Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 01.07.2016, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 01.07.2016, Qupperneq 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 1. júlí 2016 Mael: Sundskýlan er frá bahns.org „Ég fékk þessa sundskýlu hjá bahns.org en Helga Lilja og Stephan Stephensen hanna und- ir því merki. Ég er sundmaður og finnst skipta máli að skýlan sé góð til að synda í. Þessi pass- ar mjög vel en auk þess er ég bara fyrir að sundskýlan sé flott og passi vel við mann sjálfan. Þessi sem ég á er líka með flott munstur, sem er skemmtilegt.“ Sundskýluparadís Íslenskir karlmenn með puttann á tískupúlsinum Fátt er sumarlegra en að fara í sund þegar vel viðrar. Íslendingar eru miklir sundgarp- ar og ekki þarf meira en lítinn sólargeisla á himni til að þjóðin fjölmenni í sundlaugar landsins svo troðið verður. Hins vegar skiptir máli að eiga góð sundföt; þau verða helst að vera neon-lituð, þægi- leg og sumarleg í senn. Lárus Blöndal (Lalli töframaður): Keypti sundskýluna í Ullared Svíþjóð „Ég valdi þessa skýlu því hún er svona „out- -there“ en samt róleg. Það sem skiptir máli þegar maður kaupir sundskýlu er að hún sé þægileg, ekki með óþægilegu neti og það sé ekki sundskýla heldur mjúkar sundbuxur. Svo er ég alltaf með „splash-proof“ úr á mér og ef maður er með sundgleraugu þarf maður að hafa þau á hendinni en alls ekki á hálsinum. Svo er það blái drykkurinn sem maður þarf þegar maður hefur aðeins verið að skemmta sér kvöldið áður.“ Egill: Keypti skýluna í Sports Direct „Mér finnst mikilvægt þegar maður kaupir skýlu að hún tóni vel við „six-packið“. Svo þarf hún líka að vera neon-lituð – það skiptir höfuðmáli. Síðan finnst mér skipta mjög miklu máli að það sé ekki net inni í henni og að hún sé ódýr. Ég tími ekki að eyða miklum peningum í sundfatnað þó ég fari mikið í sund. Að lok- um vil ég biðla til fólks að kaupa ekki eins og hinir. Eiga öðruvísi sundföt.“ Bergur Kelti: Keypti sundskýluna í Europris á Granda „Ég á aðra svarta skýlu en ég nota hana mjög sjaldan því þessi er miklu flottari. Mér finnst skipta máli að skýlan sé neon-lituð en ég er alltaf að bíða eftir svona partíi þar sem fatnaður lýsir í myrkri, þessar gera það. Ég er alltaf að bíða eftir því. Annars sakna ég gömlu Speedo-sundskýlanna. Þær eru eitthvað dottnar út í dag.“ Myndir | Hari Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Vináttan Gott að hafa hvor aðra í nýjum skóla Vinkonurnar eru spenntar fyrir haustinu. Mynd | Rut „Við förum stundum í bíó en það er svo dýrt,“ segja vinkonurnar Álfrún Freyja Geirdal og Magdalena Marta Radwanska sem hafa þekkst frá barnsaldri. Þær hafa verið saman í grunnskóla en leið þeirra beggja liggur í Kvennaskólinn í Reykjavík. „Sko við vorum ekkert það góðar vinkonur í byrjun en kynntumst betur í 9. bekk,“ segir Álfrún og Magdalena kinkar kolli til stað- festingar. Þær bera blendnar tilfinningar til grunnskólaáranna, sem liðin eru, en segjast fullar tilhlökkunar til komandi tíma í Kvennaskólan- um. „Núna er það spenningur og hræðsla sem maður finnur fyrir,“ segir Magdalena og brosir. „Mað- ur er náttúrulega búinn að vera í grunnskóla í tíu ár,“ bætir Álfrún við. Í frítíma sínum hanga stelpurnar saman og gera ekkert spes. „Við töl- um um allt milli himins og jarðar, fáum okkur ís, förum í göngutúr út í Nauthólsvík og í Kringluna. Ekkert það mikið meir,“ segir Álfrún. „Það vantar meira að gera fyrir unglinga,“ segir Magdalena. Stelpunum mun þó líklega ekki leiðast mikið lengur enda spennandi tímar fram undan. „Við erum báðar að fara í hugvísinda- deild í Kvennó að læra frönsku. Það sem er mest spennandi er samt ekki námið heldur frekar félagslíf- ið,“ segir Magdalena. „Böllin!“ segir Álfrún og Magdalena kinkar kolli. Stelpurnar verða saman í bekk og segjast fegnar því að hafa hvor aðra að í nýju umhverfi. | bg Tina Forsberg hleypur hringinn til styrktar Einhverfusamtökunum. „Ég er ekki búin að kaupa miða heim,“ segir Tina Forsberg sem leggur af stað í dag, hlaupandi eft- ir þjóðvegi 1 í kringum landið, til styrktar Einhverfusamtökunum. Tina er 25 ára sænsk hlaupakona sem stundar ofurhlaup. Hún á yngri systur á einhverfurófi. „Ég hleyp hringveginn ein með allan minn farangur í hlaupakerru sem minnir á barnakerru,“ segir Tina sem áætlar að ferðin taki um 6 vikur og miðar þá við að hlaupa um það bil heilt maraþon á dag, sex daga vikunnar og hvíla þann sjöunda. „Ég veit samt ekki hvort þetta dregst – hef náttúrulega aldrei hlaupið á Íslandi og þess vegna er ég ekki búin að kaupa mér miða heim,“ segir Tina og hlær. Málefnið liggur Tinu nærri hjarta. Systir hennar er einhverf og Tina vinnur í skóla fyrir ein- hverf börn. „Í Svíþjóð fá einhverfir góða aðstoð í skólanum en síðan þegar fólk verður eldra verður að skoða hvort þau geti unnið eða farið í vinnuþjálfun einhversstað- ar. Fólk getur lent í erfiðri stöðu eftir að það klárar skóla því sumir eru bara einir. Það getur ekki hver sem er bara farið út, í Ikea, í bíó. Litla systir mín býr hjá mömmu, sem er mjög gott.“ Hún bætir því við að ákveðin ögrun felist í því að hlaupa svona lengi, einn. „Það getur verið ein- manalegt að hlaupa svona lengi einn og er mjög ögrandi. Þegar maður hleypur frá níu til fimm er stundum skrítið að fara alltaf einn að sofa inn í tjaldi. En þannig er það – ég er auðvitað hrikalega spennt,“ segir Tina. | bg Hægt er að fylgjast með ferðum Tinu á vefnum www.tinaforsberg.se og Instagram. Þá er hægt er að styrkja Einhverfu- samtökin með því að senda SMS-ið „Einhverfa“ í nr. 1900 og styrkja samtökin um 1900 krónur, eða leggja beint inn á reikning samtak- anna, kt: 700179-0289, banki: 0334- 26-2204. Hleypur í kringum landið með barnakerru Hin sænska Tina styrkir Einhverfusamtökin

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.