikur sam- fleytt.“ Þetta hefur þó ekki alltsaman verið dans á rósum og það kostar blóð, svita og tár að byggja upp vel heppnað og öfl- ugt menningarstarf. Þegar fyrsti framkvæmdastjóri MAk lét af störfum var fjárhagurinn í mikilli óreiðu og óvissa um framtíðina. „Þetta var mikið áfall þegar upp komst um alla vitleysuna sem hafði átt sér stað.“ Nokkrum mánuðum seinna hinsvegar var Þuríður Helga Kristjánsdóttir ráðin fram- kvæmdastjóri og með hennar innkomu, auk ástríðu og elju- semi Þorvaldar Bjarna og Jón Páls, horfði til betri vegar. „Við erum að vinna með almannafé og það skiptir máli að við förum vel með það. Það hjálpar til þegar við ráðumst í verkefni sem skila af sér hagnaði því þá getum við spilað meira,“ segir Þorvaldur Bjarni. Nú stendur yfir sumardag- skrá MAk með skemmtilegum tónleikum Hinsegin kórsins, ítalskri söngveislu Artic Opera, tónleikum Arons Óskarssonar og Dáðadrengja frá Dalvík og léttri klassík í flutningi bæj- arlistamannins, Láru Sóleyjar. Haustið hefst svo með hvelli með sýningu rússneska ballets St. Pétursborgar á Hnotubrjótnum. Í kjölfarið verða portrait tónleik- Gott ár að baki Verkefni Sin- fóníuhljómsveitar Norðurlands hafa verið óvenju margþætt og viðamikil eftir að hún sam- einaðist Leikfélagi Akureyrar og Menningarfélagi Hofs í Menn- ingarfélagi Akureyrar. ar með verkum Atla Örvarsson- ar, ásamt nýju verki og tónleikar Ólafs Arnalds og Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands og heilmargt fleira. „Við erum rétt að byrja,“ seg- ir Þorvaldur Bjarni og lofar að gestir Eldborgarsals Hörpu fái líka að njóta einhverja þessara verka, þar á meðal er sinfónískt verk Þorvaldar Bjarna, Völuspá, í flutningi hinnar mögnuðu Völu Guðnadóttur. …ferðir kynningar 14 | amk… laugardagur 11. júní 2016 Við hefðum bara getað leigt húsnæði hér og verið í stell- ingum að stökkva aftur suður ef þetta gengi ekki upp, en við vildum sýna metnað okkar í verki og einnig listamönnum hvað það er gott að vera hérna. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Tónlistarstjóri

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.