Fréttatíminn - 11.06.2016, Qupperneq 40
…ferðir
kynningar
16 | amk… LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2016
Unnið í samstarfi við
Ferðafélag Akureyrar
Ferðafélag Akureyrar er áhugamannafélag sem tel-ur um 400 meðlimi og rek-ur nokkra skála hálendinu.
Félagið hélt upp á 80 ára afmæli
sitt í apríl á þessu ári og á afmæl-
isárinu er að sjálfsögðu boðið upp
á úrval fjölbreyttra ferða.
Um 80 skipulagðar ferðir eru
skráðar í ferðaáætlun ferðafé-
lagsins á þessu ári, svo það er af
nógu að taka og allir ættu að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi.
Öskjuvegurinn vinsæll
„Við bjóðum upp á miserfiðar
dagsferðir og lengri ferðir, eins og
Öskjuveginn, sem er frábær ferð.
Svo bjóðum við upp á skíðaferðir á
veturna,“ segir Hilmar Antonsson
hjá Ferðafélag Akureyrar. Allir eru
velkomnir í ferðirnar, hvort sem þeir
eru félagsmenn eða ekki. Hilmar
segir Öskjuveginn vera vinsæla
leið en hann er hægt að fara á tvo
vegu. „Það er hægt að ganga úr
Herðubreiðarlindum í Bræðrafell,
þar sem við erum að byggja nýjan
skála, sem við vonumst til að geta
tekið í notkun í sumar. Þá verðum
við komin með 16 manna skála á
öllum Öskjuveginum. Svo er hægt
að byrja í Bræðrafelli, ganga þaðan í
Drekagil og niður í Botna. Dagleið-
irnar eru um 17 til 20 kílómetrar.“
Aðspurður hvort fólk þurfi ekki að
vera í þokkalegu gönguformi til að
fara þessa leið, segir Hilmar það
betra. En ferðafélagið býður þó upp
á farangursflutninga á milli skála,
sem léttir á göngunni.
Skemmtilegar kvöldgöngur
Fyrir utan Öskjuveginn eru
vinsælustu ferðirnar hjá ferða-
félaginu gönguferðir á fjöllin í
kringum Eyjafjörðinn. Til dæmis
upp á Kerlingu, sem er töluvert
krefjandi ganga. Þá hafa kvöld-
göngur félagsins einnig verið að
festa sig í sessi og hafa notið
töluverðra vinsælda. „Þetta eru
göngur af ýmsum toga, til dæmis
giljagöngur. Þá er farið af stað
klukkan átta og gengið fram á
kvöld. Við reynum að vera með
staðkunnuga fararstjóra í öllum
ferðunum okkar svo fólk getur
notið þess að ganga undir smá
leiðsögn.“
Góð þátttaka í Þaula-verkefni
Líkt og fyrri sumur er í gangi hjá
ferðafélaginu svokallað Þaula-
-verkefni, þar sem þátttakendur
safna stimplum á ákveðnum stöð-
um sem þeir heimsækja. „Fólk
fær líka bók þegar það byrjar og
skrifar í hana ákveðin stikkorð.
Það hefur verið gríðarlega góð
þátttaka í þessu verkefni,“ segir
Hilmar og ekki spillir fyrir að frá-
bær verðlaun eru í boði fyrir þá
sem bera sigur úr býtum. „Í tilefni
80 ára afmælisins ákváðum við að
gefa eina ferð á Öskjuveginn með
ferðafélaginu sem verður örugg-
lega um 70 þúsund króna virði á
næsta ári. Svo eru smærri vinn-
ingar sem styrktaraðilar leggja
okkur til.“
Kvöldgöngur njóta vinsælda
Ferðafélag Akureyrar fagnar 80 ára afmæli og býður upp á úrval fjölbreyttra ferða á Norðurlandi
Bræðrafell Ferðafélagið er að byggja nýjan
skála í Bræðrafelli sem fer vonandi í notkun
í sumar.
Sumarsólstöður Frá ferð ferðafélagsins á Múkollu á sumarsólstöðum.Vinsælt Giljagöngur eru farnar bæði á daginn og á kvöldin, en vinsældir kvöldganga eru
alltaf að aukast.
Laufskálshnúkur Allir eru velkomnir í ferðir á vegum Ferðafélagsins, hvort sem þeir eru
félagar eða ekki.
Unnið í samstarfi við Akureyrarbæ
Aðdráttarafl Akureyr-ar er margvíslegt og bærinn einstaklega fallegur, bæði af manna
og náttúrunnar höndum. Gaman
er að rölta um innbæinn og kíkja
í Nonnahús og á Minjasafnið,
njóta sumarsins í Lystigarðinum
eða leika sér í Sundlaug Akureyr-
ar sem er ein flottasta sundlaug
landsins. Iðandi hafnarstemning
er að skapast við Torfunefið í
miðbænum og Íslensku sumar-
leikarnir eru meðal nýjunga sem
bærinn býður upp á í sumar.
„Veðrið er búið að vera dásam-
legt og lítur út fyrir að það verði
gott í allt sumar,“ segir Ragnar
Hólm Ragnarsson, kynningarfull-
trúi Akureyrarbæjar. Gleðifréttir,
ekki bara fyrir heimamenn, heldur
einnig þá fjölmörgu ferðamenn
sem ætla að heimsækja Akureyri
í sumar.
„Akureyri er smám saman að
verða ein höfuðhöfn hvalaskoðun-
ar á Íslandi. Eyjafjörður er lengsti
fjörður landsins og býður upp
á frábærar aðstæður til hvala-
skoðunar fjarri þungum undiröld-
um úthafsins eða þegar menn eru
að sigla fyrir opnu hafi. Amba-
ssador og Whale watching Akur-
eyri eru að koma sér vel fyrir núna
við Torfunefsbryggju þar sem
eru komnar nýjar landfyllingar og
flotbryggjur í dokkinni við Menn-
ingarhúsið Hof. Þar er að mynd-
ast skemmtileg hafnarstemning,“
segir Ragnar.
Í sumar gefst fólki einnig tæki-
færi til að sigla til Grímseyjar við
heimskautabaug beint frá Akur-
eyri. Fyrirtækið Ambassdor býður
upp á siglingar frá Torfunefs-
bryggju til Grímseyjar á afar hrað-
skreiðu skipi. Hvalir eru skoðaðir
á leiðinni út í eyju en á áfanga-
stað er boðið upp á fiskisúpu að
hætti heimamanna á meðan sagt
er frá sögu Grímseyjar á leikræn-
an hátt og á heimleiðinni má njóta
einstakrar fjallasýnar og sólarlags.
Ragnar segir einnig að heim-
sókn í Hrísey þurfi að vera á dag-
skrá allra sem koma í Eyjafjörð.
Þangað er aðeins 15 mínútna
sigling frá Ársskógssandi. „Hrísey
er perla sem enginn ætti að láta
framhjá sér fara. Þar er fallegt og
friðsælt og auðvelt á aftengjast
dagsins amstri og njóta þess bara
að vera til.“
Meðal spennandi viðburða
sumarsins er Vaka þjóðlistarhá-
tíð sem haldin er dagana 15.- 18.
júní með tilheyrandi tónleikahaldi,
námskeiðum og samspilastund-
um. Listasumarið hefst 16. júlí og
stendur fram að Akureyrarvöku
og Íslensku sumarleikarnir verða
haldnir um verslunarmanna-
helgina í stað hátíðarinnar Einnar
með öllu.
„Á Íslensku sumarleikunum
verða hjólreiðar, hlaup, sund,
fjallgöngur, leikir og alls konar
útivist í brennidepli. Nefna má
heimsmótaröð unglinga í golfi,
Súluhlaup, fjallahjólakeppni og
strandblakmót og heilmargt
fleira, en bærinn mun iða af lífi
frá morgni til kvölds. Markmiðið
er að fjölskyldan öll fái notið sín
í heilnæmu umhverfi og leiki sér
saman,“ segir Ragnar.
Frábært sumar framundan
Iðandi hafnarstemning, einstök miðbæjarstemning og gott veður á Akureyri í sumar
Iðandi mannlíf Búast má við iðandi mannlífi á Akureyri í sumar þar sem margt spennandi er um að vera og spáð er góðu veðri.
Einstakt Dásemdir Akureyrar við sólsetur.
Myndir: Ragnar Hólm Ragnarsson
Sívinsæl Sundlaug Akureyrar er ein af
bestu sundlaugum landsins og vinsæll
áfangastaður ferðalanga.
Ljósmyndari Ragnar Hólm Ragnarsson