Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 05.08.2016, Page 24

Fréttatíminn - 05.08.2016, Page 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 5. ágúst 2016 KVÓTAKERFIÐ SEM BREYTTI Þegar skoðuð er íbúaþróun í 45 sjáv- arbyggðum utan höfuðborgarsvæð- isins frá lýðveldisstofnun 1944 og fram til 1980 sést að þessar byggð- ir vaxa umfram íbúafjölgun lands- ins alls. Á þessu tímabili flykktist fólk úr sveitunum á mölina, margir fluttu suður til Reykjavíkur og nágrennis en straumurinn var jafn sterkur úr sveitunum að sjávarsíðunni hr- inginn í kringum landið. Íbúafjöldi þessara 45 bæja og þorpa óx úr 37 þúsund í 68 þúsund á 36 árum. Það er um 1200 fleiri en verið hefði ef þessar byggðir hefðu vaxið jafnt og landið allt. Sjávar- byggðirnar héldu í við fólksfjölgun- ina og gott betur. Kvótakerfið reyndist afleit byggðastefna Kvótakerfið hafði alvar- legri áhrif á íbúaþróun Vestmannaeyja en gosið 1973. Það má sjá alvarlegar afleiðingar þessa kerfis víðar og í raun í hverju byggðu bóli við sjávarsíð- una hringinn í kringum landið. Auðlindarentan sem áður byggði upp þorpin og bæina hefur nú verið beint í vasa útgerðarmanna sem verja henni til fjárfestinga í Reykjavík og í útlöndum. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Húsavík blómstraði á fyrri hluta lýðveld- istímans. Íbúum fjölgaði þar úr 1096 manns í 2414 frá 1944 til 1980 eða um 452 fleiri en verið hefði ef Húsvíkingum hefði fjölgað jafnt mikið og landsmönnum almennt. Ef íbúaþróun Húsavíkur hefði haldið í við fjölgun landsmanna síðan þá byggju um 3500 manns á Húsavík í dag en þeir eru hins vegar aðeins 2182 eða 1318 færri en verið hefði ef Húsavík hefði vaxið eins og landið sjálft. Aflið sem byggði upp Húsavík á fyrri hluta lýðveldistímans er sama aflið og hefur haldið aftur að vexti bæjarins á seinni hlutanum. Auðlindarenta sjávar byggði upp Húsavík og hún dró mátt úr bænum þegar hún var flutt burt. Í dag býr rúmur þriðjungur Húsvíkinga einhvers staðar annars staðar en á Húsavík. 1944 1980 2016 678 íbúar 1.205 íbúar 1.109 íbúar Ættu að vera 1.214 Ættu að vera 1.747 Stykkishólmur 1944 1980 2016 269 íbúar 591 íbúar 545 íbúar Ættu að vera 482 Ættu að vera 857 Hvammstangi 1944 1980 2016 270 íbúar 665 íbúar 511 íbúar Ættu að vera 483 Ættu að vera 964 Vopnafjörður 1944 1980 2016 466 íbúar 1.180 íbúar 959 íbúarÆttu að vera 834 Ættu að vera 1.711 Ólafsvík 1944 1980 2016 321 íbúi 649 íbúar 481 íbúi Ættu að vera 575 Ættu að vera 941 Skagaströnd Íbúafjöldi nokkurra sjávarbyggða 1944, 1980 og 2016, samkvæmt Hagstofu Íslands. Þegar litið er til næstu 36 ára, frá 1980 til 2016, er myndin allt önn- ur. Þá fjölgaði íbúum þessara bæja og þorpa aðeins um rúm 8 þúsund manns. Ef sjávarsíðan, utan höfuð- borgarsvæðis- ins, hefði haldið í við fólksfjölg- un á landinu öllu hefðu íbúar þessara bæja og þorpa verið 22 þúsund fleiri árið 2016. Stærsta forsendubreyting sjáv- arbyggðanna frá fyrri hluta lýð- veldistímans að þeim síðari er kvótakerfið. Á fyrri hluta tímans rann auðlindarenta hafsins til upp- byggingar byggðanna en á þeim síð- ari rann rentan til útgerðarmanna, sem alls ekki höfðu sömu hagsmuni og aðrir íbúar sjávarbyggðanna. Kvótakerfið drap sjávarþorpin Fyrra tímabilið, frá stríðslokum fram að 1980, einkenndist af uppbyggingu frystihúsa og skuttogaravæðingu flotans. En það einkenndist líka af rányrkju og segja má að uppbygging sjávarbyggðanna hafi ekki verið sjálfbær. Hún gat ekki haldið áfram að óbreyttu. Markmið kvótakerfisins var að vernda fiskistofnana og draga úr sókn. En ekki síður að draga úr óhag- kvæmni sóknarinnar. Sjávarútvegur- inn var illa leikinn af offjárfestingu sem var afleiðing frjálsra veiða. Allir sem vettlingi gátu valdið reyndu að ná til sín hluta af auðlindarentunni. Með því að stýra veiðum með kvóta var því bæði girt fyrir of- veiði en eins voru veiðar og vinnsla gerð hagkvæmari þar sem færri skip sóttu aflann og auðveldara var að stjórna veiðum og vinnslu. Það gleymdist hins vegar að svara spurn- ingunni um hvað skyldi gera við auð- 1944 1980 2016 124 íbúar 680 íbúar 852 íbúar Ættu að vera 222 Ættu að vera 986 Grundarfjörður

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.