Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 05.08.2016, Page 30

Fréttatíminn - 05.08.2016, Page 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 5. ágúst 2016 Aðrar hafa bæði vakið minni kátínu sem og alvarlegar áhyggj- ur um að ósigur Trump í kosn- ingunum 8. nóvember gæti orðið jafn slæmur fyrir bandarískt lýð- ræði og sigur. Á kosningafundi í Columbus í Ohio á mánudag var- aði Trump stuðningsmenn sína við því að allt útlit væri fyrir að kosn- ingunum yrði rænt af demókröt- um. Stuðningsmenn Trump hafa áður viðrað þessa samsæriskenn- ingu, ma. Roger Stone, einn af nánustu ráðgjöfum Trump, sem sagði í viðtali við fréttaveitu Breit- bart að sigur Hillary í sviknum kosningum myndi leiða til átaka og uppþota. T.d. væri óhugsandi að Trump tapaði í Flórída nema vegna kosningasvika. Afleiðingin yrði stjórnarkreppa og upplausn því stuðningsmenn Trump myndu sjá til þess að starfsemi alríkisins stöðvaðist, „það yrði blóðbað.“ Þessi varnaðarorð eða hótanir hafa orðið til þess að minna á að Donald Trump mun ekki draga sig í hlé þó hann tapi kosningunum í nóvember. Ef Hillary sigrar mun Trump einfaldlega leiða nýja og ofsafengna teboðshreyfingu gegn henni. Repúblikanar leita útgönguleiðar Á landsfundinum í Cleveland var Repúblikanaflokkurinn nefnilega að gera annað og meira en að út- nefna Trump sem frambjóðanda flokksins: Hann var þar gerður að forystumanni flokksins, nokkurs- konar formanni. Forsetafram- bjóðendur sem tapa láta þetta for- ystuhlutverk hins vegar af hendi að kosningum loknum og fela það framvarðasveit flokksins í þinginu. Ólíklegt verður að teljast að Trump muni fylgja þessari óskrifuðu reglu, frekar en öðrum reglum. Trump hefur þegar sent skýr skilaboð um að hann ætlist til þess að Paul Ryan, forseti fulltrúa- deildar þingsins, beygi sig fyrir honum. Trump hefur t.d. neitað að lýsa yfir stuðningi við framboð Ryans í prófkjöri flokksins í kjör- dæmi Ryan í Wisconsin. Það ætti því ekki að koma á óvart að sumir innan flokksins hafa ekki enn gefið upp á bátinn að hægt verði að finna einhvern annan í forystusætið í nóvember. Á miðvikudag hafði ABC sjónvarpsstöðin eftir heim- ildamönnum sínum að flokkurinn væri að kanna hvað hægt væri að gera „ef Trump ákvæði skyndilega að hætta við framboð sitt.“ Fylgisaukning gengin til baka Ástæða þess að repúblikanar eru enn að gæla við þá hugmynd að skipta Trump út er tvíþætt: Annars vegar óttast flokksforystan að hún sé búin að tapa flokknum yfir í hendurnar á Trump og hins vegar að hann muni tapa kosningunum. Því þar sem ekki er aðeins kosið um forseta í nóvember, heldur líka fjölda þingmanna, öldungadeildar- þingmanna, fylkisþingmanna, fylkisstjóra osfrv., getur stór ósig- ur forsetaframbjóðanda haft alvar- legar afleiðingar fyrir aðra fram- bjóðendur. Fylgi Trump í könnunum tók vissulega kipp upp á við eftir lands- fundinn og í nokkra daga var hann með nokkurra prósentustiga for- skot á Hillary Clinton. Þessi fylgis- aukning gekk hins vegar til baka, því strax eftir landsfund Demókra- taflokksins mældist Hillary með 4-5% forskot. Þessar sveiflur voru fyrirsjáanlegar. Fjölmiðlaumfjöll- un um landsfundina leiðir ævin- lega til svokallaðs „convention bounce“ sem gengur yfirleitt til baka. Hillary mælist fyrir vikið aftur með öruggt forskot á Trump, líkt og hún hefur gert síðan í jan- úar. „Líkömnun dauðasyndanna sjö“ Stuðningsmenn Hillary hafa gripið á lofti að fylgiskippurinn hennar hafi verið stærri en Trump og að merki séu um að honum sé að fat- ast flugið, að hann sé loks farinn að ganga fram af fjölmiðlum og flokks- félögum sínum. Á þriðjudag lýsti Richard Hanna, þingmaður repúblikana fyrir New York, því t.d. yfir að hann gæti ekki hugsað sér að styðja Trump og myndi því styðja Hillary í kosn- ingunum. Hanna hafði áður lýst því yfir að Trump væri narrissískur dóni og lygari. Þó hann, Hanna, „gerði ekki ráð fyrir fullkomnum“ þegar forsteaframbjóðendur væru annars vegar, gerði hann þá lág- markskröfu að þeir „líkömnuðu ekki dauðasyndirnar sjö.“ Skortur á kosningamaskínu Einn fylgifiskur stjórnleysis Trump er sá að hann hefur ekki byggt upp almennilega kosningamaskínu. Hann hefur safnað í kringum sig tiltölulega smáum hópi reynslu- lítilla ráðgjafa en algerlega van- rækt að byggja upp þá innviði sem þarf til að heyja almennilega kosn- ingabaráttu. Í stað þess að reiða sig á net kosningaskrifstofa og vel skipulagðar sveitir sjálfboðaliða sem geta heimsótt og hringt í kjós- endur meðan á baráttunni stend- ur og svo smalað þeim á kjörstað á kjördag, virðist Trump reiða sig alfarið á eigin persónu og frægð. Hverskonar maður er Donald? Trump hefur áttað sig á því að besta leiðin til að draga að sér athygli í heimi félagsmiðla og internets sé að gera eða segja eitt- hvað hneykslanlegt. Stuðnings- menn hans hafa túlkað þessa til- hneigingu í jákvæðu ljósi, séð hana sem sönnun þess að Trump sé til- búinn til að segja hlutina „umbúð- alaust“ og að hann láti ekki frjáls- lynda fjölmiðla með sína „pólítísku rétthugsun“ kúga sig til hlýðni. Til þessa hefur Trump nefnilega komist upp með hegðun og um- mæli sem hefðu fyrir löngu dæmt hvaða frambjóðanda sem er úr leik. Gagnrýni hans á múslimska foreldra bandarísks hermanns, Humayun Khan, sem lést í Írak þótti svo ósmekkleg að mörgum repúblikönum var nóg boðið, en foreldrar hermannsins uppskáru skæðadrífu vanstilltra Twitterfær- slna frá Trump eftir að þau gagn- rýndu árásir hans á múslimska Bandaríkjamenn í ræðu á lands- fundi Demókrataflokksins. Það þykir mjög ósmekklegt að gera lítið úr foreldrum látinna her- manna, jafnvel þegar þeir beita sér pólítískt eða gagnrýna stjórnmála- menn. Ein af óskrifuðum reglum bandarískrar stjórnmálaumræðu er að hermönnum og fjölskyldum þeirra skuli sýnd nánast skilyrðis- laus virðing. Bandarískir stjórnmálaskýrend- Cindy Sheehan (fyrir miðju) var einn mest áberandi tals- maður friðarhreyfingarinnar í Bandaríkjunum á seinna kjörtímabili Bush og táknmynd þeirra þúsunda banda- rískra fjölskyldna sem misstu ástvini í stríðinu í Írak. Foreldrar Humayun S. M. Khan, bandarísks hermanns sem lést í Írak, á landsfundi Demókrataflokksins í Philadelphiu. Í ræðu sinni gagnrýndi Khizr, faðir Humayun, Trump harðlega fyrir árásir á múslimska Bandaríkjamenn og innflytjendur. Myndir | NordicPhotos/GettyImages Andstæðingar Trump hafa ítrekað haldið því fram að hann sé hættulegur lýðræðinu og að kosning hans myndi kalla fasíska harðstjórn yfir Bandaríkin. Það væri synd að segja að Trump hefði setið aðgerða- laus síðustu vikur. Sumir bjuggust við því að þar sem hin eiginlega kosningabar- átta væri nú hafin, myndi hann róast niður og verða „forsetalegri“, leggja áherslu á að höfða til hófsamari og óákveðinna kjósenda á miðjunni. Sýna að hann væri ekki sá ofstopafulli og óstöðugi vitleysingur sem andstæðingar hans hafa lýst honum. Þess í stað virðist Trump hafa gefið í eftir að landsfundi Repúblikana- flokksins lauk. Magnús Sveinn Helgason ritstjorn@frettatiminn.is Donald Trump: Hlægilegur trúður eða hættulegur fasisti? Sumar af uppákomum síðustu vikna hafa verið hálf kómískar og fáránlegar, eins og þegar Trump lét vísa konu með kornabarn út af kosningafundi í Virginíu á þriðju- dag, af því að barnið var að gráta og truf laði ræðu Trump. Þegar barnið byrjaði að gráta sagðist Trump elska börn „Ég heyri í barni gráta, og mér líkar það vel.“ Móður og barni væri velkomið að vera á fundinum því ekkert væri fallegra og heilbrigðara en ungar mæður með börn sín. Tveimur mínútum seinna tók hann orð sín til baka og lét vísa konunni út: „Ég var reynd- ar bara að grínast. Farðu út með krakkann.“ Og bætti við „Ég held að hún hafi í alvörunni trúað mér þegar ég sagði að mér þætti gam- an að hlusta á börn gráta meðan ég tala!“

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.