Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 01.07.2016, Page 48

Fréttatíminn - 01.07.2016, Page 48
Það tekur aðeins 5 mínútur að útbúa þessar gómsætu glúten- lausu pönnukökur. Uppskriftin er fullkomin þegar sykur- og hveiti- löngunin bankar upp á. Einu hrá- efnin sem þarf eru bananar, egg, hafrar, lyftiduft og salt. Uppskrift 2 bananar 2 egg ½ bolli hafrar ½ tsk lyftiduft ½ tsk salt Leiðbeiningar Banönum er stappað saman og restin af hráefnunum bland- að saman í skál og hrært, ýmist með handafli eða í blandara. Ef tími gefst má láta deigið standa í nokkrar mínútur. Hitið litlar pönnu- kökur á pönnu yfir miðlungshita á báðum hliðum í sitt hvora mínút- una. Berið fram með hunangi eða sætu að eigin vali og ávöxtum. Glúteinlausar pönnukökur Fljótlegar, einfaldar og hollar banana- og hafrapönnsur Hollar og einfaldar Gott er að henda í þessa einföldu uppskrift þegar líkaminn öskrar á sykurinn. Best að æfa eftir prógrammi Lína Birgitta Sigurðardóttir er lífsstílsbloggari sem heldur uppi vefsíðunni linethefine.com. Stílistinn, einkaþjálfarinn og bloggarinn fer í gegnum nokkur ráð hvað varðar hreyfingu og heilsu. Hreyfingin Æfingar með eigin líkamsþyngd sem hægt er að gera heima, úti og í líkamsrækt. Tilvalið er að grípa til svoleiðis æfinga uppi á hótel- herbergi í fríinu ef maður vill ekki missa úr æfingu. Þetta eru frá- bærar æfingar til að styrkja sig. Dæmi af æfingum með eigin líkamsþyngd:  Klettaklifur á gólfi: 4 x 20-40  Sippa á staðnum: 4 x 50-100  Magaæfingar á gólfi: 4 x 50-100  Asnaspark á gólfi: 4 x 20-40 hvor fótur  Hliðarspark á fjórum fótum á gólfi: 4 x 20-30 hvor fótur  Planki á gólfi: 4 x halda í 30-60 sek  Dauðaganga/hamingjuganga: 4 x 15 hvor fótur Fatnaðurinn Létt æfingaföt og léttir skór svo það sé auðvelt að hoppa og skoppa. Ég æfi alltaf í Reebok skóm og uppáhalds æfingabux- urnar mínar í dag eru „aim’n“ bux- urnar sem er sænskt merki. Búnaðurinn Það er alltaf best að æfa eftir góðu æfingaprógrami svo þú vitir 100% hvað þú átt að gera á æf- ingunni. Það er ekkert leiðinlegra en að ákveða á staðnum hvaða æfingu maður á að taka. Mataræðið Fyrir æfingu: Eitthvað létt eins og epli og hálfur banani eða hafragrautur fyrir þá sem þola hann fyrir æfingar. Eftir æfingu: Prótein er eitt það mikil- vægasta sem við þurfum eftir æfingu til að koma í veg fyrir niðurbrot vöðva. Ef við erum að byggja okkur upp og móta okkur þá er prótein nauðsyn- legt! Prótein er meðal annars finna í kjúklingi, svörtum baunum, prótein sjeikum og eggjum. Staðurinn Heima, úti í ná ttúr- unni eða hvar sem er í rauninni. …heilsa 12 | amk… FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2016 Áhrifaríkt náttúruefni sem færir okkur vellíðan að innan sem utan. Kísill er næstalgengasta frumefni jarðarinnar og sé það tekið inn þá hefur það undraverð áhrif á meltinguna auk þess að hafa jákvæð áhrif á húð og hár. RE-SILICA er náttúruleg kísilsýra í kvoðuformi sem vinnur hratt og vel á vandamálinu.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.