Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 05.08.2016, Page 64

Fréttatíminn - 05.08.2016, Page 64
Þorgrímur Jónsson Kvintett Þar ber til tíðinda að kontra- bassaleikarinn Þorgrímur Jóns- son gefur út sinn fyrsta disk sem sumir segja einkar tímabært því hann hefur verið starfandi tón- listarmaður allt frá tíunda áratug síðustu aldar. Útgáfutónleikarnir verða sunnudaginn 14. ágúst í Silfurbergi og hefjast kl. 21. Tónlistin er öll skrifuð og útsett af Þorgrími og í fyrirrúmi eru lagrænar og vel ígrundaðar tónsmíðar. Kvintett Þorgríms skipa öndvegisspilararnir Ari Bragi Kárason (trompet), Ólafur Jónsson (tenórsaxófónn), Kjartan Valdemarsson (píanó og rhodes) og Þorvaldur Þór Þorvaldsson (trommur). „Ég var búinn að sanka að mér lögum sem höfðu ekki fengið rúm annars staðar. Ég spilaði þetta efni á tónleikum á Múl- anum síðastliðið haust með einvalaliði. Þetta heppnaðist vel og ég ákvað að gefa efnið út,“ segir Þorgrímur. Tíu lög eru á disknum og það elsta um tíu ára gamalt og það nýjasta frá því í mars á þessu ári. „Ég hef spilað mikið með Sunnu Gunnlaugsdóttur píanóleikara og balkanbandi sem heitir Skugga- myndir frá Býsans. Áhrifin koma alls staðar frá og heyrast á plötunni, allt frá poppi og út í skrítinn jazz, eins og tengda- mamma myndi segja.“ Nýtt efni á fjórum útgáfutónleikum Á Jazzhátíð Reykjavíkur 2016 verða haldnir fjórir útgáfutónleikar sem sýna hina skemmtilegu breidd í íslenskum jazzi. Agnar Már Magnússon Trio Agnar Már Magnússon og tríó hans verður með útgáfutónleika í Norðurljósasal Hörpu 11. ágúst. Um er að ræða frumsamið efni fyrir píanótríó og er þetta fyrsti diskur Agnars Más í sjö ár. Tón- listin er nútímalegur píanótríó jazz með áhrifum frá bandarísk- um og evrópskum jazzi. Með Agnari leika Scott McLemore á trommur og Valdimar Sigurjóns- son á kontrabassa. Agnar Már er einn þekktasti jazzpíanóleikari þjóðarinnar. Hann hefur sent frá sér sex geisladiska og að auki hljóðritað fjölda verka í sam- starfi við aðra. Agnar Már hefur samið á annað hundrað jazzverka, bæði fyrir minni hljómsveitir og stórsveitarverk. Andrés Þór Kvartett Gítarleikarinn Andrés Þór Gunnlaugsson fagnar útgáfu nýs disks sem ber titilinn Ypsilon í Silfurbergi 11. ágúst kl 19. Tón- listin er ný af nálinni úr smiðju Andrésar og lýsir sér best sem nýmóðins jazztónlist innblásin af ýmsum upplifunum. Á disknum leika með Andrési þeir Agnar Már Magnússon á píanó, Richard Andersson á kontrabassa og Ari Hoenig á trommur. Á tónleik- unum leikur Scott McLemore á trommur í fjarveru Ara Hoenig. Sveiflugaldur Secret Swing Society Secret Swing Society er hljóm- sveit sem nokkrir félagar stofn- uðu fyrir sex árum þegar þeir voru við tónlistarnám í Hollandi. Hljómsveitina skipa Andri Ólafsson, kontrabassi og söngur, Grímur Helgason , klarinett og söngur, Guillaume Heurtebize gítar, banjó og söngur, Dom- inykas Vysniauskas , trompet og söngur og Kristján Tryggvi Martinsson píanó, harmónikka og söngur. Sérstakur gestasöngv- ari á tónleikunum verður Kristj- ana Stefánsdóttir. Eins og nafnið gefur til kynna er sveiflan ríkjandi á efnisskránni. Hljómsveitin hefur komið víða fram í Evrópu og á austurströnd Bandaríkjanna og gefur nú út sinn fyrsta disk. Tónlistin er jafnt frumsamin og komin frá höfundum og flytjendum á borð við Duke Ellington, Gershwin bræður, Louis Armstrong, Mills bræður, Louis Prima, Django Reinhardt og Fats Waller. „Þetta byrjaði sem stúdía í að spila tónlist manna eins og Django Reinhardt og Fats Waller en þróaðist svo út í það að við fórum að syngja meira og að semja líka sjálfir. Þetta er gleðimúsík og það er mikil stemning fyrir tónlist af þessu tagi. Við höfum spilað mikið úti á götum og torgum og höfum fengið skemmtilegar undirtekt- ir. Galdurinn er gamla, góða „svíngið“ og við náum líklega til breiðari hóps með söngnum. Þetta er popptónlist síns tíma og fólk tengir við þessa tónlist enn í dag,“ segir Andri. Útgáfutónleikar plötunnar Keep- ing the Secret með Secret Swing Society verða í Norðurljósasal Hörpu sunnudaginn 14. ágúst og hefjast kl. 15. Hægt er að kaupa staka miða á tónleika Secret Swing Society. miðvikudagur 10. ágúst fimmtudagur 11. ágúst föstudagur 12. ágúst sunnudagur 14. ágústlaugardagur 13. ágúst Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is 19:00 Tómas R. Einarsson Ný sungin Latintónlist Norðurljós 20:00 Snarky Puppy Eldborg 22:00 Jam Session í boði Sendiráðs Þýskalands Budvarsvið 17:00 Jazzganga að Hörpu Lucky Records 17:30 Setningarathöfn í Hörpu Budvarsvið 11:00 Fyrirlestur: Gilad Hekselman Kaldalón 12:00 Fyrirlestur: John Hollenbeck Kaldalón 15:00 Fjölskyldutónleikar með Grétu Salóme Budvarsvið 16:00 Happy Hour með Carioca Budvarsvið 15:00-17:00 Family Flosason Jam Jómfrúin, Lækjargötu 15:00 Secret Swing Society & Kristjana Stefánsdóttir Norðurljós 17:00 Þakkargjörð: Carl Möller Kirkja Óháða Safnaðarins 19:00 Sigurður Flosason & Stefan Bauer Kvartett Silfurberg 20:00 Bobo Stenson Trio Norðurljós 21:20 Annes Silfurberg 22:20 Anna Gréta & Håkon Broström Norðurljós 23:05 Jam Session Budvarsvið 17:00 Happy Hour Budvarsvið Anna Sóley og hljómsveit Atriði á Budvarsviði og í Kaldalóni eru ókeypis og opin öllum. 20% ungmennaafsláttur er á pössum hátíðarinnar (25 og yngri) Hátíðarpassar – 16.200 kr • Hátíðarpassi með miða á Snarky Puppy – 19.900 kr • Dagpassar – 5.900 kr Stakir miðar á valda tónleika: Snarky Puppy – 5.900-9.900 kr; Tómas R. Einarsson – 3.900 kr; Secret Swing Society – 3.200 kr. Sjá nánar á www.reykjavikjazz.is og miðasala á tix.is. 17:00 Happy Hour Budvarsvið Sara Blandon og hljómsveit 19:00 Andrés Þór Kvartett Silfurberg 20:00 Pascal Schumacher Norðurljós 21:20 Einar Scheving Kvartett Silfurberg 22:20 Jam Session Budvarsvið 19:00 Sunna Gunnlaugs & Julia Hülsmann Silfurberg 20:00 Gilad Hekselman Trio Norðurljós 21:20 Stórsveit Reykjavíkur & John Hollenbeck Silfurberg 22:20 Sigurður Rögnvalds Myrkvi Skógur Norðurljós 23:05 Jam Session Budvarsvið 19:00 Ingi Bjarni Kvartett Silfurberg 20:00 Agnar Már Magnússon Trio Norðurljós 21:00 Þorgrímur Jónsson Kvintett Silfurberg ATHUGIÐ að Jazzhátíð Reykjavíkur áskilur sér rétt til að breyta dagskrá. Passinn tryggir ekki forgang að viðburðum. Mætið tímanlega. Secret Swing Society leikur á sunnudeginum 14. ágúst. Andrés Þór leikur 11. ágúst. Agnar Már leikur 14. ágúst. Þorgrímur Jónsson leikur á sunnudeginum 14. ágúst.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.