Fréttatíminn - 05.08.2016, Page 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 5. ágúst 2016
Mímir Kristjánsson
ritstjorn@frettatiminn.is
Því miður virðist nákvæmlega það
vera í uppsiglingu. 25 árum eftir að
Alþingi innleiddi að hægt væri að
versla með fiskveiðikvóta á Íslandi,
er sama ferli hafið meðfram norsku
strandlengjunni. Noregur stend-
ur frammi fyrir auknu frjálsræði á
kvótamarkaðnum. Afleiðingin er að
norskar fiskiauðlindir gætu endað á
höndum erlendra aðila og að fjöldi
lítilla sjávarþorpa gæti lognast út af
vegna brottflutnings.
Lengi vel var ólöglegt að kaupa
og selja kvóta í Noregi. Kvótinn var
tengdur veiðiskipum en tilheyrði
þjóðinni. Eins og stendur í norsk-
um auðlindalögum: „Sjávarauðlind-
ir Noregs tilheyra samfélaginu.“ En
í raun hefur kvótinn í Noregi lengi
gengið kaupum og sölum í gegnum
hinar ýmsu smugur. Skip að andvirði
fimm milljóna króna var selt fyrir 65
milljónir, berstrípað kvóta og selt
upprunalega eigandanum aftur á
fimm milljónir, degi síðar. Fiskveiði-
stjórn landsins leyfði að þetta gerð-
ist. Yfirvöld hirtu ekki um lögin og
horfðu í gegnum fingur sér varðandi
hin augljósu lögbrot.
Síðar urðu þessi lögbrot lögleg,
án þess að samfélagið eða Stór-
þingið væri spurð álits. Vorið 2005
keyrði Hægriflokkurinn, systur-
flokkur Sjálfstæðisflokksins, í gegn
breytingar á norskum fiskveiðilögum
á ógnarhraða. Opnað var fyrir svo-
kallaðan „strúktúrkvóta“ sem heim-
ilaði bröskurum að kaupa upp fiski-
báta og sameina kvóta þeirra í einn
stærri kvóta. Þessir nýju „strúkt-
úrkvótar“ áttu að verða eign brask-
aranna að eilífu. En hvað er eilífð-
in? Það er heimspekilegt vandamál
sem mannveran hefur brotið heil-
ann um í þúsundir ára. Eilífðin er af
ólýsanlegri stærðargráðu og varla til
þess fallin að drita inn í frumvörp og
reglugerðir. Ekkert varir að eilífu, er
sagt. Nema fiskveiðikvótinn.
Strúktúrvæðingin losaði heldur
betur um reglurnar á kvótamark-
aðnum, sem varð svo til þess að stór
hluti norsku sjávarauðlindarinnar
var gefinn til velstæðra braskara.
Nýju strúktúrkvótarnir námu um
30% af norska þorskinum. Heildar-
kvóti norska þorsksins var 414.920
tonn árið 2015. Miðað við 250 króna
kílóverð nemur þriðjungurinn, sem
endaði í höndum braskaranna, um
það bil 40 milljörðum íslenskra
Örlög sjávarþorpa í Noregi
gætu orðið þau sömu og
Flateyrar eða Hafna á Íslandi.
Byggða án kvóta, þar sem sjó-
menn fá ekki lengur að veiða,
þó hafið í kring iði af fiski.
KVÓTAKERFIÐ
SEM BREYTTI
Bara ef fiskar gætu sungið
Norðmenn geta lært margt af Íslendingum. Norska tungumálið,
til dæmis. Hvernig maður spilar fótbolta. Eða kúnstina að
kveða. En ef það er eitthvað sem Norðmenn ættu ekki að læra af
Íslendingum, þá er það hvernig maður úthlutar fiskveiðikvóta.
króna á ári. Margfaldaðu það svo
með eilífðinni og útkoman verður
væn summa.
Ólíkt kvótanum entist ríkisstjórn-
in ekki að eilífu. Í september 2005
voru kosningar í Noregi. Vinstri-
flokkarnir fóru með sigur af hólmi,
ásamt Miðflokknum, systurflokki
Framsóknar-
f lokksins. Þeir
breyttu reglun-
um á ný. Eilífðin
var stytt í 15 ár.
Fiskveiðibrask-
ararnir fóru í
mál við ríkið. Eft-
ir löng og ströng
réttarhöld komst hæstiréttur í Nor-
egi að því að 25 ár væri ágætis mála-
miðlun milli 15 ára og eilífðar.
En þó komið væri í veg fyrir ei-
lífðarkvóta var enn heimilt að sam-
eina kvóta. Afleiðingin hefur verið
sú að smábátaeigendur selja kvóta
sína til stærri veiðiskipa, sem hefur
leitt til þess að færri starfa við sjáv-
arútveg og mörg af þeim þúsund ára
gömlu sjávarþorpum í Norður-Nor-
egi eru við það að þurrkast út vegna
brottflutnings. Strúktúrkvótarnir
hafa fært hinum ríku kvótabröskur-
um tugi milljarða íslenskra króna í
hagnað. Sá umsvifamesti, Kjell Inge
Røkke, seldi nýlega smábáta sína
og hagnaðist um 22,5 milljarða ís-
lenskra króna. Þegar heildarsölu-
verð bátanna er skoðað, kemur ber-
sýnilega í ljós að viðskiptin snerust
ekki um smábáta heldur kvótann. Í
raun er þetta ólöglegt. En í fyrirtæk-
ið sem „keypti“ kvótann hreykir sig
af því að hafa „tryggt sér aðgang að
100 þúsund tonnum af hvítum fiski.“
Færum okkur aftur inn í nútím-
ann, 2016. Ný hægristjórn er kom-
in til valda. Sjávarútvegsráðherra,
Per Sandberg, frá hægripopúlista-
flokknum Fremskrittspartiet, hefur
haldið áfram þar sem fyrri hægri-
stjórn skildi við. Í vor samþykkti
hann, án þess að bera málið undir
Stórþingið, nýjar breytingar á kvóta-
reglunum. Áður var ólöglegt að færa
kvóta milli fylkja í Noregi. Hugsunin
á bak við það var að tryggja að kvót-
inn skapaði atvinnu fyrir sjómenn
í þeim fylkjum þar sem fiskurinn
var veiddur. Nú er þessu breytt með
því að tvískipta landinu í Norður- og
Suður-Noreg. Innan þessara svæða
ríkir algjört frelsi
t il að strúkt-
úrera kvóta eftir
hentisemi, með
þeim afleiðing-
um að minnstu
fylkin, eins og
norður Finn-
mörk, á eftir að
missa sína byggðakvóta til stærstu
fiskveiðifylkjanna.
Enn alvarlegra er að ríkisstjórnin
áformar nú að breyta því sem kall-
ast þátttökulög í lögum um fiskveiði.
Þátttökulögin segja, með örfáum
undantekningum, að sá sem á kvóta
eigi að vera þátttakandi í veiðinni. Ef
maður vill fá kvóta, þarf maður að
vera í útgerð. Banki getur til dæm-
is ekki fengið kvóta og það kemur í
veg fyrir að kvótinn verði spákaup-
mennsku að bráð, eins gerst hefur
með hörmulegum afleiðingum á Ís-
landi.
Þessi lög vill nefnd á vegum rík-
isstjórnarinnar nú fella úr gildi. Ef
þátttökulögin verða lögð niður þýð-
ir það endalok þess kvótakerfis sem
átti að tryggja að almenningur ætti
fiskinn. Auðlind þjóðarinnar, sem
hefur synt hefur í sjónum alla tíð,
Sjávarútvegsráðherra
Noregs, Per Sandberg
úr Miðflokknum,
samþykkti í vor nýjar
breytingar á kvóta-
kerfinu, án þess að
bera málið undir
Stórþingið. Áður var
óheimilt að flytja kvóta
milli fylkja í Noregi
en nú hefur landinu
verið skipt í tvennt og
algjört frjálsræði ríkir
um sameiningu kvóta
innan landshlutanna
tveggja.
fenix 3 sameinar glæsilega hönnun og fjölnota GPS snjallúr
Íþrótta- og útivistarfólk þarf ekki lengur að velja á milli – fenix 3 er bæði fullkomið
íþróttaúr, útivistarúr, snjallúr og úr sem þú notar daglega í vinnu og leik.
Þú getur einnig sérsniðið úrið að þínum þörfum með mismunandi upplýsingagluggum,
forritum eða úraskífu með Connect IQ appinu frá Garmin
Ögurhvarfi 2 | 203 Kópavogur | sími 577 6000 | garmin.is
toppaðu
gærdaginn