Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 01.07.2016, Page 18

Fréttatíminn - 01.07.2016, Page 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. júlí 2016 Það er stórmerkilegt að vera í Íslendingahafinu bláa í Frakklandi þessa dagana. Gangi maður um í fótbolta- treyjunni góðu þá heyrist kallað á öðru hverju götuhorni: „Islande/ Ísland/Iceland!“ Þeir sem kalla eru allra þjóða kvikindi, eins og stund- um er sagt, og ástæður stuðningsins geta verið margs konar. Sumir vilja sannarlega að Íslandi gangi vel á EM, aðrir eru líklega alveg til í að þeirra lið mæti Íslandi síðar í keppninni, enn aðrir kalla þetta kannski upp með dálitlum hroka, en hverjum er ekki sama um það? Bílf lautur eru þeyttar og manni er jafnvel heilsað á götum úti með handabandi af bláókunnugu fólki. Það þykir greinilega stórmerkilegt að hitta Íslending, enda erum við smælki meðal þjóða eins og margoft hefur verið tuggið síðustu daga. Starfsmenn á hótelum grannskoða vegabréfin, svona nokkuð hafa þeir aldrei séð áður. Frá íbúum Norðurlandanna finnur maður greinilegan mun. Ísland er þeirra land á mótinu og við erum enn meiri frændur og frænkur þessa fólks en áður. „Kære nordiske venner“ ávarpið hefur fengið nýja og dýpri merkingu. Í hugum knattspyrnuá- hugafólks á Norðurlöndum hefur Ísland færst nær Evrópu. Ótrúlegur árangur karlalands- liðsins í fótbolta hefur auðvitað magnað upp hvað það ku vera óg- urlega merkilegt að vera frá þessu landi íss og elda. Maður getur ekki annað en bólgnað smávegis út. Íslendingurinn þenur brjóst og sperrir stél. Þúsundum saman hafa Íslendingar í Frakklandi og líklega um allan heim byrjað að hljóma eins og „agentar“ frá Íslands- stofu: „You should really come to Iceland!“ En hvað er það sem gerir þetta ævintýri mögulegt? Þetta vilja margir ræða á götum úti, þjónar á veitingahúsum, starfsfólk versl- ana, fjölmiðlamenn úr ýmsum áttum. „Hvernig er þetta hægt?“ spyr fólk og manni verður fátt um svör, endurtekur sömu klisjurnar aftur og aftur. Við erum vön því, Íslendingar. Undir niðri liggur samt eitthvað annað og meira. Manni dettur helst í hug djúpstæð samheldni þjóðarinnar þegar á þarf að halda. Þessa samheldni þekkjum við vel og hún endurspeglast í hugarfari þessa ótrúlega fótboltaliðs. Liðið sýnir okkur bestu hliðar þjóðarsál- arinnar, hvernig við getum náð saman þvert á hópa og ólíkar skoðanir. Íslenskt samfélag þarf að hitta á gullna töfrajafnvægið milli hæfilegrar einstaklingshyggju og nauðsynlegrar samstöðu og sam- kenndar. Sá vegur er vandrataður en á þessu augnabliki í sögu lands- ins höfum við líklega alla burði til að finna hann. Maður veltir fyrir sér hvort fót- boltinn, þessi fallegi leikur, geti haft djúpstæð áhrif á þankagang þjóðarinnar. Og þá er gott að fara varlega. Mikilvægt er að grípa ekki til hugmynda um eðlislæg einkenni þjóðarinnar sem kúrir í norðri, hugmynda sem fóru á alltof mikið flug á árunum fyrir hrun og leituðu jafnvel inn í ræður leiðtoga okkar sem fluttar voru út um allan heim. Því að þrátt fyrir ótrúlegan árangur í menningu (og já, íþróttir eru hluti af henni) þá erum við Íslendingar ekki frábrugðnir öðru fólki. Litn- ingarnir eru nokkurn veginn þeir sömu hjá okkur og milljóna- og milljarðaþjóðum veraldar. Hins vegar getum við sýnt bæði okk- ur og öðrum fram á mikilvægi samheldni, samvinnu og prúð- mennsku. Þetta eru atferlisþætt- ir sem að koma að góðum notum bæði í snúnum samvinnuverkefn- um, eins og fótbolta, og í daglega lífinu fyrir hvert og eitt okkar. Þessa hluti, samheldni, samvinnu og prúðmennsku, geta íslensku leik- mennirnir okkar í Frakklandi kennt okkur. Þeir eru stórmerkilegir og hugprúðir í nálgun sinni á verk- efnið sem að fyrir liggur. Þeir haga sér eins og sannir höfðingjar og fyr- ir vikið verðum við enn merkilegri þjóð. Ekkert mótar okkur meira en menningin sem við tökum öll þátt í að rækta. Verum ánægð, verum stolt og glöð, en pössum að tútna ekki um of út yfir frábærum ár- angri. Þá er nefnilega hætta á að blaðran springi. Verum sjálfum okkur, þessari merkilegu þjóð, til sóma. Áfram Ísland! Guðni Tómasson MERKILEG ÞJÓÐ Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann. Colonic Plus Kehonpuhdistaja www.birkiaska.is www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia www.birkiaska.is byko.is FERÐATASKA 26” 9.595kr. 41119949 Almennt verð: 15.995 kr. FERÐATASKA 22” 7.995kr. 41119950 Almennt verð: 13.595 kr. FERÐATASKA 18” 6.495kr. 41119951 Almennt verð: 10.895 kr. EM-TILBOÐ 40% AFSLÁTTUR Harðar ferðatöskur

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.