Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 02.07.2016, Síða 21

Fréttatíminn - 02.07.2016, Síða 21
| 21FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 2. júlí 2016 Bankastræti • Borgartúni • Kringlunni • Smáralind • Reykjanesbæ • Safnahúsinu • Þjóðminjasafni • Kruðerí Kíktu í Kaffitár Hver einasta kaffibaun og ferðalag hennar í bollann skiptir máli. Hjá Kaffitár verkum við kaffið af þekkingu og berum fram með alúð. Stóri bróðir segir Jón Daða hafa svo einstakt hugarfar að hann hefði getað orðið ólýsanlega góður í hverju sem hann vildi. Auðun Daníelsson á ótal falleg orð um bróður sinn, Jón Daða. „Hann hefði getað notað orkuna sína í hvað sem var og orðið hvað sem hann vildi. Eins og algengt er með fólk með athyglisbrest þá á það sér gjarnan eitthvert sérsvið. Sem dæmi þá byrjaði Jón Daði að spila á gítar fyrir fimm árum. Síð- an hefur allur hans frítími farið í það og hann er auðvitað orðinn algjör atvinnumaður á hljóðfær- ið. Ef þú skoðar fjölskyldusöguna hans þá voru líka engir smá lista- menn í kringum hann. Þorsteinn frá Hamri er afi hans og Ásta Sig- urðardóttir amma hans.” Auðun passaði yngri bróður sinn mikið og fannst hann hrika- lega skemmtilegur krakki. „En ferillinn hans sem leikmaður hefur einkennst af miklu harki. Hvert sem hann hefur farið hefur hann þurft að byrja á að sanna sig og mér hefur alltaf fundist hann hafa verið vanmetinn leikmaður. Á Selfossi féll hann algjörlega í skuggann af öðrum leikmanni og það var ekki fyrr en í þriðja flokki að fólk fór að fatta hvað hann var góður. Þjálfarinn hans, Halldór Björnsson, barðist fyrir því í að honum yrði gefið tækifæri í ung- lingalandsliðinu. Alltaf hélt hann áfram og við sjáum hvar hann er nú.“ Auðun segir að þó hann sé ný- leg stjarna á Íslandi, hafi hæfileik- ar hans ekki dulist þeim sem fylgst hafa með fótbolta undanfar- in ár. Jón Daði var algjör lykilmað- ur á Selfossi þegar liðið klifraði upp um deild og var valinn efni- legasti leikmaður Pepsí-deildar- innar árið 2012. „Sjálfsgagnrýnin er hans helsti ókostur og hon- um er algjörlega fyrirmunað að dæma sjálfan sig með sanngjörn- um hætti. Ef hann gerir ein lítil mistök í leik, þá einblínir hann á þau þó frammistaða hans hafi að öðru leyti verið frábær. Hugar- far hans er svo einstakt. Allur þessi tími og orka sem hann hef- ur varið í komast á þennan stað. Vinnusemi hans er ótrúleg. Þeir sem venjulega hlaupa mest á vell- inum eru miðjumenn. Tölfræði Jóns Daða sýnir að hann hleypur eins og miðjumaður þó hann sé framherji. Þar að auki er hann óeigingjarn á vellinum og ekki þessi ýkti framherjakarakter eins og kannski Ronaldo eða Zlatan. Hann hugsar fyrst og fremst um liðið.“ Hann ítrekar að Jón Daði hafi fært miklar fórnir í fótbolta og agi hans og einbeiting á unglingsár- um hafi kostað ýmislegt. Til dæm- is félagslíf, þegar aðrir byrjuðu að drekka og reykja. „Það er óhætt að segja að hann hafi verið mjög sjálfstæður og einn að berjast í sínum fótboltaferli. Hann fékk ekki mikinn stuðning í fótbolta fyrr en á unglingsárum og hefur því unnið fyrir allri sinni vel- gengni sjálfur.“ | þt Daníel Auðunsson, stóri bróðir Jón Daði alltaf vanmetinn Auðun Daníelsson, stóri bróðir Jóns Daða, stendur þétt við bakið á lands- liðsmanninum. Jón Daði Böðvarsson  Fæddur 25. maí 1992.  Ólst upp og lék með liði Sel- foss. Lék með meistaraflokki 2008-12.  Í láni hjá unglingaliði í Árósum.  Fór til Víkings FK í Noregi 2013-15.  Fór í þýska stórliðið Keiserslautern fyrr á þessu ári. Leikur í treyju nr. 15.  Valinn fyrst í unglingalandslið 2009, fyrsti A-landsliðsleikur 2012.  Hefur leikið í 319 mínútur af 360 á EM.  Hefur skorað eitt mark, fyrra markið gegn Austurríki, og lagt upp annað.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.