Fréttatíminn - 02.07.2016, Síða 34
Hjónaband Sarah Jessica Parker
og Matthew Broderick hef-
ur gengið upp og ofan
í gegnum tíðina. Þau
eru nú farin af stað
með nýtt plan til
að bæta hjóna-
band sitt og kalla
það „meðvitaða
pörun“.
Þau gera þetta
með því að selja
gamla heimili sitt og
kaupa sér tvær samliggjandi
íbúðir í New York. „Þau komust
að því að það besta í stöðunni
til að bjarga hjónabandinu
væri að búa í sitt hvorri
íbúðinni. Þau munu rífa
niður vegginn sem
skilur íbúðirnar að en
það verður pottþétt
þannig að hún fær
sinn helming og hann
fær sinn og börnin
hafa aðgang að báðum
helmingum,“ segir heim-
ildarmaður RadarOnline.
Þessi aðferð segir þessi heim-
ildarmaður að henti þeim hjónum
Vinna í hjónabandi sínu á óvenjulegan hátt
Hjónin Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick eru með ólíkar heimilisvenjur svo þau búa í sitt hvorri íbúðinni
Babb í bátinn Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick fara óhefðbundnar leiðir til að
bjarga hjónabandinu.
mjög vel af því að Matthew sé
mjög óþrifalegur á meðan Sarah
Jessica vill hafa óaðfinnanlegt
skipulag á sínum eigum. „Þau
borða ennþá saman á kvöldin og
ef þau eru í stuði gista þau jafn-
vel saman, svo það er ekki eins
og þau lifi sitt hvoru lífinu. Þetta
er meira það að þau eru að koma
fram við 20 ára hjónaband með
þeirri virðingu og ástúð sem það
þarf á að halda,“ segir þessi heim-
ildarmaður.
Louis krefst sameiginlegs forræðis
Louis Tomlinson á 5 mánaða gamlan son með sinni fyrrver-
andi, Briana Jungwirth. Hann hefur nú krafist sameig-
inlegs forræðis og vill fá að taka virkan þátt í uppeldi
sonarins. Louis hefur verið duglegur við að birta myndir
af sér með drenginn sinn en hingað til hafa hann og
Briana verið með innbyrðis samkomulag um umgengni
við barnið. Ástæðan fyrir því að Louis er að fara fram á
sameiginlegt forræði er meira til þess að hafa allt á pappír-
um upp á framtíðina, frekar en að ágreiningur hafi komið upp.
Demi Moore á ekki sjö dagana sæla
Demi Moore var ein launahæsta leikkona í heimi. Hún á
nú að baki 3 misheppnuð hjónabönd, meðferð og verk-
efnaleysi. Demi var að selja íbúð sína í New York, sem
hún bjó í meðan hún var gift Ashton Kutcher. Hún vakti
athygli í maí þegar hún mætti, grennri en nokkru sinni á
viðburð á vegum Vogue en þá sagði heimildarmaður að
hún væri búin að eiga mjög erfitt að undanförnu.
Er alveg til í að vera með konum
Khloe Kardashian á að baki nokkur misheppnuð sam-
bönd en er til í að breyta til í lífinu sínu. Nú hefur hún
sagt frá því að hún sé alveg opin fyrir því að fara á
stefnumót með konum. „Khloe hefur fyllst ákveðnu
vonleysi þegar kemur að karlmönnum. Hún er að
reyna að finna mann sem er skemmtilegur en samt
trúr og það virðist ómögulegt,“ segir heimildarmaður
RadarOnline. Hann segir einnig að nú sé hún farin að
eyða meiri tíma með samkynhneigðum vinum sínum
og vilji láta koma í ljós hvað gerist í framhaldinu.
Lögð inn vegna ofkeyrslu
Rita Ora var lögð inn á spítala í þessari viku vegna þess
að hún var búin að ofkeyra sig. Hún sat fyrir í mynda-
töku í London og það var þar sem hún gafst upp og
var í kjölfarið flutt á spítala. Hún setti inn mynd af sér
á Instagram þar sem hún liggur í sjúkrarúmi og við
myndina skrifaði hún: „Dagurinn í dag var frekar erf-
iður en ég kemst í gegnum þetta með ykkar stuðingi.
Takk fyrir að styðja við bakið á mér. Ég elska ykkur!!“
„Hann hélt framhjá mér!“
Iggy Azaela og Nick Young voru að hætta saman og
ýmsar sögur hafa verið á kreiki um að Nick hafi haldið
framhjá Iggy. Hún hefur nú staðfest það og gerði það
á Twitter, fyrir allan heiminn. Hún skrifaði: „Ég hætti
með Nick af því ég komst að því að hann hafði komið
með aðrar konur inn á heimili okkar og ég sá það á
öryggismyndböndum. Þetta er eins og að vera skot-
in í brjóstið og núna líður mér eins og ég þekki ekki
þann sem ég hef elskað allan þennan tíma.“
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir
gudrunveiga@frettatiminn.is
Hugmyndin að þessu kviknaði af því að við höfum farið í menntaskóla með fyr-irlestra um skaðsemi
staðalímynda og mikilvægi fyr-
irmynda þegar kemur að hinseg-
inveruleika. Þar höfum við séð
hversu mikilvægt það er að fræða
ungmenni um hinseginveruleika
og afrugla allar þær mýtur sem
hafa fengið að grassera um slíkt
alltof lengi,“ segir Ingileif Frið-
riksdóttir, laganemi og blaða-
maður, sem ásamt unnustu sinni,
Maríu Rut Kristinsdóttur, opnaði
Snapchat-aðgang sem ber nafnið
Hinseginleikinn.
Hinseginleikinn er snapp þar
sem fólk getur fengið innsýn í líf
hinsegin fólks í öllum regnbogans
litum og gerðum. „Eftir að hafa
farið í skólana með fyrirlestra
þá fundum við fyrir mjög mikl-
um áhuga frá fólki og það hafði
rosalega margar spurningar en
það vantaði vettvanginn til þess
að spyrja. Við hugsuðum þetta
snapp þess vegna svolítið sem stað
þar sem fólk gæti spurt spurn-
inga, jafnvel nafnlaust ef það kýs.
Einstaklingar geta til dæmis verið
í vafa með sjálfan sig, þora ekki
að segja frá því og vita ekki alveg
hvert á að leita og óttast kannski
að spyrja hvern sem er út í svona
mál. Hinseginleikinn er vett-
vangur fyrir spurningar, opnar
umræðuna og hjálpar okkur að
koma í veg fyrir ranghugmyndir
fólks um það hvað það er að vera
hinsegin.“
Þær Ingileif og María hafa fengið
til liðs við sig alls kyns gestasnapp-
ara til þess að taka yfir snappið
reglulega. „Til þess að vitunda-
vakningin verði sem öflugust og
víðtækust höfum við fengið fullt
af góðu fólki með okkur í lið. Það
sem við viljum er að taka alla flór-
una, bara eins og hinseginleikinn
leggur sig. Á næstu dögum verður
hjá okkur stelpa sem er intersex,
sem þýðir að þú fæðist með óræð
kynfæri. Fljótlega kynnumst við
svo kynsegin manneskju, það er
þá einstaklingur sem skilgreinir
sig hvorki sem karl eða konu, held-
ur hvorugkyn eða bæði í einu. Allt
flokkast þetta undir hinseginregn-
hlífina og er eitthvað sem við höf-
um fengið margar spurningar um,
til dæmis á fyrirlestrum okkar.“
Á aðeins tveimur vikum hefur
Hinseginleikinn fengið á annað
þúsund fylgjendur á Snapchat.
„Við finnum að fólk er forvitið
og með því að fá fjölbreytt fólk
til þess að taka yfir snappið þá
vekjum við áhuga og opnum um-
ræðuna. Ef ég hefði haft eitthvað
svona til þess að fylgjast með
þegar ég var 15 eða 16 ára þá hugs-
anlega hefði ég komið fyrr út úr
skápnum af því að um leið og mað-
ur fræðist og losar sig við rang-
hugmyndir sér maður að þarna er
bara eðlilegt fólk sem lifir eðlilegu
lífi og er ekkert öðruvísi þó það sé
hinsegin.“
Blaðamaður hvetur áhugasama
til þess að fylgjast með hinsegin-
leikanum á Snapchat, undir not-
endanafninu Hinseginleikinn.
Mikilvægt að fræða
fólk og uppræta
staðalímyndir
Hinseginleikinn er snapp þar sem fólk getur fengið innsýn í líf hinsegin
fólks í öllum regnbogans litum og gerðum
María Rut, Ingileif og sonur
þeirra, Þorgeir Atli.
…fólk 2 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016
Á næstu
dögum verður
hjá okkur stelpa
sem er intersex, sem
þýðir að þú fæðist
með óræð kynfæri.
Fljótlega kynnumst
við svo kynsegin
manneskju, það er
þá einstaklingur sem
skilgreinir sig hvorki
sem karl eða konu,
heldur hvorugkyn
eða bæði í einu.
Þau borða
ennþá saman
á kvöldin og e
f
þau eru í stuð
i
gista þau jafn
vel
saman.
Sumartilboð á úrum
1. - 10. júlí
Gott úrval - gott verð
25% afsláttur 30% afsláttur 25% afsláttur
30% afsláttur