Fréttatíminn - 05.08.2016, Page 27
| 27FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 5. ágúst 2016
gæti orðið að leikfangi spekúlanta
og braskara sem hafa kannski aldrei
stigið fæti um borð á fiskveiðibáti –
hvað þá komið til Norður-Noregs eða
annarra sjávarþorpa.
Örlög rótgróinna sjávarþorpa
í Noregi gætu orðið þau sömu og
Flat eyrar eða Hafna á Íslandi.
Byggða án kvóta, þar sem sjómenn
fá ekki lengur að veiða, þó hafið í
kring iði af fiski. Það er mikilvægt
að skilja að stríðið er ekki milli rík-
is og sjómanna, heldur milli ríkis
og sjómanna annarsvegar og stóru
kvótabraskaranna hinsvegar. Það
er miklu erfiðara að stofna útgerð
í Noregi í dag en það var áður en
frjálsræðinu var komið á árið 2005.
Smábátaeigendurnir eru ekki þeir
sem hagnast mest þegar braskað er
með kvóta.
Breyting á þátttökulögunum var
bara fyrsta skrefið. Þegar reglurn-
ar verða rýmkaðar enn frekar og
norskir bankar geta farið að eignast
kvóta, hver á þá að koma í veg fyrir
að franskur banki eignist norskan
fiskveiðikvóta? Í dag fá Íslendingar
og Norðmenn undantekningu frá
EES-samningnum sem kemur í veg
fyrir að önnur Evrópusambands-
lönd geti eignast meira en ákveðið
hlutfall í sjávarútvegsfyrirtækjum
okkar (í Noregi er þetta um 40 pró-
sent). En hversu lengi getum við
reitt okkur á þessa undantekningu,
þegar EES-samningurinn verður
endurskoðaður? Í versta falli verða
það ekki bara norskir spákaupmenn,
heldur líka franskir, spænskir eða
kínverskir spekúlantar sem eignast
norska fiskinn!
Nú bíða íslenskir útgerðarkóngar
í ofvæni eftir að komast yfir kvóta
meðfram Noregsströndum. Það er
kaldhæðni örlaganna að hin örfáu
fjölskyldufyrirtæki sem hafa sölsað
undir sig stærstan hluta af fiskinum
í íslenskri lögsögu, ætli að komast
yfir norska fiskinn líka. Íslendingar
eru oftast velkomnir í Noregi en það
er ástæðulaust að sýna þeim gest-
ristni sem koma til að stela norska
fisknum.
Ríkisstjórnin ræðir lítið um þessa
mögulegu aðkomu útlendinga, og
bara lágum rómi. Ein umfangsmesta
einkavæðing í sögu Noregs fer fram
í hljóði, án þess að þjóðin sé upplýst
um það. Eins og forsætisráðherrann
í Atómstöð Halldórs Laxness, stend-
ur ríkisstjórnin hér andspænis þjóð
sinni og sver við allt sem fólkinu er
heilagt frá upphafi, að landið verði
ekki selt. Svo erum við ekki að tala
um neina sölu, heldur er kvótinn
gefinn endurgjaldslaust. Norska rík-
ið fær ekki krónu fyrir kvótann sem
braskararnir hafa nú, á skjön við
lög og reglur, komið höndum yfir.
Það ágætt að rifja upp að jötunninn
Ægir, konungur hafsins, átti eigin-
konu sem hét Rán.
Það er óskynsamlegt af ríkis-
stjórninni að tala lágum hljóðum
um áform sín í kvótamálum. Sala á
norskum fiski til útlenskra braskara
er mjög óvinsæl í Noregi. Samkvæmt
skoðanakönnun eru aðeins fjögur
prósent þjóðarinnar hlynnt því. 82%
eru andvíg því. Fiskurinn í sjónum
er sú auðlind sem norska þjóðin vill
síst einkavæða, samkvæmt þessari
sömu könnun.
Hversvegna er svo hljótt um þetta
í Noregi? Ein af ástæðum þess að
fiskurinn fær ekki nægilega athygli,
er ágreiningurinn um olíuna. Þar
sem olían er svo stór hluti af norsku
efnahagslífi, gleymist mikilvægi
sjávarauðlindannar. Það er afar
óskynsamlegt. Því á meðan olían
og gasið verður horfið eftir 100 eða
150 ár, gæti fiskurinn varað að ei-
lífu, ef hlúð er að honum. Í Noregi
er einnig verið að glíma við sam-
þjöppun eignarhalds, þó í minna
mæli en á Íslandi. Vandamál sjávar-
þorpanna og litlu strandbyggðanna
vekja ekki beinlínis athygli í höfuð-
borginni. Osló er ekkert sjávarþorp.
Þess vegna eru stjórnmálamenn og
blaðamenn illa upplýstir um sjáv-
arútveg. Ef það er eitthvað sem við
þurfum á að halda í Noregi í dag, er
það að fiskarnir gætu sungið, sungið
gegn því sem er í uppsiglingu.
Vangaveltur um kaup og sölu á
kvóta eru í raun absúrd. Getur mað-
ur í raun átt kvóta? Nei, segir heil-
brigð skynsemi. Það er ríkið sem
ákvarðar og úthlutar kvóta á hverju
ári. Ef maður fer ekki að lögum, get-
ur kvótinn verið innkallaður. Svo-
leiðis virka norsku lögin.
En ef maður getur selt kvóta, og
ef maður getur keypt kvóta, hvernig
getur maður þá ekki átt kvóta? Og ef
maður getur veðsett kvóta og fengið
lán fyrir kvóta, hvernig getur mað-
ur þá veðsett eitthvað sem maður á
ekki? Þeir sem hönnuðu kvótakerf-
ið eru í raun stórir heimspekingar,
sem hafa endað með þennan Gordí-
ons-hnút.
Aðalatriðið verður að vera að
samfélagið eigi fiskinn. Hver annar
getur haft eignarrétt yfir því sem
hreyfist í sjónum? Rétturinn til að
veiða verður að stjórnast af samfé-
laginu og á ekki að ganga kaupum
og sölum eins og hver önnur vara.
Noregur er við það að gera sömu af-
glöp og Ísland gerði árið 1991, mis-
tök sem Íslendingar hafa fyrir löngu
þurft að súpa seyðið af. Íslandismi
er nú hættulegri ógn gegn Noregi en
íslam ismi.
Lofoten er rótgróið
sjávarþorp í Noregi þar
sem stunduð hafa verið
viðskipti síðan 1743.
Íslandismi er nú hættu-
legri ógn gegn Noregi en
íslamismi.
Notaðu 1–2 tappa af Neutral í þvottahólð eftir
því hversu óhreinn þvotturinn er.
NEUTRAL FLJÓTANDI ÞVOTTAEFNI LEYSAST HRAÐAR
UPP OG GEFA BETRI VIRKNI ÞEGAR ÞVEGIÐ ER VIÐ
LÁGAN HITA EÐA Á HRAÐÞVOTTASTILLINGUM
1–2
tappar
SÉRSTAKLEGA ÞRÓAÐ FYRIR
VIÐKVÆMA HÚÐ
0% ILMEFNI
0% LITAREFNI
Þróað sérstaklega
fyrir viðkvæma húð
í samvinnu við
dönsku astma og
ofnæmissamtökin