Fréttatíminn - 02.07.2016, Qupperneq 53
Landmannalaugar
Gott að vera í fjallaloftinu
Ferðafélag Íslands rekur gisti-
skála í Landmannalaugum með
plássi fyrir 75 manns. Þar að auki
er stórt hreinlætishús á svæðinu,
með sturtum og vatnssalernum,
og skála- og landvarðarhús. Tjald-
stæði eru á flötunum í grennd við
skálann. Heit, náttúruleg laug er í
göngufæri frá skála.
Vegurinn í Landmannalaugar
var nýverið opnaður eftir veturinn
og þá hefst formlega ferðamanna-
tímabilið. Sara Dögg Arnardóttir
er skálavörður Ferðafélags Íslands
annað sumarið í röð í Landmanna-
laugum. „Þetta er rosalega fallegt
svæði og ólíkt öllu öðru. Það er
ofsalega gott að vera í fjalla-
loftinu hérna,“ segir Sara Dögg.
Ferðmannastraumurinn er hafinn
í Landmannalaugar en Sara Dögg
segir að mest séu það erlend-
ir ferðamann sem eru á ferðinni.
„Íslendingar sem koma hingað
eru flestir að ganga Laugaveginn
eða koma í dagsferð,“ segir Sara
Dögg. Með auknum ferðamanna-
straumi hefur rútuferðum í Land-
mannalaugar verið fjölgað og auð-
velt að koma þangað í dagsferð.
„Á flottum degi er hægt að koma
og dvelja í tvo til þrjá tíma, ganga
um og skella sér í heitu náttúru-
laugina. Við seljum dagsferðakort
sem sýnir helstu gönguleiðir og
litinn á stikunum sem á að fylgja,
en landverðirnir hafa verið dug-
legir að ganga um og stika helstu
leiðir.“ Vinsælt er að ganga upp á
Brennisteinsöldur og á Bláhnúk,
hringinn í kringum hraunið og
ofan í Græna gil. „Útlendingarn-
ir kalla Brennisteinsöldu Color-
ful Mountain, enda er það mjög
litríkt. Þar er útsýni til allra átta
Álftavatn
Á fjöllum eru allir vinir
Við Álftavatn er Ferðafélag Ís-
lands með tvo skála sem rúma
72 manns í kojum. Skálarnir eru
á miðri gönguleiðinni um Lauga-
veginn. Þar er einnig klósetthús
og sturtur. Tjaldstæði er á vatns-
bakkanum.
„Á fallegum degi er útsýnið
einstakt. Við sjáum yfir vatnið og
Tindafjallajökull blasir við. Það
er endurnærandi að rölta niður
að vatninu, setjast niður og njóta
kyrrðarinnar,“ segir Einar Bessi
Gestsson, skálavörður við Álfta-
vatn.
„Langflestir sem koma hing-
að eru að ganga Laugaveginn en
við erum á miðri leið. Maður hittir
mikið af skemmtilegu fólki sem
er að labba hér í gegn, mikið af
ævintýrafólki, þess vegna er gam-
an að vera hér. Mér fannst mjög
gaman um daginn þegar hingað
kom íslensk fjölskylda með 10 ára
stráka sem voru að ganga Lauga-
veginn. Við horfðum á landsleik-
inn gegn Austurríki saman og
það var mikið fjör. Mér finnst flott
þegar krakkar eru að rölta Lauga-
veginn. Í raun ættu allir sem hafa
minnsta áhuga á náttúrunni að
ganga þessa leið eða að minnsta
kosti hluta hennar, þetta er alger-
lega frábær náttúra hérna sem
enginn ætti að láta framhjá sér
fara,“ segir Einar Bessi
Hann segir einstaka stemningu
ríkja á fjöllum sem hvergi er að
finna annarsstaðar. „Það hjálpast
allir að á fjöllum og allir eru vinir.“
Ferðin hafin Lagt af stað í Laugavegsgöngu frá Landmannalaugum. Mynd | FÍ Björk Guðbrandsdóttir
Fögur fjallasýn Álftavatn er á miðri Laugavegsgöngu. Þar er hægt að gista í skálum Ferðafélags Íslands. Mynd | FÍ Björk Guðbrandsdóttir
sem sýnir brot af því besta.“ Hún
segir alla sem koma í Landmanna-
laugar heillast en það komi fyrir
að fólk sé að leita að stöðum sem
það hefur séð á myndum.“ Stund-
um þarf að minna fólk á að það er
búið að eiga við myndir og litirnir
eru ekki raunverulegir. Hér kom
maður með mynd af bláu gili og
vildi vita hvar hann fyndi það. Í
raunveruleikanum er gilið grænt,
en ekki blátt,“ segir Sara Dögg.
Vegurinn að Landmannalaugum
er opinn fram í september, eða á
meðan veður leyfir.
…ferðir kynningar9 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016
Við seljum
dagsferðakort
sem sýnir helstu
gönguleiðir og litinn
á stikunum sem á að
fylgja.