Fréttatíminn - 05.08.2016, Síða 63
Annes með nýtt efni
Það ríkir eftirvænting fyrir
tónleikum Annes á Jazzhátíð
því hljómsveitin frumflytur nýtt
efni í Silfurbergi 13. ágúst kl
21:20. Valin maður er í hverju
rúmi þessarar ofursveitar íslenska
jazzins; Ari Bragi Kárason á
trompet, Jóel Pálsson á saxófón,
Guðmundur Pétursson á gítar,
Eyþór Gunnarsson á hljómborð
og Einar Scheving á tromm-
um. Annes varð til árið 2014 og
lék hljómsveitin það sama ár á
Jazzhátíð Reykjavíkur. Fyrsta
plata þeirra, Annes, var tilfnefnd
til Íslensku tónlistarverðlaun-
anna 2015 og lagið Henrik af
þeirri plötu hlaut verðlaun sem
jazztónverk ársins.
Einar Scheving
Kvartett Einars Scheving hefur
verið starfandi lengi með hléum
en er nú að koma fram í fyrsta
sinn á Jazzhátíð. Einar hefur
lagt aukna áherslu á tónsmíðar í
seinni tíð, og hefur hann þrisvar
hlotið Íslensku tónlistarverð-
launin, m.a. fyrir plöturnar
Cycles (2007) og Land míns
föður (2011). Báðar þessar plötur
hlutu mikið lof gagnrýnenda
Suðrænar, vestrænar og íslenskar rætur
Fimm atriði á Jazzhátíð falla undir það að vera samstarfsverkefni íslenskra og
erlendra jazztónlistarmanna. Þarna verður um auðugan garð að gresja og þekktir
og minna þekktir flytjendur koma fram og stefnur af ýmsum toga.
Íslenskir listamenn í alþjóðlegu samstarfi
Tvær konur, tveir flyglar
Tvær leiðandi jazzkonur ríða á
vaðið í Silfurbergi kl. 19 þann 12.
ágúst. Þær eru Sunna Gunn-
laugsdóttir og Julia Hülsmann
sem leika á tvo flygla. Julia er
á mála hjá ECM útgáfunni og
hlaut nýverið elstu og virtustu
viðurkenningu Þýskalands, SWR
Jazzpreis. Sunna hlaut tónlistar-
verðlaunin sem flytjandi ársins
í mars sl. og er meðal þeirra
íslensku jazzleikara sem hafa
haft sig mest frammi á erlendri
grundu.
„Ég hef vitað af henni í gegnum
hljóðritanir hennar fyrir ECM
útgáfuna. Við hittumst fyrst á
jazzráðstefnu fyrir nokkrum
árum og tókum þá tal saman.
Það leiddi svo til þess að við
spiluðum saman á tvo flygla á
norrænni listahátíð í Berlín fyrir
tveimur árum. Það skapaðist
talsverður galdur milli okkar á
þessum tónleikum þótt ég segi
sjálf frá. Við erum þó ólíkar að
mörgu leyti en við leggjum báðar
áherslu á laglínuna og hið ljóð-
ræna en ekki síður á hið óvænta.
Á efnisskrá eru hennar tónsmíð-
ar og mínar til jafns en margar
þeirra eru mjög opnar fyrir
miklum spuna,“ segir Sunna.
Að enda veraldar
Samvinna Sigurðar Flosason-
ar og þýska víbrafónleikarans
Stefan Bauer á sér nokkra sögu.
Þeir kynntust fyrst fyrir fimmt-
án árum þegar Sigurður spilaði
í Kanada en þar var Bauer
búsettur um skeið. Þeir héldu á
síðasta ári ferna tónleika í Þýska-
landi og fengu frábæra dóma
fyrir. Kvartettinn er að hálfu
íslenskur og að hálfu þýskur því
á trommum er Einar Scheving
og André Nendza á kontrabassa.
„Að mestu leyti eru þetta eigin
tónsmíðar en við höfum líka
verið að útsetja þjóðlög frá
báðum löndum. Bauer er öflugur
spilari og einn af betri víbrafón-
leikurum heims,“ segir Sigurður
Flosason. Þeir verða í Silfurbergi
13. ágúst kl 19.
Sendiráð Þýskalands styður komu
Bauer, Nendza og Hülsmann.
Den Haag tengingin
Ingi Bjarni Quartet var stofnað-
ur árið 2015 og er skipaður Inga
Bjarna Skúlasyni (píanó), Finn-
anum Ukko Heinonen (tenór-
saxófónn), Cyrille Obermuller
frá Belgíu (kontrabassi) og Pauls
Pokratnieks frá Litháen (tromm-
ur). Þeir kynntust í tónlistarnámi
í Den Haag í Hollandi. Í fyrra
gaf Ingi Bjarni út sinn fyrsta
geisladisk sem kallast Skarkali.
Diskurinn inniheldur níu lög
fyrir tríó sem sum hver endur-
spegla það að vera Íslendingur
í skarkala erlendrar stórborgar.
Kvartettinn flytur nýtt efni
á Jazzhátíð en einhver lög af
Skarkala fljóta með. Tónleikarnir
verða í Silfurbergi 14. ágúst og
hefjast kl. 19.
Anna Gréta - Håkan Broström
Anna Gréta Sigurðardóttir hefur
verið virk í sænsku jazzsenunni
frá því hún flutti til Svíþjóðar
fyrir tveimur árum. Hún hefur
spilað á öllum helstu jazz-
klúbbum Svíþjóðar og var valin
bjartasta vonin í jazz- og blús-
flokki á Íslensku tónlistarverð-
laununum árið 2015. Hún spilar
með tríói sínu í Norðurljósum
13. ágúst ásamt saxófónleikaran-
um Håkan Broström. Þau hafa
spilað saman meðal annars með
stórsveitunum Norrbotten Big
Band, New Places Orchestra og í
ýmsum kvartettum.
„Håkan er einn af fremstu
saxófónleikurum Svía um þessar
mundir. Hann bauð mér að spila
með stórsveit sinni, New Places
Orchestra, fyrir ári síðan og þá
hófst samstarfið. Á Jazzhátíð
ætlum við að spila tónlist eftir
Håkan og eftir mig að jöfnu.
Með okkur verða tveir Svíar,
Eirik Lund á kontrabassa, og
Sebastin Ågren á trommur,“
segir Anna Gréta.
John Hollenbeck og
Stórsveit Reykjavíkur
Síðast en ekki síst er að nefna
samstarf Stórsveitar Reykja-
víkur og bandaríska stór-
trommarans John Hollenbeck.
Á tónleikunum, sem fara fram
í Silfurbergi 12. ágúst, stjórnar
Hollenbeck dagskrá eigin verka
auk þess að grípa í trommurnar.
Hollenbeck hefur leikið með
fjölda þekktra listamanna, s.s.
Bob Brookmeyer, Meredith
Monk og Theo Blackman en er
ekki síst þekktur sem frumlegur
höfundur og leitandi listamaður.
„Hollenbeck skrifar spennandi
og nútímalega jazzmúsík fyrir
stórsveit. Það er partur af okkar
starfsemi að vera með a.m.k.
einn erlendan gest á ári og
Hollenbeck er mikill hvalreki á
okkar fjörur,“ segir Sigurður.
Hollenbeck verður með fyrir-
lestur um tónsmíðar í Kaldalóni
laugardaginn 13. ágúst kl 12.
jafnt hérlendis sem erlendis.
Nýjasta plata Einars, Inter-
vals, kom út í október 2015 og
hefur þegar vakið mikla athygli,
auk þess að hljóta tilnefningu til
Íslensku tónlistarverðlaunanna
2015. Á tónleikunum í Silfur-
bergi 11. ágúst leikur kvartettinn
nýtt efni eftir Einar í bland við
lög af Intervals, Cycles og Land
míns föður. Kvartettinn skipa
auk Einars píanóleikarinn Eyþór
Gunnarsson, saxófónleikarinn
Óskar Guðjónsson og bassaleik-
arinn Skúli Sverrisson.
Tómas R Einarsson
Unnendur latíntónlistar fara ekki
bónleiðir til búðar á Jazzhátíð.
Tíu manna hljómsveit flytur
nýja og sungna latíntónlist eftir
Tómas R. Einarsson miðviku-
daginn 10. ágúst. Tómas hefur
staðið fyrir fjölbreytilegum
latíntónlistarverkefnum síðustu
fimmtán ár og síðasta latínskífa
hans, Bassanótt, fékk nýverið
hæstu einkunn í All About Jazz.
Söngurinn verður í forsæti í
þessu nýja verkefni með ljóðum
eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur,
Kristínu Svövu Tómasdóttur,
Halldór Laxness, Stein Steinarr,
Sigtrygg Baldursson og Tómas
sjálfan. Með kontrabassaleik-
aranum Tómasi koma fram
Sigríður Thorlacius, söngur,
Bógómíl Font, söngur, Rósa
Guðrún Sveinsdóttir, raddir og
baritónsaxófónn, Ómar Guð-
jónsson, gítar og raddir, Davíð
Þór Jónsson, píanó, Snorri
Sigurðarson, trompet, Samúel
Jón Samúelsson, guiro, básúna
og raddir, Sigtryggur Baldurs-
son, kóngatrommur, Kristófer
Rodriguez Svönuson, bongó-
trommur og Einar V. Scheving,
timbales og kóngatrommur.
Hægt er að kaupa staka miða á
tónleika Tómasar.
Sigurður Rögnvalds -
Myrkvi Skógur
Gítarleikarinn Sigurður Rögn-
valdsson býr og starfar í Helsinki.
Hann gaf út plötuna Kisima í
október 2015 og á henni spila
finnskir tónlistarmenn í fremstu
röð.
Á Jazzhátíð kemur Sigurður fram
með íslenskri útgáfu af bandinu
en með honum eru Steinar
Sigurðarson á saxófón, Valdimar
Kolbeinn á rafbassa og Magnús
Trygvason Elisassen á trommur.
Tónlistin er framsækin jazztón-
list sem sækir áhrif úr rokktónlist.
Oft á tíðum má heyra litríkt
andrúmsloft með fallegum lag-
línum og á hinn bóginn þung riff
og öskrandi saxófón. Tónleikarn-
ir verða í Norðurljósum 12. ágúst
kl 22:20.
Píanistinn Julia Hülsmann og víbrafónleikarinn Stefan Bauer koma frá Þýskalandi
John Hollenbeck stjórnar Stórsveit Reykjavíkur 12. ágúst.
Sigríður Thorlacíus og Bogomil Font koma fram með sveit Tómasar R.
Hljómsveit Einars Schevings leikur 11. ágúst.