Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 01.07.2016, Side 10

Fréttatíminn - 01.07.2016, Side 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. júlí 2016 108 Reykjavík Sími: 595 0500 www.egillarnason.isSuðurlandsbraut 20 Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15 VIÐ GETUM TENGT ÞIG VIÐ BESTU PARKETSLÍPARA LANDSINS HAFÐU SAMBAND OG VIÐ RÁÐLEGGJUM ÞÉR MEÐ SLÍPUN, LÖKKUN, OLÍUBURÐ OG ALMENNT VIÐHALD Sóknarpresturinn segir að lagt hafi verið upp með þetta sem friðsamlega aðgerð Þetta var of mikið og of harkalegt Kristín Þórunn og Toshiki Toma hafa verið í fararbroddi hjá kirkjunni varðandi hjálp og aðstoð við hælisleitendur og flóttamenn. angrun sína, og við höfum hvatt söfnuði landsins við að útvega þeim stuðningsfjölskyldur. Það hefur sýnt sig að fólk á meiri möguleika á því að fá hæli ef það á vini meðal innfæddra landsmanna,“ segir hún. „Viðbrögð Útlendingastofnunar eru hinsvegar að banna heimsóknir og koma í veg fyrir að þetta fólk geti myndað tengsl við aðra.“ Slíkt væri óhugsandi í Noregi Agnes segist ætla að taka upp sam- ræðu við þá sem komi að málefnum flóttamanna, Útlendingastofnun, lögreglu og stjórnmálamenn, þegar hún kemur til landsins en hún er stödd á fundi norrænna biskupa í Svíþjóð. „Kirkjan hefur látið sig þessi mál mikið varða til að mynda í Þýskalandi og á Norðurlöndum. Þar er ekki óalgengt að það sé látið reyna á kirkjugrið. Það kom til mín norskur biskup eftir að ég vakti máls á þessu á fundinum hérna úti og lýsti því sem hefði gerst. Hann sagði að slíkt væri óhugsandi í Nor- egi. Lögreglan myndi aldrei vaða inn í kirkju með handjárn og draga fólk út. Kirkjan á að vera griðastað- ur.“ Á Vísindavef Háskólans segir að oft reyni á kirkjugrið í lútherskum kirkjum og í nálægum löndum á okkar dögum. Hælisleitendur leiti kirkjugriða, stundum heilu hóparn- ir og starfsfólk kirknanna veiti húsa- skjól og aðra nauðsynlega þjónustu þar til mál flóttafólksins hafa verið tekin fyrir. Stundum hafa yfirvöld virt kirkjugriðin, að minnsta kosti tímabundið, en einnig hefur ver- ið ráðist til inngöngu og griðin þar með rofin. Þegja ekki um ofbeldi Agnes M. Sigurðardóttir segist hafa skilning á því að lögreglan telji sig vera að vinna sitt starf og fara að fyrirmælum yfirboðara sinna. Það sé fólkið í kirkjunni hinsvegar líka að gera. Margir flóttamenn hafi verið skjólstæðingar þeirra þriggja safnaða sem hafi unnið mest með hælisleitendum, Laugarneskirkju, Hjallakirkju og Breiðholtskirkju og fengið þar sálgæslu. „Ég geri ráð fyrir að það séu uppi mismunandi sjónarmið í þessu eins og öðru og ég hef heyrt að einhverjum finnist að kirkjan sé að standa fyrir lögbrot- um. Ég stend með prestum innan Þjóðkirkjunnar sem styðja hælisleit- endur, en ég styð það ekki að þeir brjóti lög. Ég styð það til að mynda ekki að þeir þegi yfir ofbeldi, það er ofbeldi að ryðjast inn í kirkju og draga fólk þaðan út. Það er ekki hægt að þegja yfir því,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Hælisleitendur Þetta eru brottvísanir á færi- bandi, segir presturinn í Laugarneskirkju. Þá sé stutt í það að mannhelgi sé ekki virt. Hún segir að allir við- staddir hafi orðið miður sín og atburðurinn hafi hrært upp í mörgum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Kristín Þórunn Tómasdótt- ir, prestur í Laugarneskirkju, segir að lagt hafi verið upp með kirkjugriðin í Laugarneskirkju sem friðsamlega aðgerð. „Við vorum ekki að reyna að fela strákana fyrir lögreglunni eða hindra hana við störf sín,“ segir hún. „Lög- reglan leyfði okkur að útskýra málið þegar hún mætti á staðinn en þá höfðum við slegið upp hring í kringum altarið. Lögreglan sagð- ist þurfa að framfylgja úrskurðin- um og bað strákana að fylgja sér. Þegar þeir brugðust ekki strax við, þá voru þeir teknir með valdi,“ segir hún. „Það sló í brýnu þegar komið var út úr kirkjunni og þetta varð of mikið og of harkalegt. Strákarn- ir voru snúnir niður og viðstaddir voru löðrungaðir. Allir voru miður sín að verða vitni að þessu. Lög- reglumennirnir voru líka undir miklu álagi, margar myndavélar á lofti og mikil streita í loftinu.“ Kristín Þórunn og Toshiki Toma hafa verið í fararbroddi hjá kirkj- unni varðandi hjálp og aðstoð við hælisleitendur og flóttamenn. Margir þeirra hafa kosið að starfa með kirkjunni og jafnvel skipta um trú þótt þeim hafi verið gerð grein fyrir því að það sé engin forsenda þess að þeir geti leitað hjálpar í kirkjunni. Nýlega fjallaði Frétta- tíminn um múslima sem hafa sótt um hæli hér landi og tekið kristna trú undir handleiðslu Toshiki og Kristínar Þórunnar. „Svona vinnubrögð eru ekki mannúðleg, ekki gagnvart hæl- isleitendum, ekki gagnvart lög- reglufólkinu, ekki gagnvart nein- um,“ segir Hjalti Jón Sverrisson, umsjónarmaður æskulýðsstarfs í Laugarneskirkju. Ég er ótrúlega þakklátur og dá- ist að Kristínu Þórunni og Toma Toshiki fyrir þann kjark, ótrúlegu yfirvegun og þau fagmannlegu vinnubrögð sem einkenndu alla þeirra aðkomu og umsjón.“ Hann segist hafa verið spurður um hvort hann væri ekki stoltur að hafa verið til staðar í kirkj- unni þegar þetta gerðist. „Það er ekkert rými fyrir slíkt stolt. Ég er bara sorgmæddur. Ég kvarta ekki yfir því, alls ekki – mér finnst það rétt. Það dregur ekki úr mér kjark né gerir mig smáan. Ég vildi aðeins óska að við værum fær um að finna sama samtakamátt og óttaleysi á velli mannréttinda hér á landi og karlalandsliðið sýnir okkur á knattspyrnuvöllum Frakk- lands um þessar mundir.“ Kristín Þórunn segir að virðingin fyrir mannréttindum sé ekki ósvipað sameiningar- afl og kirkjan var á miðöldum. „Virðingin fyrir mannréttindum er það sem sameinar okkur. Hvar er línan í samfélaginu sem ekki má fara yfir?“ segir hún. Hún segir atvikið hafa hrært upp í mörg- um en umræðan um flóttamenn og hælisleitendur hafi verið föst í sama farinu. Kirkjan hefur vakið upp sterk viðbrögð af því hún er að beita sér sem kristið samfélag og sem stofnun. Margir trúi því einfaldlega ekki að þau hafi lagt í þetta. Hún segir ekki líklegt að það verði strax aftur reynt að beita kirkjugriðum, þar sem sú aðferð hafi ekki stöðvað brottflutning. Kirkjan þurfi að koma fyrr inn í ferlið og þrýsta á embættismenn og pólitískt kjörna fulltrúa. „Atvikið í Laugarneskirkju er dæmi um miskunnarlausa beitingu á Dyflinnarreglugerðinni, þar sem allar smugur eru notaðar til að neita fólki um að vera. Þá er stutt í það að mannhelgin sé ekki virt og mannleg reisn sé brotin á bak aftur. Þetta eru brottvísanir á færibandi en einstaklingurinn er alltaf þess virði að á hann sé hlustað.“ „Það sló í brýnu og þetta varð of mikið og of harkalegt. Þeir voru snúnir niður og löðrungaðir og allir viðstaddir voru miður sín að verða vitni að þessu,“ segir sóknarpresturinn í Laugarneskirkju. „Þetta var svo hrottalegt og ómannúðlegt, að ég get ekki lýst því hvað þetta er mikill hryllingur. Öll þjóðin er að fagna á mánudegi, yfir afrekum Íslands á alþjóðavettvangi og við erum að rifna úr þjóðarstolti, svo vaknar maður upp á þriðjudegi og skammast sín fyrir að tilheyra þessu samfélagi,“ Við vorum ekki að reyna að fela strákana eða hindra lögreglu við störf sín,“ segir Kristín Þórunn Tómasdóttir. Mynd | Hari

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.