Fréttatíminn - 02.07.2016, Side 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016
Uppfinning Úrræðagóður bóndi í Galtarholti
í Hvalfjarðarsveit vorkenndi sauðfé sínu að
klæja á bakinu og hannaði græju til að þær
gætu klórað sér. Mikil aðsókn er í klóruna og
fara kindurnar í beina röð á meðan þær bíða
eftir að komast að.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Jón Þór Guðmundsson, bóndi í Galtarholti, hefur verið
með kindaklórur á víð og dreif um jörð sína undanfar-
in tvö sumur. „Upphaflega var hugmyndin að reyna að
koma í veg að þær yrðu afvelta. Þær klæjar á bakinu og
reyna ýmislegt til að klóra sér. Stundum liggja þær milli
þúfna og reyna að nudda sér upp við þær og þá endar
oft með því að þær fara á bakið og geta ekki staðið upp.
Ég var að missa nokkrar kindur vegna þessa. En síðan
ég setti upp klóruna hefur enginn orðið afvelta þannig
að ég hef komið þessu upp á nokkrum stöðum um hag-
ann. Þetta er ódýr og góð lausn.“
Aðspurður um verkfræðina á bak við klóruna seg-
ir Jón Þór; „Þetta eru nú ekki mikil vísindi. Tveir
girðingarstaurar eru reknir niður og svo set ég slá yfir
og strákústshaus undir. Svo er bara að hafa þetta í hæfi-
legri hæð.“
Skildu kindurnar til hvers græjan var? „Já, þær voru
ekki lengi að fatta það. Það getur verið gaman að fylgj-
ast með þeim. Eitt kvöldið sá ég að það voru fjórar
komnar í beina röð að bíða eftir að komast að. Verst ég
náði ekki mynd af því. Ég hélt að þær myndu troðast
eins og venjan er þegar þær langar að gera eitthvað, en
þær biðu rólegar.“
Nýtt hjálpartæki fyrir sauðfé
Fann upp kindaklóru Kindaklóran er gerð
úr girðingarstaurum
og strákústi.
Suður England 12. – 17. ágúst
Sjö daga ferð um Suður England
Ein af vinsælustu ferðunum okkar
Ekið um borgir og þorp í hjarta Englands og komið víða við. Skemmtileg
og fræðandi ferð. Skoðunarferðir alla daga og hálft fæði innifalið.
Flogið með Icelandair. Fararstjóri er Emil Örn Kristjánsson
Verð frá 174.200,-
Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar
Borgartún 34, 105 Reykjavík, S: 511 1515 • outgoing@gjtravel.is • www.ferdir.is
Velferð „Ég fæ um 70 þúsund
krónur á mánuði hjá félags-
þjónustunni meðan verið
er að afgreiða málið mitt í
kerfinu,“ segir Dagný Björk
Egilsdóttir sem veiktist þegar
hún var í námi í Danmörku
og þurfti að snúa heim til að
hefja langtíma endurhæf-
ingu.“
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Á Íslandi var Dagnýju Björk Egils-
dóttir tekið eins og útlendingi í al-
mannatryggingakerfinu, þegar hún
veiktist og þurfti að snúa heim úr
námi. Henni var sagt að bíða í þrjú
ár eftir endurhæfingarlífeyri.
Dagný kærði niðurstöðu
Tryggingastofnunar en hún
greindist með tauga- og verkjasjúk-
dóminn vefjagigt fljótlega eftir að
hún byrjaði í námi í rannsóknar-
læknisfræði og þurfti í fyrstu að
taka sér hlé frá námi og síðan hætta
alveg.
„Ég hafði verið í rúmlega eitt og
hálft ár í Danmörku þegar ég kom
aftur heim og Tryggingastofnun
synjar mér um endurhæfingarlíf-
eyri á þeim forsendum að ég hafi
ekki búið hérlendis síðastliðin þrjú
ár,“ segir hún.
Námsmenn sem fara í nám á Norð-
urlöndum þurfa að flytja lögheimili
sitt þangað meðan á námi stendur.
Án lögheimilis er ekki hægt að leigja
húsnæði og erfitt að sækja læknis-
þjónustu auk annarrar þjónustu.
„Fólk veit ekki hverju það er að fórna
þegar það breytir um lögheimili. Það
eru fleiri í þeirri stöðu að hafa lent
í þessari glufu milli reglugerða á
Norðurlöndum. Norðurlandasamn-
ingurinn virðist heldur ekki tryggja
samstarf milli landanna og grunn-
réttindi í almannatryggingum eins
og hann á að gera,“ segir hún. „Þá
gætir misræmis í reglum sem snúa
að rétti til endurhæfingarlífeyris.
Endurhæfingarlífeyrinn fellur und-
ir lög um félagslega aðstoð. Réttur
til félagslegrar aðstoðar er sam-
kvæmt þeim ekki áunninn og ætti
því í raun ekki að vera neinn biðtími
til að öðlast hann. Einnig má benda
á samlagningarreglu EES–landanna
en samkvæmt henni er möguleiki
að stytta biðtímann niður í eitt ár.
„Þetta misræmi þarf að laga,“ seg-
ir Dagný.
Í síðustu viku ræddi Fréttatíminn
við Jóhönnu Þorsteinsdóttur sem
fær einungis 40 þúsund á mánuði í
örorkubætur þrátt fyrir 75 prósenta
örorku en hún var búsett um skeið
í Danmörku. Formaður ÖBI segir
þetta eina ástæðu þess að fólk býr
við sára fátækt á Íslandi.
„Endurhæfingarlífeyrir er skamm-
tímaúrræði, sem ætlað er að gera
þeim sem á þurfa að halda fjárhags-
lega kleift að stunda endurhæfingu
og ná heilsu og jafnvel starfsorku á
ný eftir sjúkdóma eða slys. Ef fólk
hefur ekki endurhæfingu fyrr en
að þremur árum liðnum aukast lík-
urnar á því að það þurfi að búa við
varanlega örorku.“ Vegna þessara
reglna þyrfti Dagný að bíða í þrjú ár
áður en hún öðlaðist rétt á endur-
hæfingarlífeyri hér á landi en í henn-
ar tilfelli yrði hann á bilinu 212.000
kr. og 247.000 kr.
„Það var í rauninni ekkert annað í
stöðunni en að flytja aftur heim því
í Kaupmannahöfn stóð mér ekki til
boða endurhæfing þrátt fyrir mikla
leit né virtist ég hafa rétt á neinni
framfærslu, ég var því tekjulaus í
rúmt ár eftir að ég missti námslán-
in,“ segir Dagný. Úrskurðarnefnd
almannatrygginga, sem fór með
slík mál þar til í fyrra, hefur áður
úrskurðað í svipuðu máli árið 2014,
eftir að lögum var breytt og staðfesti
synjunina. „Ég er því ekki bjartsýn
á jákvæða niðurstöðu í mínu máli,“
segir Dagný. „Næsta skref er þá að
fara með málið til umboðsmanns Al-
þingis,“ segir hún. „Ég viðurkenni að
þetta mál hefur tekið mikið á mig.
Ég er með síþreytu á háu stigi sem
fylgir mikið orkuleysi og finnst skítt
að þurfa að eyða minni litlu orku í
standa í baráttu við kerfið. Ég þarf
á allri minni orku að halda til að
stunda þá endurhæfingu sem ég er
í svo ég komist vonandi sem fyrst
aftur í nám,“ segir Dagný Björk sem
hefur bæði rætt við alþingismenn og
velferðarvaktina um málið en ekki
fengið mikil viðbrögð.
Á ekki rétt á endurhæfingarlífeyri
vegna náms í Danmörku
„Endurhæfingarlífeyrir er skammtímaúrræði, sem ætlað er að gera þeim sem á
þurfa að halda fjárhagslega kleift að stunda endurhæfingu og ná heilsu.“ Mynd | Rut
Borgarfulltrúar
Breyttu
skráningu eftir
Panamaskjölin
Borgarfulltrúar
Samfylkingarinnar
og Bjartrar framtíð-
ar breyttu hags-
munaskráningu á
vef borgarinnar, en
skrifstofa borgarinn-
ar neitaði að upplýsa
um breytingarnar
þegar eftir því var
leitað.
Að minnsta kosti
tveir borgarfull-
trúar hjá Reykjavíkurborg upp-
færðu hagsmunaskráningu sína
á vef Reykjavíkurborgar eftir að
Panamaskjölin komust í hámæli í
vor. Það eru þeir Skúli Helgason,
fulltrúi Samfylkingarinnar, og S.
Björn Blöndal, oddviti Bjartrar
framtíðar.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörns-
dóttir, borgarfulltrú Framsóknar
og flugvallarvina, er gagnrýnd í
minnisblaði um fjárhagslega hags-
muni borgarfulltrúa en hún braut
gegn reglum borgarstjórnar um
skráningu á fjárhagslegum hags-
munum borgarfulltrúa og trún-
aðarstörfum utan borgarstjórnar.
Hún var með þrjú félög en ekkert
þeirra var skráð í hagsmunaskrán-
ingu þannig almenningur hefði að-
gang að þeim.
Í svari Skúla og Björns kem-
ur fram að umræðan um
Panamaskjölin hafi verið áminn-
ing fyrir þá að fara yfir hagsmuna-
skráninguna. Þannig skráði Skúli
félagið Ráðalind slf., sem hann á
með eiginkonu sinni, en sjálfur
segist hann ekki hafa haft tekur af
félaginu á síðasta ári, sem voru um
sex milljónir króna. Björn skráði fé-
lagið Skyn ehf., sem hann notaðist
við áður en hann varð borgarfull-
trúi. | vg
Félag Skúla
Helgasonar
þénaði 6
milljónir árið
2014.
Hælisleitendur „Ég vil
frekar deyja hér heldur en
að vera pyntaður í Írak,“
segir hælisleitandinn Raisan
Al-Shimani, sem býr ásamt
fleiri flóttamönnum í Stiga-
hlíð í Reykjavík, en hann
hefur verið í hungurverk-
falli í þrjá daga.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
Raisan er einn af flóttamönnun-
um sem hafa tekið kristna trú hjá
Toshiki Toma og var hann meðal
annars staddur í Laugarneskirkju
þegar lögreglan rauf kirkjugrið í
vikunni.
Raisan er 39 ára gamall sex barna
faðir, en fjölskylda hans er enn úti
í Írak. Sjálfur starfaði hann fyrir
írösku leyniþjónustuna, fyrst und-
ir stjórn einræðisherrans Saddam
Hussein. Raisan flúði hinsvegar Írak
árið 1995 og fór þá til Írans. Hann
ákvað hinsvegar að snúa aftur heim
árið 2003, þegar innrásarlið Breta
og Bandaríkjamanna réðust inn í
landið, og hóf hann þá aftur störf
sem hermaður.
Hann flúði hinsvegar Suður-Írak
árið 2015, eftir að hafa lent í átök-
um við sjálfstæðar hersveitir sem
hann segir að hafi tekið tvo aldraða
menn af lífi fyrir framan sig. „Þeir
afhöfðuðu annan þeirra fyrir fram-
an mig og brenndu lík þeirra,“ segir
hann. Raisan er því liðhlaupi og var
dæmdur í fangelsi af herdómstóli
þar í landi í fjarveru hans. Hann má
því búast við að verða handtekinn
og fangelsaður snúi hann aftur. Í
versta falli verður hann drepinn af
hersveitunum sem hann segir að
leiti sín.
Raisan segir viðbúið að hann
verði sendur aftur til Írak, verði
honum vísað frá Íslandi til Noregs.
Því ætlar hann að svelta sig þar til
lausn fæst í hans málum. | vg
„Þeir afhöfðuðu annan
þeirra fyrir framan mig
og brenndu lík þeirra.“
Raisan Al-Shimani starfaði lengst af í leyniþjónustu íraska hersins
Liðhlaupi í hungurverkfalli
Raisan Al-Shimani er
39 ára gamall Íraki.
Hans bíður fang-
elsisvist verði hann
sendur aftur til Íraks.
Mynd | Hari