Fréttatíminn - 05.08.2016, Blaðsíða 18
arðsins til fjár-
festinga. Kerfið
felur því í sér að
sá stóri stækkar
og hinir smærri
freistast til þess
að selja kvótann
sinn. Söluverðið
sem hinir stóru geta greitt er meira
en sýnilegur samanlagður arður
smáútgerðanna næstu árin.
Ef ekki væri sett skilyrði í lögum
um hámarkseign útgerðarfyrirtækja
í heildarkvótanum myndi kerfið af
sjálfu sér leiða til þess fyrr en síðar
að einn stæði uppi að lokum með
allan kvótann.
Það má því segja kvótakerfið
hafi gengið fullkomlega upp að því
leyti að það dró hratt og örugglega
úr offjárfestingu og það leiddi fljótt
til samþjöppunar og hagræðingar.
Vandinn er að þeirri spurningu var
látið ósvarað hvar auðlindarentan
ætti að lenda. Átti hún að safnast að
fáum stórum sigurvegurum þessa
kerfis, sem færði megnið af arðin-
um til þeirra sem mestan höfðu
hann fyrir? Eða átti að deila henni
út til þeirra sem báru kostnað-
inn af hagræðingunni, íbúasjávar-
byggða sem hrörnuðu hratt þegar
kvótinn var seldur burtu? Eða átti
að láta rentuna
renna í sameigin-
lega sjóði til upp-
byggingar sam-
félagsins en ekki
aðeins örfárra
fjölskyldna?
Auðlindarentan til útgerðarinnar
Við vitum svarið. Spurningunni var
látið ósvarað og því safnaðist auð-
lindarentan á örfá útgerðarfyrir-
tæki. Við sjáum afl rentunnar ekki
bara í uppkaupum þeirra á kvóta og
smærri útgerðum, á tímabilinu frá
frjálsa framsalinu 1990 og fram að
Hruni 2008, heldur líka í útrás stóru
útgerðarfélaganna.
Frá því að Útgerðarfélag Akur-
eyringa keypti þýska útgerðarfélag-
ið Meclenburger Hochseefisherei
hafa Samherji, Grandi, Vísir, Síldar-
vinnslan og fleiri útgerðarfélög fjár-
fest í erlendum útgerðarfyrirtækjum
víða um heim.
Margar af þessum fjárfestingum
hafa gengið upp, skilað hagnaði inn í
móðurfélögin, en sumt hefur reynst
mikil mistök. Vísi í Grindavík blæð-
ir þannig vegna fjárfestinga sinna
í Kanada og Grandi hefur borgað
mikið með útgerð sinni í Chile. Auð-
lindarentan af Íslandsmiðum hef-
18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 5. ágúst 2016
Gunnar Smári Egilsson
gunnarsmari@frettatiminn.is
Eins og fjallað er um sérstaklega
á næstu síðu leiddi kvótakerfið,
og þá sérstaklega frjálsa framsal-
ið, til þess að hlutur tíu stærstu
útgerðarfyrirtækjanna óx úr rúm-
um fimmtungi af heildaraflanum í
rúman helming. Þetta eru meginá-
hrifin af kerfinu. Þau fyrirtæki sem
koma þar á eftir í stærð stækkuðu
sinn hlut mun minna og hlutdeild
þeirra fyrirtækja sem ná ekki inn á
listann yfir 25 stærstu útgerðarfé-
lögin skruppu saman og allra mest
þeirra minnstu.
Hlutdeild lítilla útgerðarfyrir-
tækja fór úr um helmingi alls afla,
49 prósent, í minna en einn sjöunda
af heildinni, 14 prósent.
Stórir éta smáa
Þessi umbreyting var drifin áfram
af kerfinu sjálfu. Auðvitað er engin
ástæða til að gera lítið úr rekstrar-
kunnáttu þeirra sem ráku stóru út-
gerðarfyrirtækin á þessu tímabili,
en það var allt annað og öflugra fyr-
irbrigði sem knúði þessa breytingu
áfram. Þegar útgerðinni var gert
mögulegt að veðsetja kvóta og skapa
með því veðhæfni úr einhverju sem
áður var ekki talið til eigna öðluðust
stærstu fyrirtækin afl til að kaupa
upp kvóta hinna smærri.
Kvótakerfið virkar auk þess eins
og snjóbolti sem veltur niður hlíð.
Auðlindarentan skilar stærstu út-
gerðunum stærstum hluta af arðin-
um af auðlindinni. Stærðarhag-
kvæmnin veldur því að stóru
fyrirtækin geta notað stærri hluti
Ein leið til að átta sig á ógnarafli auðlindarentunnar af Íslandsmiðum er skoða þróun útgerðar á Íslandi frá því kvótakerfið var sett
á. Þá sést hvernig arðurinn af auðlindinni hefur drifið áfram kaup allra stærstu fyrirtækjanna á kvóta hinna smærri, hvernig arð-
urinn fjármagnaði útrás stærstu útgerðarfyrirtækjanna og gerði þeim kleift að kaupa upp útgerðarfyrirtæki og fiskveiðiheimildir
í öðrum löndum og hvernig útgerðarfyrirtækin hafa snúið sér að uppkaupum á fyrirtækjum í óskyldum atvinnugreinum eftir að
gjaldeyrishöft drógu úr möguleikum þeirra á að koma arðinum af auðlindinni úr landi.
KVÓTAKERFIÐ
SEM BREYTTI
Kerfið bjó til samþjöppun,
útrás og innrás
Aðeins hluti
auðlindarentunnar
sem skapast af
kvóta fyrirtækj-
anna í Eyjum verð-
ur eftir í Eyjum.
Stór hluti hennar
hefur farið til
kaupa á fyrirtækj-
um í Reykjavík.
Mynd | Shutterstock
Kvótakerfið hefur gert Guðbjörgu Matthíasdóttur, Þorstein Má Baldvins-
son og aðra stóra kvótagreifa auðugri en aðra bisnessmenn og valdameiri
en nokkra stjórnmálamenn. Þorsteinn er sá útgerðarmaður sem hefur nýtt
auðlindarentuna til mestrar uppbyggingar erlendis en Guðbjörg hefur gengið
útgerðarmanna lengst í að nota hana til uppkaupa á fyrirtækjum í óskyldum
rekstri á Íslandi.