Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 01.07.2016, Side 36

Fréttatíminn - 01.07.2016, Side 36
Gott að horfa á fótbolta Ísland er komið í átta liða úrslit á EM í fót- bolta og á leik við heimamenn, Frakka, á sunnudag. Nú skulu allir pakka fjölskyldu og vinum saman og horfa á leikinn. Ef amma er með er best að sitja við hlið hennar og leiða hana. Gott að dansa í matvöruverslun Lífið snýst um að lifa í núinu og hafa gaman. Oft getur verið gaman að taka upp á einhverju skringilegu í hinum hvers- dagslegustu aðstæðum. Dans í matvöruverslun eða jafnvel bílaverkstæði er gott dæmi um það. Endilega að gera meira af því. Gott að tína blómvönd Á sumrin vaxa blóm í öll- um regnbogans litum. Þá er gott að gefa ástvinum, vinum eða jafnvel henni ömmu blómvönd „a la“ þú. Það þarf svo lítið til að gleðja og kostar ekki neitt – nei það kostar sko ekkert að tína blóm. GOTT UM HELGINA ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400 4.5X9MM.indd 1 2.6.2016 13:04:43 Fólkið mælir með… Vigdís Hrefna Pálsdóttir Lagið: „Born to Run“ með Bruce Springsteen, tótal sumarstuðlag með hásri rödd Brúsa og geggj- aðri bassalínu. Manneskjan: Þórunn Ólafsdóttir sem stendur vaktina í Grikklandi að hjálpa flóttamönnum. Bara ef stjórnvöld myndu taka hana til fyrirmyndar. Drykkurinn: Franskt rósavín, full- komið í sólinni. Uppákoman: Leikurinn næstkom- andi sunnudag gegn Frökkum, epískt í alla staði. Verð á Arn- arhóli að öskra úr mér líftóruna. Siggi Sigurjóns Lagið: Ég er svo mikill fótboltaá- hugamaður að ég segi bara Ísland er land þitt. Mér finnst það bara við hæfi þessa daga og reynd- ar alltaf. Og ég tala nú ekki um þegar ég er að fara að ferðast um landið. Manneskjan: Það koma svo margar upp í hugann. Ég ætla að fá að þjappa barnabörnunum mínum í eina manneskju, það er uppáhaldsmanneskjan mín. Drykkurinn: Í samræmi við Ísland er land þitt þá myndi ég segja ís- lenskt fjallavatn. Uppákoman: Ég mæli með uppá- komu á sunnudaginn klukkan 19 fyrir framan sjónvarpið – uppi í sófa eða á Arnarhól.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.