Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 02.07.2016, Page 46

Fréttatíminn - 02.07.2016, Page 46
Unnið í samstarfi við Útivist Ferðafélagið Útivist býð-ur upp á skemmtilegar og fjölbreyttar gönguferðir á hálendinu. Hægt er, meðal annars, að fara í gönguferðir um Strútsstíg, Sveinstind og Dalastíg. Útivist á einnig nokkra skála að Fjallabaki – við Strút, Sveinstind, Skælinga, í Álftavötnum og í Reykjadölum sem nýtast í mörgum góðum gönguleiðum á svæðinu. Sveinstindur – Skælingar Gönguleiðin um Sveinstind er helsta skrautfjöður Ferðafélagsins Útivistar. Ferðin hefst með göngu á Sveinstind. Útsýnið yfir hinn margrómaða Langa- sjó, sem kúrir upp við Vatnajökul, er hreint ólýsanlegt. Ef skyggni er gott má líta yfir bróðurpart hálendis Íslands. Leiðin liggur svo um fáfarnar slóðir, söndugar og mosavaxnar, meðfram Skaftá og um leynistigu með Uxatindum og fram grösuga Skælinga, en ganga á Gjátind og um sjálfa Eldgjá er góður lokakafli á þessari margbreytilegu göngu sem lýkur í Hólaskjóli. Strútsstígur Um sunnanvert Fjallabak liggur fal- leg gönguleið frá Hólaskjóli í austri og vestur í Hvannagil. Margt kætir hug og anda á þessari leið. Fagrir fossar verða á vegi okkar og fög- ur fjallasýn. Farið er um dalverpi í Hólmsábotnum þar sem Torfajökul ber við himin og hin rómaða Strút- slaug bíður göngumanna. Óhætt er að segja að umhverfi skálans við Strút sé draumaland göngu- mannsins með ótal möguleikum á skemmtilegum gönguleiðum. Því er dvalið tvær nætur í Strúti til að kynnast betur þessu skemmtilega svæði. Á lokadegi göngunnar er haldið áfram frá Strúti vestur yfir Veðurháls og að Hvannagili þar sem rúta sækir hópinn. Dalastígur Dalastígur er ný gönguleið á fáförnum en virkilega áhugaverðum slóðum að Fjallabaki. Gangan hefst við Mosa, skammt frá Markarfljóti. Þaðan er gengið í Þverárgil og komið við í sérstæðum gististað gangnamanna í hellisskúta. Áfram er haldið í skálann á Hungurfitj- um þar sem gist er fyrstu nóttina. Frá Hungurfitjum er gengið upp Skyggnishlíðar að Skyggnisvatni, síðan að Laufavatni í Laufahrauni og áfram í Dalakofann í gistingu. Frá Dalakofanum er gengið um mik- ið hverasvæði og yfir norðanverðan Svartakamb að Rauðufossafjöllum. Þar finna göngumenn sérkennilega uppsprettu Rauðufossakvíslar og er ánni fylgt niður fyrir Rauðufossa. Þaðan er gengið í Landmannahelli og gist þar. Á fjórða degi göngunn- ar er gengið frá Landmannahelli um Hellismannaleið í Landmanna- laugar. Skemmtilegar og fjölbreyttar gönguferðir á hálendinu Ferðafélagið Útivist býður upp á áhugaverðar gönguferðir og gistingu í skálum Fjölbreyttar gönguleiðir Hægt er að fara í gönguferðir um Strútsstíg, Sveinstind og Dalastíg. Hálendisferðir Ferðafélagið Útivist býður upp á skemmtilegar gönguferðir á hálendinu. Unnið í samstarfi við Buggy Adventures Það er mun meiri nánd við náttúruna að ferðast um hálendið á buggy-bílum en hefðbundnum bíl, og í þokkabót miklu skemmtilegra. Þú ert í tengslum við veðurfarið, aðstæðurnar og umhverfið,“ segir Harpa Groiss, einn eiganda Buggy Adventures á Íslandi. Buggy-bílar eru ný tegund af af- þreyingu hérlendis. Um er að ræða tveggja manna fjórhjóladrifna bíla. „Það má kannski helst bera þetta saman við fjórhjól, nema það er einfaldara og öruggara að keyra buggy, sem eru útbúnir veltibúri og fjögurra punkta öryggisbelti. Þetta er rallýstemning, rykið þyrl- ast upp og drullan líka. Bílarnir komast nánast hvert sem er svo þetta alveg ótrúlega skemmtilegt sport. Það eru tveir saman í bíl og nóg pláss fyrir grill, nesti og útilegubúnað á palli bílsins.“ Buggy adventures bjóða upp á fjöl- breyttar ferðir um íslenska náttúru, allt frá klukkustundar ferð í nágrenni Reykjavíkur til nokkurra daga ferða um hálendið. Landmanna- laugar, Þórsmörk, gullni hringur- inn, Eyjafjallajökull og Fjallabak eru á meðal kennileita sem leið- sögumenn Buggy Adventures bjóða upp á. Tekið er á móti einstaklingum og hópum en alls eru 33 buggy-bíl- ar til leigu. Í samstarfi við leiðsögumenn geta einstaklingar eða hópar skipulagt sína ævintýraferð. „Fyrir þau sem kjósa lengri ferðir er gist í skálum á Hveravöllum þar sem náttúrulaugar eru innan handar eftir við- burðaríkan dag um Langjökul, Kjöl og Kerlingarfjöll, til dæmis,“ segir Harpa. Í hverri ferð eru tveir leiðsögu- menn í för og skaffa þeir öllum til- heyrandi búnað fyrir hópinn. Farið er yfir grundvallaratriðin, hvar má keyra og hvað skal varast, en bílarnir eru sjálfskiptir og einfald- ir í akstri. Á leiðinni er stoppað á fallegum útsýnisstöðum og keyrt á merktum slóðum og vegum á götuskráðum buggy-bílunum sem komast nánast allt; á jökla, fjöll og yfir ár. Ferðirnar eru fyrir alla þá sem vilja upplifa íslenska náttúru á spennandi máta. „Þórsmörkin og Landmannalaugar eru í dálæti hjá mér, það er einstök upplifun að keyra þar um í náttúrufegurð,“ segir Harpa og hvetur sem flesta til þess að kynna sér ferðir Buggy Adventures. Allar nánari upplýsingar um ferðir og bókanir á buggyadventures.is eða í síma 825-9060. Ævintýraferðir um hálendið á buggy-bílum Buggy-bílar eru ný tegund af afþreyingu á Íslandi. Einstakur og ævintýralegur ferðamáti um hálendi Íslands, jökla, ár og fjöll Komast allt Buggy-bílarnir eru einfaldir og öruggir á akstri og ævintýralegur ferðamáti um náttúru Íslands. Buggy adventures bjóða upp á fjölbreyttar fe rðir um íslenska náttúru …ferðir kynningar 2 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016 Dalastígur er ný gönguleið á fáförnum en virki- lega áhugaverðum slóðum að Fjallabaki. Gangan hefst við Mosa, skammt frá Markarfljóti. Þaðan er gengið í Þverárgil og komið við í sér- stæðum gististað. Margt kætir hug og anda á þessari leið. Dagbjört Heimisdóttir dagbjort@frettatiminn.is Helga María er 33 ára leiðsögumað­ ur hjá Íslenskum fjallaleiðsögu­ mönnum og mikil áhugamanneskja um jökla, enda jöklafræðingur að mennt, með menntun frá bæði Há­ skóla Íslands og Osló í þeim efnum. Hún hefur gengið á fjöll í fjölda ára, eða frá árinu 2008 og hefur gríðarlega reynslu sem leiðsögumað­ ur og sérlegur aðdáandi íslenskrar náttúru. Þessi brosmildi og hressi leiðsögumaður hefur gengið, hlaup­ ið og klifið fjöllin í þónokkuð mörg ár og var hún beðin að gefa upp eina af sínum uppáhalds náttúrurperlum á hálendinu, sem fáir vita af. „Það eru óteljandi fallegir staðir á hálendinu og um allt Ísland,“ segir Helga María og bætir því við að þó komi fljótt upp í huga einn uppá­ haldsstaður á hálendinu en það er Snæfell, sem er norðan Vatnajök­ uls. Tjaldstæðið og skálinn eru á svo fallegum og friðsælum stað og náttúrufegurðin engu lík og gangan þangað er flestum fær. „Útsýnið er 200 milljóna króna virði,“ segir hún og er klárt mál að hún veit um hvað hún talar. Snæfell er innan Vatnajökulsþjóð­ garðs og er það hæsta fjall Íslands, utan jökla, og ef þú stendur á toppi fjallsins getur þú horft yfir landið í nánast allar áttir úr 1833 metra hæð. Við rætur fjallsins er fallegur og veglegur skáli sem rúmar allt að 45 manns, en þar er einnig sturta, sal­ erni, tjaldstæði og almennt góð að­ staða fyrir ferðamenn. Gangan upp á toppinn er möguleg fyrir flesta, en ekki er mikið um skipulagðar ferðir á topp þessa fagra náttúruundurs Íslands. Útsýnið á toppnum er ekki hægt að setja í verð Þaulreyndur fjallaleiðsögumaður segir frá sínum uppáhaldsstað Víðsýni Helga María ásamt eiginmanni sínum, Árna Þór Hlynssyni, á toppi Snæfells.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.