Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 02.07.2016, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 02.07.2016, Qupperneq 54
…ferðir kynningar 10 | amk… LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2016 Göngur við allra hæfi Fallegar og miskrefjandi gönguleiðir eru í Kerlingarfjöllum Ævintýraland Kerlingarfjöll eru sannkallað ævintýraland Sér á parti Kerlingarfjöll eru fegursti staður á landinu, að sögn Þóris Guðmundssonar. Kerlingarfjöll Fjöllin sjást mjög langt að Flott á fjöllum Þórir Guðmundsson ásamt eiginkonu sinni í Kerlingarfjöllum Þetta er einn fegursti staður á landinu. Auðvitað má segja það um svo marga staði á Íslandi en Kerlingarfjöll eru bara sér á parti. Þú ert úti í óbyggðum, inni í miðju landi og umkringdur óspilltri náttúru. Þórir Guðmundsson Forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík Við hverina myndast hveraleir og allt berg er sundursoðið. Eitt fjölbreyttasta útivistarsvæði Íslands Einstök náttúrufegurð og góð aðstaða þar sem þú hefur allt til alls Unnið í samstarfi við Kerlingarfjöll Kerlingarfjöll eru sannar-lega eitt fjölbreyttasta útivistarsvæði Íslands. Þar eru fallegar og miskrefj- andi gönguleiðir og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem um er að ræða hæstu toppa eða fara um eitt stærsta jarðhitasvæði Íslands. Sumar leiðir eru merktar en aðrar eru ómerktar. Þú getur farið um og notið þess að rekast ekki á annað fólk tímunum saman. Segja má að í Kerlingar- fjöllum renni maðurinn og náttúran saman og verði eitt. Þórir Guðmundsson, forstöðu- maður Rauða krossins Í Reykja- vík, fór fyrst í Kerlingarfjöll þegar hann var barn og á að eigin sögn óskaplega góðar minningar frá Kerlingarfjöllum. „Í minningunni var þetta heilmikið ferða- lag en í dag er þetta bara skottúr, þú ert engan tíma að kom- ast þarna. Vegirnir eru orðnir svo góð- ir og móttökurn- ar sem maður fær eru alveg frábær- ar. Starfsfólkið er líka alveg sérstak- lega viljugt að leiðbeina manni og þess vegna ekkert mál að finna gönguleið við hæfi,“ segir Þórir sem nýlega heimsótti Kerlingarfjöll ásamt ferðafélögum sínum í gönguhópi sem gengur saman á fjöll víða um land. Kerlingarfjöll eru skammt í suð- vestur frá Hofsjökli, á vatnaskilum Hvítár og Þjórsár. Þau eru þyrping strókmyndaðra tinda og eggja sem ná yfir um það bil 150 ferkílómetra svæði. Fjöllin sjást mjög langt að og eru hæstu tindarnir í 1500 metra hæð yfir sjó. Ásgarðsá og Kisa mynda mikil árskörð í gegn- um fjöllin og kljúfa þau í tvo megin hluta, austur- og vesturfjöll. Í Kerlingarfjöllum eru 12 hús í útleigu fyrir bæði litla og stóra hópa. Í boði er gisting í uppábún- um rúmum ásamt því að hægt er að vera í svefn- pokaplássi. Heildar- gistirými er fyrir um 90 manns en auk þess er mikið og gott pláss á tjald- svæðinu. Veitinga- staður er á svæðinu og fært er í Kerlingar- fjöll á öllum bílum yfir sumartímann, eins er GSM símasamband í Kerlingarfjöll- um. „Aðstaðan í Kerlingarfjöllum er virkilega góð, þar hefur þú allt til alls – sturtuaðstöðu, snyrtingar og hægt er að setjast niður og fá sér kaffibolla. Kvöldvökurnar í gamla skálanum í Kerlingarfjöllum hafa einnig setið fastar í minninu síðan ég kom þangað fyrst og það var stórkostlegt að upplifa þær á ný. Söngur og kæti eins og best ger- ist,“ segir Þórir. Einstök náttúrufegurð er í Kerl- ingarfjöllum og eru Hveradalir eitt af þremur skilgreindum háhita- svæðum í Kerlingarfjöllum, en þar getur að líta gufu- og leirhveri og er útstreymi þeirra blandað brennisteini. Við hverina myndast hveraleir og allt berg er sundur- soðið. Þar sem jökultungur ganga niður í dali hafa hverirnir sumstað- ar brætt frá sér ísinn og myndað tilkomumiklar hvelfingar, íshella eða íshamra. Einnig vex í kringum hverina mjög sérstæður gróður. Marglitur hveraleirinn, gufumökk- urinn, líparítfjöllin, jökultungurn- ar og gróðurvinjar inn á milli búa til fjölbreytni og litaauðgi sem gerir svæðið engu líkt. Hveradalir eru sannkallað ævintýraland fyrir áhugamenn um ljósmyndun og ljósmyndara. Hægt er að fullyrða að þeirra bíði veisla sem fjöllin sækja heim, einkum og sérílagi ef fólk kann að meta fallega og fjölbreytta nátt- úru, litbrigði, liti og landslag með fjöllum, dölum, tindum og giljum. „Þetta er einn fegursti staður á landinu. Auðvitað má segja það um svo marga staði á Íslandi en Kerl- ingarfjöll eru sér á parti. Þú ert úti í óbyggðum, inni í miðju landi og umkringdur óspilltri náttúru. Lita- brigðin í leirnum eru einstök, það er óvíða sem maður kemst nær þeim ógnarkröftum sem leynast undir yfirborði jarðar, “ segir Þórir.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.