Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 01.07.2016, Síða 50

Fréttatíminn - 01.07.2016, Síða 50
Kauptu breiðvirka vörn Það er mikilvægt að vörnin veiti vernd gegn bæði UVA og UVB geislum sem geta skaðað húðina, flýtt fyrir öldrun og aukið líkur á sólbruna og húðkrabbameini. Sólarvörn sem ekki er breiðvirk getur ekki varið þig gegn þessum þáttum. Vatnsheld vörn er ekki til Það er ekki til neitt sem heitir vatns- eða svita- held sólarvörn. Það er tæknilega ómögu- legt. Sólvarvörn get- ur hins vegar hrint frá sér vatni en þá er mikilvægt að hún veiti jafn mikla vörn (SPF) eftir 40 mínútur í vatni. Haltu þig undir SPF 50 Þegar sólarvörn er sögð hafa SPF stuðul 70 er það líklega bara sölu- trix. Ástæðan er einföld; SPF 15 verndar gegn 93 prósentum UVB geisla, SPF 30 verndar gegn 97 pró- sentum geisla og SPF 50 verndar gegn 98 prósentum geisla. Allt þar fyrir ofan bætir mjög litlu við þessa vernd. Húðsjúkdómalæknar mæla yfirleitt með því að fólki noti sólar- vörn með SPF stuðli 30 til 50. Varastu efnið oxybenzone Það er mikilvægt að kynna sér innihaldsefni í sólarvörnum líkt öðrum vörum. Oxybenzone er virkt innihaldsefni sem finnst í mörgum ódýrari sólavörnum sem fást í stór- mörkuðum. Þetta efni getur ert við- kvæma húð og valdið húðskemmd- um í sólinni. Þá er jafnframt talið að oxybenzone dragi úr framleiðslu sáðfruma hjá körlum og geti aukið líkur á krabba- meini. Leitaðu eftir sólarvörn sem inni- heldur avobenzone sem virkar eins og oxybenzone en er ekki skaðlegt heils- unni. Engin parben Paraben er rotvarnarefni sem lengi hefur verið notað í snyrti- vörur, en það getur meðal annars truflað hórmónabúskap líkamans og aukið vöxt krabbameinsfruma. Skaðsemi parabena hefur ver- ið mikið í umræðunni síðustu ár og framleiðendur snyrtivara taka því gjarnan fram á umbúðum ef vörurnar eru lausar við efnið. Sé það hins vegar ekki tekið fram er mikilvægt að leita eftir innihalds- efnum eins og methylparaben, Þetta skaltu hafa í huga við kaup á sólarvörn Mikilvægt er að nota góða sólarvörn sem veitir breiðvirka vörn gegn geislum sólarinnar. Einnig er nauðsynlegt að forðast ákveðin innihaldsefni. Það virðist vera fastur liður á hverju sumri að ég gang fari umræða um sólarvarnir. Hvaða sólarvarnir sé best að nota og hverjar eigi að forðast. Fólk getur því orðið ringlað þegar kemur að því að velja hina réttu vörn. Úrvalið er allavega nógu mikið. Hér eru nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga við kaup á sólarvörn. propylparaben og butylparaben sem yfirleitt eru talin upp síðustu í innihaldslýsingum. Forðist líka sól- arvörn með A-vítamíni enda getur það skaðað húðina í sól. Forðist vörn í úðaformi Það að nota sólarvörn í úðaformi kemur vissulega í veg fyrir klístrað- ar hendur, enda er vörninni þá spreyjað beint úr brúsanum á húð- ina. En húðsjúkdómalæknar mæla gegn notkun hennar vegna þess hvað hún dreifist mikið. Stór hluti þess sem spreyjað er lendir ekki á húðinni og vörnin veitir minni vernd fyrir vikið. …heilsa 14 | amk… FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2016 Oxybenzone er virkt inni- haldsefni sem finnst í mörgum ódýrari sólavörnum sem fást í stórmörkuðum. Efnið getur ert við- kvæma húð og valdið húðskemmdum. Forðist líka sólarvörn með A-vítamíni end a getur það ska ðað húðina í sól

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.